400 Tesla bifreiðar nýskráðar í september Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. október 2021 07:01 Tesla Model Y. Tesla var með langflestar nýskráningar í september, 400 talsins og skiptust þannig að Model Y var með 284 nýskráningar og Model 3 með 116. Næsti framleiðandi var Kia með 146 nýskráningar. Þar á eftir kemur Hyundai með 142 nýskráningar samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Kia Niro var þriðja mest nýskráða undirtegundin með 52 eintök nýskráð. Hyundai i20 var í fjórða sæti með 51 eintak nýskráð. Model Y er nú orðinn níunda mest selda undirtegund ársins, með 306 eintök nýskráð. Afhendingar á bílnum hófust ekki fyrr en í ágúst, sem gerir árangurinn eftirtektarverðan. Spurning hvort Model Y takist að verða vinsælasti bíll ársins. Nýskráningar eftir tegund.Skjáskot Orkugjafar Rafmagn er lang vinsælasti orkugjafinn þegar kom að nýskráðum ökutækjum í september. Hreinir rafbílar voru 653 á móti 202 bensínbílum og 202 tengiltvinnbílum sem ganga fyrir bensíni á móti rafmagni. Hreinir dísel bílar voru svo í fjórða sæti með 163 nýskráningar. Vistvænir bílar voru því 961 á móti 365 hreinum sprengihreyfilsbílum. Vistvænir hafa því talsverða yfirburði þennan mánuðinn. Vélarlausir eru 71. Nýskráningar eftir undirtegund.Skjáskot Heildar nýskráningar Alls voru nýskráð 1397 ný ökutæki í september. Það er aukning um 294 eintök á milli mánaða eða 26,7%. Alls voru nýskráð 1443 ökutæki í september í fyrra, munurinn á milli ára er því ekki mikill, fækkun um 46 eintök á milli ára. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent
Kia Niro var þriðja mest nýskráða undirtegundin með 52 eintök nýskráð. Hyundai i20 var í fjórða sæti með 51 eintak nýskráð. Model Y er nú orðinn níunda mest selda undirtegund ársins, með 306 eintök nýskráð. Afhendingar á bílnum hófust ekki fyrr en í ágúst, sem gerir árangurinn eftirtektarverðan. Spurning hvort Model Y takist að verða vinsælasti bíll ársins. Nýskráningar eftir tegund.Skjáskot Orkugjafar Rafmagn er lang vinsælasti orkugjafinn þegar kom að nýskráðum ökutækjum í september. Hreinir rafbílar voru 653 á móti 202 bensínbílum og 202 tengiltvinnbílum sem ganga fyrir bensíni á móti rafmagni. Hreinir dísel bílar voru svo í fjórða sæti með 163 nýskráningar. Vistvænir bílar voru því 961 á móti 365 hreinum sprengihreyfilsbílum. Vistvænir hafa því talsverða yfirburði þennan mánuðinn. Vélarlausir eru 71. Nýskráningar eftir undirtegund.Skjáskot Heildar nýskráningar Alls voru nýskráð 1397 ný ökutæki í september. Það er aukning um 294 eintök á milli mánaða eða 26,7%. Alls voru nýskráð 1443 ökutæki í september í fyrra, munurinn á milli ára er því ekki mikill, fækkun um 46 eintök á milli ára.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent