Ný bók um rjúpnaveiði Karl Lúðvíksson skrifar 30. september 2021 10:15 Rjúpnaveiðin hefst 1. nóvember og sama dag kemur út bókin Gengið til rjúpna eftir Dúa J. Landmark hjá bókaútgáfunni Bjartur og Veröld. Bókin fjallar um rjúpnaveiði á fjölbreyttan hátt og er ætluð jafnt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á rjúpnaslóð sem veiðimenn sem og þeim sem vanari eru og kunna að meta margvíslegan fróðleik sem tengist rjúpnaveiðum. Fjallað er um undirbúning og útbúnað, hvernig best er að bera sig að á veiðislóð, líffræði og lifnaðarhætti rjúpunnar, skotvopn, skotfæri og veiðar með hundi. Einnig er fjallað um sögu rjúpnaveiða og matarhefðir en í bókinni er að finna rjúpnauppskriftir frá Nönnu Rögnvaldar, Snædísi Jónsdóttur og Úlfari Finnbjörns. Fjallað er um margt forvitnilegt í bókinni sem tengist rjúpnaveiðum fyrr og nú. Sagt er frá metveiði, rjúpnafelli, fyrstu íslensku rjúpnauppskriftinni, fyrstu nafngreindu rjúpnaveiðimönnunum og tengslum þeirra við Íslendingasögurnar. Einnig er sagt frá rjúpnaveiði fyrri tíma, t.a.m. gríðarmiklum útflutningi á rjúpu í kringum aldamótin 1900. Auk þess er rakin er þróun veiðitímabils og fjöldi veiðidaga í gegnum tíðina. Fjölbreytt og vandað myndefni er í bókinni, þ.á.m. áhugaverðar myndir frá rjúpnaveiði í Grænlandi. Hver rjúpnaveiðiferð inniheldur sögu og sumar þeirra ná að verða eilífar, ferðast manna á millum og verða betri í hvert sinn sem þær eru sagðar. Veiðimenn og veiðikonur deila því einnig sínum persónulegum sögum í bókinni, sögur sem gefa innsýn í þá fjölbreyttu reynslu sem rjúpnaveiðin er. Dúi J. Landmark Dúi er rjúpnaveiðimaður og hefur um árafjöld framleitt og stýrt sjónvarpsþáttum um skotveiði víðsvegar um heiminn og var meðstjórnandi og formaður SKOTVÍS frá 2015 -2018. Bókin er væntanleg úr prentun um mánaðarmótin október/nóvember eða rétt í tæka tíð áður en rjúpnaveiðin hefst. Skotveiði Mest lesið Veiðisaga frá Skagaheiði Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Þarf að bæta umgengni við vötnin Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Laxá í Kjós Veiði Nám fyrir leiðsögumenn í stangveiði Veiði Ágætis opnun í Hítará og Grímsá Veiði Þegar örflugurnar gefa best Veiði Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Veiði Stórlaxarnir í vikunni Veiði
Bókin fjallar um rjúpnaveiði á fjölbreyttan hátt og er ætluð jafnt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á rjúpnaslóð sem veiðimenn sem og þeim sem vanari eru og kunna að meta margvíslegan fróðleik sem tengist rjúpnaveiðum. Fjallað er um undirbúning og útbúnað, hvernig best er að bera sig að á veiðislóð, líffræði og lifnaðarhætti rjúpunnar, skotvopn, skotfæri og veiðar með hundi. Einnig er fjallað um sögu rjúpnaveiða og matarhefðir en í bókinni er að finna rjúpnauppskriftir frá Nönnu Rögnvaldar, Snædísi Jónsdóttur og Úlfari Finnbjörns. Fjallað er um margt forvitnilegt í bókinni sem tengist rjúpnaveiðum fyrr og nú. Sagt er frá metveiði, rjúpnafelli, fyrstu íslensku rjúpnauppskriftinni, fyrstu nafngreindu rjúpnaveiðimönnunum og tengslum þeirra við Íslendingasögurnar. Einnig er sagt frá rjúpnaveiði fyrri tíma, t.a.m. gríðarmiklum útflutningi á rjúpu í kringum aldamótin 1900. Auk þess er rakin er þróun veiðitímabils og fjöldi veiðidaga í gegnum tíðina. Fjölbreytt og vandað myndefni er í bókinni, þ.á.m. áhugaverðar myndir frá rjúpnaveiði í Grænlandi. Hver rjúpnaveiðiferð inniheldur sögu og sumar þeirra ná að verða eilífar, ferðast manna á millum og verða betri í hvert sinn sem þær eru sagðar. Veiðimenn og veiðikonur deila því einnig sínum persónulegum sögum í bókinni, sögur sem gefa innsýn í þá fjölbreyttu reynslu sem rjúpnaveiðin er. Dúi J. Landmark Dúi er rjúpnaveiðimaður og hefur um árafjöld framleitt og stýrt sjónvarpsþáttum um skotveiði víðsvegar um heiminn og var meðstjórnandi og formaður SKOTVÍS frá 2015 -2018. Bókin er væntanleg úr prentun um mánaðarmótin október/nóvember eða rétt í tæka tíð áður en rjúpnaveiðin hefst.
Skotveiði Mest lesið Veiðisaga frá Skagaheiði Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Þarf að bæta umgengni við vötnin Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Laxá í Kjós Veiði Nám fyrir leiðsögumenn í stangveiði Veiði Ágætis opnun í Hítará og Grímsá Veiði Þegar örflugurnar gefa best Veiði Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Veiði Stórlaxarnir í vikunni Veiði