CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. október 2021 07:01 Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs CCP. Vísir/Vilhelm Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. Til dæmis að meta hverjir geta unnið í fjarvinnu eða hvort vinnuveitendur þurfi að mæta heim til fólks og skoða aðstæður? Ný tækifæri skapast þó um leið og þar má nefna sem dæmi tækifæri vinnustaða til að stofna skrifstofuhótel, ráða sérfræðinga erlendis frá og fleira. Í tilefni Mannauðsdagsins sem haldinn verður hátíðlegur föstudagsins 8.október, fjallar Atvinnulífið um strauma og stefnur í mannauðsmálum. Í gær var rætt við formann Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, en í dag er rætt við Ernu Arnardóttir, framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Ný hugsun algjörlega nauðsynleg CCP hefur höfuðstöðvar sínar í Reykjavík en rekur stúdíó í Shanghai í Kína og í London. Erna Arnardóttir er framkvæmdastjóri mannauðssviðs CCP og hefur löngum starfað sem mannauðstjóri í þekkingariðnaðinum og á alþjóða vettvangi. Erna er ein þeirra sem flytur erindi á Mannauðsdeginum næstkomandi föstudag. Í því erindi mun hún beina sjónum að breyttum áherslum í ráðningum starfsfólks en þar segir hún vinnustaði þurfa að beita algjörlega nýrri hugsun. Ekki síst vegna samkeppni um gott fólk eða nýrra krafna fólks um fjarvinnu. Erna segir það staðreynd að svo margt sé að breytast í atvinnulífinu að mannauðstjórnun hafi almennt aldrei verið mikilvægari en einmitt nú. „Covid faraldurinn hefur beint sjónum að mikilvægi mannauðsstjórnunar og sennilega mun okkur ekki gefast betra tækifæri á starfsferlinum til að nýta alla þá þekking og reynslu sem við höfum til að móta vinnustaði okkar til framtíðar,“ segir Erna. Sem dæmi nefnir Erna þær breytingar sem fylgja fjarvinnunni. Í tilviki CCP hafa rannsóknir sýnt að um 60% starfsfólksins kýs til framtíðar að vinna bæði á skrifstofunni og í fjarvinnu. „Það verður áskorun til lengri tíma og við höfum takmarkaða reynsluþekkingu á því hvaða slíkt fyrirkomulag þýðir til lengdar,“ segir Erna. Sveigjanleikinn sem fjarvinna felur í sér er þó ekki alltaf mögulegur og fer alveg eftir því í hverju starfið felst. „Starfsfólk sem ber ábyrgð á börnum og sjúklingum mun til dæmis ekki eiga margra kosta völ og mér sýnist að þessi hefðbundnu kvennastörf muni hafa minnstan sveigjanleika. Það er kaldhæðið í sjálfu sér því þessar stéttir hafa reynst mikilvægastar í faraldrinum, en njóta sennilega lítils ávinnings í sveigjanleikanum,“ segir Erna. Að sögn Ernu er staðan þó þannig að ekki allir starfað í fjarvinnu þótt verkefnin bjóði upp á það. Það verður mannauðsfólk sem mun þurfa að taka ákvarðanir um það hverjir geta unnið fjarvinnu og það verður ekki alltaf skemmtilegt. Við vitum að fjarvinna getur aukið gæði, einbeitingu og afköst en hún getur líka dregið úr því sama. Þá verða góð ráð dýr.“ Þá segir Erna dæmisögu frá vinnuveitanda í Bretlandi sem hreinlega fer heim til umsækjenda og gerir úttekt á aðstæðum þeirra. „Ég hitti fyrir nokkrum árum breskan mann sem rekur leikjafyrirtæki í Bretlandi þar sem allir starfsmenn vinna í fjarvinnu. Þegar hann ræður nýtt fólk til starfa eru þrjú atriði sem reynslan hefur kennt honum að séu nauðsynleg: Internettenging verður að vera stöðug og í lagi, húsnæði starfsmann þarf að vera þannig að hann geti lokað að sér þegar hann er að vinna, en ekki síst þegar hann er búin að vinna, maki eða sambýlingar starfsmanns verða að vera sáttir við heimavinnuna og helst starfa utan heimilis sjálfir. Það sem meira er hann fer heim til umsækjendanna til að testa internetið, líta á heimilisaðstæður og ræða við maka eða sambýlinga umsækjanda,“ segir Erna sem spáir því að mögulega þurfi mannauðsfólk að gera eitthvað svipað hér í framtíðinni. Nýjar og alls konar áskoranir Erna segist sannfærð um að í atvinnulífinu séu afar spennandi tímar framundan. En breytingar eru hraðar sem aldrei fyrr og því þurfi að vera undirbúnir undir þær breytingar og þeim áskorunum sem breytingunum fylgja. Hér eru níu atriði nefnd sérstaklega, sem Erna telur líklegt að atvinnulífið standi frammi fyrir á komandi misserum. 1. Fyrirtækjamenning: Það að tilheyra Erna segir erfiðara að stýra og móta fyrirtækjamenningu þegar samskipti hafa færst yfir á netið og starfsfólk er jafnvel dreift yfir lönd og álfur. „Vinnustaðurinn og þar með talin kaffistofan og matsalurinn, eru eftir allt félagslegt fyrirbæri þar sem skipst er á þekkingu og upplýsingum og fyrirtækjamenning verður til. Þessu þarf að mæta með aðgerðum til að fólki finnist það tilheyra, hafi tilgang, fái að vita hvenær það stendur sig vel og hvenær ekki, sé upplýst og ekki mismunað vegna þess hvar það vinnur. Þá þarf líka að aðlaga stefnur, ferla og reglur í samræmi við það,“ segir Erna. 2. Samkeppni um vinnuafl eykst, en vinnuaflsmarkaðurinn stækkar Erna telur að samkeppni um vinnuafl muni aukast og að þeir vinnustaðir sem ekki geta boðið upp á sveigjanlegt vinnumódel muni missa fólk og eiga erfiðara með nýráðningar. Erna vísar sem dæmi í nýlega rannsókn McKinsey sem sýnir að um 30% starfsfólks sem verða neyddir til að koma úr fjarvinnu og gert að mæta aftur á vinnustaðinn, muni leita eftir nýju starfi. Þá þýði þetta einnig að vinnustaðir geti ráðið til sín fólk sem þó vinnur eða býr annars staðar. Til dæmis geta fyrirtæki farið að ráða erlenda sérfræðinga í fjarvinnu í meira mæli en áður. „Helsta áskorunin þar er sú staðreynd að laga og skattaumhverfi þjóða tekur ekki miða af þessum breytta veruleika enn sem komið er. Tími mannauðsfólks mun fara í að skoða vinnumarkaðslöggjöf og skattaumhverfi mismunandi þjóða, eða finna lausnir sem býður upp á að ráða verktaka í stað starfsfólks á launaskrá. Flækjustigið mun aukast og tímabundnir verktakar verða oftar ráðnir. Fyrirtæki gætu jafnvel þurft að endurhugsa launa- og fríðindakerfi sín út frá því hvar í heiminum starfsmenn vinna eða búa,“ segir Erna. 3. Upplýsingamiðlun á stera Þá segir Erna að þörf starfsfólks fyrir upplýsingar og góða upplýsingamiðlun muni aukast. „Ein formleg miðlunarleið mun ekki duga, heldur þarf að setja alla upplýsingamiðlun á „stera“ og nýta allar mögulegar leiðir til að miðla framtíðarsýn, stefnu, strategíu, fanga áfangasigrum eða bara miðla einföldum en mikilvægum upplýsingum,“ segir Erna og bætir við: „Við vitum að ef fólki finnst það ekki fá upplýsingar finnur það til óöryggis og kvíða og er líklegra til að brenna út í starfi. Þetta verður áskorun fyrir fyrirtæki sem gera þetta illa í dag, en líka fyrir þau sem hafa til þessa staðið sig vel í upplýsingamiðlun.“ 4. Andleg veikindi ekki tabú lengur Erna segir að eitt af því góða sem Covid faraldurinn hefur komið til leiðar er að fólk er opnara með andleg heilsufarsvandamál sín en áður. Þetta þýðir að kvíði, depurð, stress eða kulnun eru oftar og meira að koma inn á borð mannauðsfólks. Í þessu segir Erna að vinnustaðir muni sjá sér hag í því að bjóða stuðning því annars eru líkur á að frammistaða versni, starfsánægja minnki og samskipti við vinnufélaga verði erfiðari. „Það er því ávinningur fyrir fyrirtæki að bjóða upp á hjálp við andlegum vandamálum og það kemur í hlut mannauðsfólks að finna lausnir sem hjálpa,“ segir Erna en bendir á að mannauðsfólk þurfi þó að skilja að vinnustaðir eru ekki meðferðaraðilar og því þurfi mannauðsfólk fyrst og fremst að leitast við að koma fólki í réttar hendur. 5. Kynslóða- og kynjabil á vinnumarkaði gæti aukist Erna hefur vissar áhyggjur af því að vinnustaðir geti orðið einsleitari en áður. Sem aftur skilar sér í minni þekkingarmiðlun á milli reyndra og óreyndra starfsmanna. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að í niðurstöðum áðurnefndrar McKinsey rannsóknar má sjá vísbendingar um að starfsmenn með ung börn séu líklegastir til að vilja vinna heima og einungis 8% sjá fyrir sér að vinna á vinnustaðnum. Starfsfólk sem ekki er með börn undir 18 ára eru hins vegar að mælast þrisvar sinnum líklegri til að velja vinnu sem er á vinnustaðnum. Þá muni aðlögun starfsmanna og starfsþjálfun taka lengri tíma. Einsleitari vinnustaðir geti einnig leitt til þess að launamunur kynja aukist á ný. „Hér þarf mannauðsfólk að vera á tánum og finna lausnir sem virka. Þetta getur leitt til þess að kynjabil á vinnumarkaði aukist og þá líka launabilið milli kynjanna því ýmislegt bendir til þess að konur velji frekar að vinna heima en karlar.“ 6. Hvað er vinnustaður? Erna telur skilning fólks á því hvað er vinnustaður vera að breytast. Þess vegna verði þróunin sú að sumir vinnustaðir verði eingöngu samvinnusvæði þar sem teymi hittast til að vinna hugmyndavinnu, eða sameiginleg teymisverkefni. Þá spáir Erna því að sumir vinnustaðir munu nýta sér tækifærið og innleiða skrifstofuhótel, þar sem enginn á fastan vinnustað og fólk verður að bóka sér sæti fyrirfram. Aðrir munu kjósa að vinna frá skrifstofuklösum þar sem þeir eru í boði, enn aðrir munu vinna við eldhúsborðið heima hjá sér eða koma sér upp heimaskrifstofu. „Mannauðsfólk verður nú sem aldrei fyrr að skapandi og lausnamiðað og prófa ýmisar útgáfur af sveigjanleika en vera jafnframt tilbúin að mistakast og læra af reynslunni og leggja til breytingar þar til einhverju jafnværi á milli væntinga og efnda er náð milli starfsmanna og fyrirtækja,“ segir Erna. 7. Frammistöðustjórnun breytist Erna segir mannauðsfólk þurfa að endurskilgreina frammistöðuviðmið og kerfi þar sem afrakstur vinnunnar, upplýsingalæsi, samstarfshæfni, færnin til að læra hratt og aðlagast breytingum, verður meðal nýrra frammistöðuviðmiða. 8. Ráðningar verða öðruvísi: Alltaf verður spurt um fjarvinnu Erna segir ráðningar almennt verða öðruvísi í framtíðinni og eitt af því sem alltaf verði spurt um verði fjarvinna. Þetta þýðir miklar breytingar fyrir vinnustaði og mun Erna fjalla nánar um þessar áskoranir í erindi sínu á föstudag. 9. Samtalið er mikilvægt Breyttir tímar kalla líka á breytta stjórnun. Sem dæmi segir Erna að það sé staðreynd að þeir starfsmenn sem eru í góðum og opnum samskiptum við stjórnendur, séu líklegri til að vera ánægðir í vinnunni, leggja meira á sig og mæla með fyrirtækinu sem góðum vinnustað. Nú þegar rafræn samskipti eru orðin svo algeng, þarf að huga vel að því að stjórnendur eigi bæði í formlegum og óformlegum samræðum við starfsfólk. „Mannauðsfólk þarf að skilja þetta og þjálfa stjórnendur í því að gera þetta vel og reglulega,“ segir Erna. Góðu ráðin Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Starfsframi Tengdar fréttir Heimsfaraldur aukið eftirspurn eftir mannauðsfólki Formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, telur heimsfaraldur hafa aukið eftirspurn eftir mannauðsfólki og tölur frá Alfreð ráðningaþjónustu benda til þess að auglýsingum mannauðsstarfa hafi fjölgað verulega síðastliðin ár. 6. október 2021 06:58 Bjuggu til leiðtoganám á Bifröst fyrir verslunarstjóra Samkaupa Með aukinni sjálfvirknivæðingu og síbreytilegu umhverfi vinnustaða hefur þjálfun starfsfólks og menntun á vegum vinnustaða aukist. Samkaup og Háskólinn á Bifröst hafa nú mótað saman sérstakt leiðtoganám fyrir verslunarstjóra Samkaupa en námið er vottað 12ECT eininga háskólanám og því geta nemendur nýtt sér einingarnar síðar fyrir frekari háskólanám. 29. september 2021 07:01 Fullyrða að leiðtogaþjálfunin hafi bjargað fyrirtækinu frá gjaldþroti Íslenskir stjórnendur eru of oft uppteknir við að slökkva elda og Ísland er töluvert á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að leiðtogaþjálfun. Að mati Ingvars Jónssonar hjá Profectus má þó færa margvísleg rök fyrir því að leiðtogaþjálfun stjórnenda geti skipt sköpum á tímum sem þessum. 30. september 2021 07:01 Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Til dæmis að meta hverjir geta unnið í fjarvinnu eða hvort vinnuveitendur þurfi að mæta heim til fólks og skoða aðstæður? Ný tækifæri skapast þó um leið og þar má nefna sem dæmi tækifæri vinnustaða til að stofna skrifstofuhótel, ráða sérfræðinga erlendis frá og fleira. Í tilefni Mannauðsdagsins sem haldinn verður hátíðlegur föstudagsins 8.október, fjallar Atvinnulífið um strauma og stefnur í mannauðsmálum. Í gær var rætt við formann Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, en í dag er rætt við Ernu Arnardóttir, framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Ný hugsun algjörlega nauðsynleg CCP hefur höfuðstöðvar sínar í Reykjavík en rekur stúdíó í Shanghai í Kína og í London. Erna Arnardóttir er framkvæmdastjóri mannauðssviðs CCP og hefur löngum starfað sem mannauðstjóri í þekkingariðnaðinum og á alþjóða vettvangi. Erna er ein þeirra sem flytur erindi á Mannauðsdeginum næstkomandi föstudag. Í því erindi mun hún beina sjónum að breyttum áherslum í ráðningum starfsfólks en þar segir hún vinnustaði þurfa að beita algjörlega nýrri hugsun. Ekki síst vegna samkeppni um gott fólk eða nýrra krafna fólks um fjarvinnu. Erna segir það staðreynd að svo margt sé að breytast í atvinnulífinu að mannauðstjórnun hafi almennt aldrei verið mikilvægari en einmitt nú. „Covid faraldurinn hefur beint sjónum að mikilvægi mannauðsstjórnunar og sennilega mun okkur ekki gefast betra tækifæri á starfsferlinum til að nýta alla þá þekking og reynslu sem við höfum til að móta vinnustaði okkar til framtíðar,“ segir Erna. Sem dæmi nefnir Erna þær breytingar sem fylgja fjarvinnunni. Í tilviki CCP hafa rannsóknir sýnt að um 60% starfsfólksins kýs til framtíðar að vinna bæði á skrifstofunni og í fjarvinnu. „Það verður áskorun til lengri tíma og við höfum takmarkaða reynsluþekkingu á því hvaða slíkt fyrirkomulag þýðir til lengdar,“ segir Erna. Sveigjanleikinn sem fjarvinna felur í sér er þó ekki alltaf mögulegur og fer alveg eftir því í hverju starfið felst. „Starfsfólk sem ber ábyrgð á börnum og sjúklingum mun til dæmis ekki eiga margra kosta völ og mér sýnist að þessi hefðbundnu kvennastörf muni hafa minnstan sveigjanleika. Það er kaldhæðið í sjálfu sér því þessar stéttir hafa reynst mikilvægastar í faraldrinum, en njóta sennilega lítils ávinnings í sveigjanleikanum,“ segir Erna. Að sögn Ernu er staðan þó þannig að ekki allir starfað í fjarvinnu þótt verkefnin bjóði upp á það. Það verður mannauðsfólk sem mun þurfa að taka ákvarðanir um það hverjir geta unnið fjarvinnu og það verður ekki alltaf skemmtilegt. Við vitum að fjarvinna getur aukið gæði, einbeitingu og afköst en hún getur líka dregið úr því sama. Þá verða góð ráð dýr.“ Þá segir Erna dæmisögu frá vinnuveitanda í Bretlandi sem hreinlega fer heim til umsækjenda og gerir úttekt á aðstæðum þeirra. „Ég hitti fyrir nokkrum árum breskan mann sem rekur leikjafyrirtæki í Bretlandi þar sem allir starfsmenn vinna í fjarvinnu. Þegar hann ræður nýtt fólk til starfa eru þrjú atriði sem reynslan hefur kennt honum að séu nauðsynleg: Internettenging verður að vera stöðug og í lagi, húsnæði starfsmann þarf að vera þannig að hann geti lokað að sér þegar hann er að vinna, en ekki síst þegar hann er búin að vinna, maki eða sambýlingar starfsmanns verða að vera sáttir við heimavinnuna og helst starfa utan heimilis sjálfir. Það sem meira er hann fer heim til umsækjendanna til að testa internetið, líta á heimilisaðstæður og ræða við maka eða sambýlinga umsækjanda,“ segir Erna sem spáir því að mögulega þurfi mannauðsfólk að gera eitthvað svipað hér í framtíðinni. Nýjar og alls konar áskoranir Erna segist sannfærð um að í atvinnulífinu séu afar spennandi tímar framundan. En breytingar eru hraðar sem aldrei fyrr og því þurfi að vera undirbúnir undir þær breytingar og þeim áskorunum sem breytingunum fylgja. Hér eru níu atriði nefnd sérstaklega, sem Erna telur líklegt að atvinnulífið standi frammi fyrir á komandi misserum. 1. Fyrirtækjamenning: Það að tilheyra Erna segir erfiðara að stýra og móta fyrirtækjamenningu þegar samskipti hafa færst yfir á netið og starfsfólk er jafnvel dreift yfir lönd og álfur. „Vinnustaðurinn og þar með talin kaffistofan og matsalurinn, eru eftir allt félagslegt fyrirbæri þar sem skipst er á þekkingu og upplýsingum og fyrirtækjamenning verður til. Þessu þarf að mæta með aðgerðum til að fólki finnist það tilheyra, hafi tilgang, fái að vita hvenær það stendur sig vel og hvenær ekki, sé upplýst og ekki mismunað vegna þess hvar það vinnur. Þá þarf líka að aðlaga stefnur, ferla og reglur í samræmi við það,“ segir Erna. 2. Samkeppni um vinnuafl eykst, en vinnuaflsmarkaðurinn stækkar Erna telur að samkeppni um vinnuafl muni aukast og að þeir vinnustaðir sem ekki geta boðið upp á sveigjanlegt vinnumódel muni missa fólk og eiga erfiðara með nýráðningar. Erna vísar sem dæmi í nýlega rannsókn McKinsey sem sýnir að um 30% starfsfólks sem verða neyddir til að koma úr fjarvinnu og gert að mæta aftur á vinnustaðinn, muni leita eftir nýju starfi. Þá þýði þetta einnig að vinnustaðir geti ráðið til sín fólk sem þó vinnur eða býr annars staðar. Til dæmis geta fyrirtæki farið að ráða erlenda sérfræðinga í fjarvinnu í meira mæli en áður. „Helsta áskorunin þar er sú staðreynd að laga og skattaumhverfi þjóða tekur ekki miða af þessum breytta veruleika enn sem komið er. Tími mannauðsfólks mun fara í að skoða vinnumarkaðslöggjöf og skattaumhverfi mismunandi þjóða, eða finna lausnir sem býður upp á að ráða verktaka í stað starfsfólks á launaskrá. Flækjustigið mun aukast og tímabundnir verktakar verða oftar ráðnir. Fyrirtæki gætu jafnvel þurft að endurhugsa launa- og fríðindakerfi sín út frá því hvar í heiminum starfsmenn vinna eða búa,“ segir Erna. 3. Upplýsingamiðlun á stera Þá segir Erna að þörf starfsfólks fyrir upplýsingar og góða upplýsingamiðlun muni aukast. „Ein formleg miðlunarleið mun ekki duga, heldur þarf að setja alla upplýsingamiðlun á „stera“ og nýta allar mögulegar leiðir til að miðla framtíðarsýn, stefnu, strategíu, fanga áfangasigrum eða bara miðla einföldum en mikilvægum upplýsingum,“ segir Erna og bætir við: „Við vitum að ef fólki finnst það ekki fá upplýsingar finnur það til óöryggis og kvíða og er líklegra til að brenna út í starfi. Þetta verður áskorun fyrir fyrirtæki sem gera þetta illa í dag, en líka fyrir þau sem hafa til þessa staðið sig vel í upplýsingamiðlun.“ 4. Andleg veikindi ekki tabú lengur Erna segir að eitt af því góða sem Covid faraldurinn hefur komið til leiðar er að fólk er opnara með andleg heilsufarsvandamál sín en áður. Þetta þýðir að kvíði, depurð, stress eða kulnun eru oftar og meira að koma inn á borð mannauðsfólks. Í þessu segir Erna að vinnustaðir muni sjá sér hag í því að bjóða stuðning því annars eru líkur á að frammistaða versni, starfsánægja minnki og samskipti við vinnufélaga verði erfiðari. „Það er því ávinningur fyrir fyrirtæki að bjóða upp á hjálp við andlegum vandamálum og það kemur í hlut mannauðsfólks að finna lausnir sem hjálpa,“ segir Erna en bendir á að mannauðsfólk þurfi þó að skilja að vinnustaðir eru ekki meðferðaraðilar og því þurfi mannauðsfólk fyrst og fremst að leitast við að koma fólki í réttar hendur. 5. Kynslóða- og kynjabil á vinnumarkaði gæti aukist Erna hefur vissar áhyggjur af því að vinnustaðir geti orðið einsleitari en áður. Sem aftur skilar sér í minni þekkingarmiðlun á milli reyndra og óreyndra starfsmanna. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að í niðurstöðum áðurnefndrar McKinsey rannsóknar má sjá vísbendingar um að starfsmenn með ung börn séu líklegastir til að vilja vinna heima og einungis 8% sjá fyrir sér að vinna á vinnustaðnum. Starfsfólk sem ekki er með börn undir 18 ára eru hins vegar að mælast þrisvar sinnum líklegri til að velja vinnu sem er á vinnustaðnum. Þá muni aðlögun starfsmanna og starfsþjálfun taka lengri tíma. Einsleitari vinnustaðir geti einnig leitt til þess að launamunur kynja aukist á ný. „Hér þarf mannauðsfólk að vera á tánum og finna lausnir sem virka. Þetta getur leitt til þess að kynjabil á vinnumarkaði aukist og þá líka launabilið milli kynjanna því ýmislegt bendir til þess að konur velji frekar að vinna heima en karlar.“ 6. Hvað er vinnustaður? Erna telur skilning fólks á því hvað er vinnustaður vera að breytast. Þess vegna verði þróunin sú að sumir vinnustaðir verði eingöngu samvinnusvæði þar sem teymi hittast til að vinna hugmyndavinnu, eða sameiginleg teymisverkefni. Þá spáir Erna því að sumir vinnustaðir munu nýta sér tækifærið og innleiða skrifstofuhótel, þar sem enginn á fastan vinnustað og fólk verður að bóka sér sæti fyrirfram. Aðrir munu kjósa að vinna frá skrifstofuklösum þar sem þeir eru í boði, enn aðrir munu vinna við eldhúsborðið heima hjá sér eða koma sér upp heimaskrifstofu. „Mannauðsfólk verður nú sem aldrei fyrr að skapandi og lausnamiðað og prófa ýmisar útgáfur af sveigjanleika en vera jafnframt tilbúin að mistakast og læra af reynslunni og leggja til breytingar þar til einhverju jafnværi á milli væntinga og efnda er náð milli starfsmanna og fyrirtækja,“ segir Erna. 7. Frammistöðustjórnun breytist Erna segir mannauðsfólk þurfa að endurskilgreina frammistöðuviðmið og kerfi þar sem afrakstur vinnunnar, upplýsingalæsi, samstarfshæfni, færnin til að læra hratt og aðlagast breytingum, verður meðal nýrra frammistöðuviðmiða. 8. Ráðningar verða öðruvísi: Alltaf verður spurt um fjarvinnu Erna segir ráðningar almennt verða öðruvísi í framtíðinni og eitt af því sem alltaf verði spurt um verði fjarvinna. Þetta þýðir miklar breytingar fyrir vinnustaði og mun Erna fjalla nánar um þessar áskoranir í erindi sínu á föstudag. 9. Samtalið er mikilvægt Breyttir tímar kalla líka á breytta stjórnun. Sem dæmi segir Erna að það sé staðreynd að þeir starfsmenn sem eru í góðum og opnum samskiptum við stjórnendur, séu líklegri til að vera ánægðir í vinnunni, leggja meira á sig og mæla með fyrirtækinu sem góðum vinnustað. Nú þegar rafræn samskipti eru orðin svo algeng, þarf að huga vel að því að stjórnendur eigi bæði í formlegum og óformlegum samræðum við starfsfólk. „Mannauðsfólk þarf að skilja þetta og þjálfa stjórnendur í því að gera þetta vel og reglulega,“ segir Erna.
Góðu ráðin Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Starfsframi Tengdar fréttir Heimsfaraldur aukið eftirspurn eftir mannauðsfólki Formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, telur heimsfaraldur hafa aukið eftirspurn eftir mannauðsfólki og tölur frá Alfreð ráðningaþjónustu benda til þess að auglýsingum mannauðsstarfa hafi fjölgað verulega síðastliðin ár. 6. október 2021 06:58 Bjuggu til leiðtoganám á Bifröst fyrir verslunarstjóra Samkaupa Með aukinni sjálfvirknivæðingu og síbreytilegu umhverfi vinnustaða hefur þjálfun starfsfólks og menntun á vegum vinnustaða aukist. Samkaup og Háskólinn á Bifröst hafa nú mótað saman sérstakt leiðtoganám fyrir verslunarstjóra Samkaupa en námið er vottað 12ECT eininga háskólanám og því geta nemendur nýtt sér einingarnar síðar fyrir frekari háskólanám. 29. september 2021 07:01 Fullyrða að leiðtogaþjálfunin hafi bjargað fyrirtækinu frá gjaldþroti Íslenskir stjórnendur eru of oft uppteknir við að slökkva elda og Ísland er töluvert á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að leiðtogaþjálfun. Að mati Ingvars Jónssonar hjá Profectus má þó færa margvísleg rök fyrir því að leiðtogaþjálfun stjórnenda geti skipt sköpum á tímum sem þessum. 30. september 2021 07:01 Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Heimsfaraldur aukið eftirspurn eftir mannauðsfólki Formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, telur heimsfaraldur hafa aukið eftirspurn eftir mannauðsfólki og tölur frá Alfreð ráðningaþjónustu benda til þess að auglýsingum mannauðsstarfa hafi fjölgað verulega síðastliðin ár. 6. október 2021 06:58
Bjuggu til leiðtoganám á Bifröst fyrir verslunarstjóra Samkaupa Með aukinni sjálfvirknivæðingu og síbreytilegu umhverfi vinnustaða hefur þjálfun starfsfólks og menntun á vegum vinnustaða aukist. Samkaup og Háskólinn á Bifröst hafa nú mótað saman sérstakt leiðtoganám fyrir verslunarstjóra Samkaupa en námið er vottað 12ECT eininga háskólanám og því geta nemendur nýtt sér einingarnar síðar fyrir frekari háskólanám. 29. september 2021 07:01
Fullyrða að leiðtogaþjálfunin hafi bjargað fyrirtækinu frá gjaldþroti Íslenskir stjórnendur eru of oft uppteknir við að slökkva elda og Ísland er töluvert á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að leiðtogaþjálfun. Að mati Ingvars Jónssonar hjá Profectus má þó færa margvísleg rök fyrir því að leiðtogaþjálfun stjórnenda geti skipt sköpum á tímum sem þessum. 30. september 2021 07:01
Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01