Endurgera GTA III, San Andreas og Vice City í tölvuleikjaseríunni Grand Theft Auto Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. október 2021 23:46 Grand Theft Auto V, sá nýjasti í seríunni, er söluhæsti tölvuleikur allra tíma. Leikurinn hefur þar að auki skilað meiri tekjum heldur en nokkur bíómynd eða bók. Getty/Pavlo Gonchar Rockstar Games, framleiðendur tölvuleikjaseríunnar Grand Theft Auto, hyggjast endurgera (e. remaster) þrjá eldri tölvuleiki í seríunni vinsælu. Leikirnir sem um ræðir eru Grand Theft Auto III, Vice City og San Andreas sem margir lesendur kannast eflaust við. Leikirnir verða gefnir út í einum pakka en pakkinn ber heitið Grand Theft Auto: The Trilogy - The Definitive Edition. Nákvæm útgáfudagsetning liggur ekki fyrir en framleiðendurnir segja að leikirnir komi út síðar á þessu ári. Ekki er vitað hvað pakkinn muni koma til með að kosta í heild sinni eins og fram kemur í grein The Verge. In honor of the upcoming anniversary, today we are excited to announce that all three games will be coming to current generation platforms later this year in Grand Theft Auto: The Trilogy – The Definitive Edition: https://t.co/cMNwlfj3R5 pic.twitter.com/RrbCl1EWLx— Rockstar Games (@RockstarGames) October 8, 2021 Eins og áður verða leikirnir fáanlegir á PC tölvum, PlayStation, Xbox. Framleiðendurnir ætla einnig að gefa Grand Theft Auto út á leikjatölvunni Nintendo Switch en útgáfa leikjanna hefur að miklu leyti verið bundin við PlayStation og Xbox. Snemma á næsta ári stendur til að gera þríleikinn aðgengilegan fyrir snjallsíma; á iOS, stýrikerfi Apple, og Android. pic.twitter.com/AMKIJGLjrF— Rockstar Games (@RockstarGames) October 8, 2021 Einhverjir aðdáendur tölvuleikjaseríunnar eru ósáttir en rúm átta ár eru síðan nýjasta viðbótin, GTA V, var gefin út. Fólk batt þá frekar vonir við útgáfu spánnýs leiks en ekki endurútgáfu eldri tölvuleikja. Grand Theft Auto III var gefinn út árið 2001, Vice City árið 2002 og San Andreas árið 2004. Rafíþróttir Tengdar fréttir Segja langt í útgáfu GTA 6, allt of langt Útlit er fyrir að næsti leikur í Grand Theft Auto-seríunni vinsælu verði ekki gefinn út fyrr en árið 2025. Það yrði tólf árum eftir að GTA 5 var gefinn út. Þessu var haldið fram í nýlegu myndbandi á Youtube og blaðamaður Bloomberg segist hafa heyrt sambærilega hluti. 5. júlí 2021 14:36 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Leikirnir sem um ræðir eru Grand Theft Auto III, Vice City og San Andreas sem margir lesendur kannast eflaust við. Leikirnir verða gefnir út í einum pakka en pakkinn ber heitið Grand Theft Auto: The Trilogy - The Definitive Edition. Nákvæm útgáfudagsetning liggur ekki fyrir en framleiðendurnir segja að leikirnir komi út síðar á þessu ári. Ekki er vitað hvað pakkinn muni koma til með að kosta í heild sinni eins og fram kemur í grein The Verge. In honor of the upcoming anniversary, today we are excited to announce that all three games will be coming to current generation platforms later this year in Grand Theft Auto: The Trilogy – The Definitive Edition: https://t.co/cMNwlfj3R5 pic.twitter.com/RrbCl1EWLx— Rockstar Games (@RockstarGames) October 8, 2021 Eins og áður verða leikirnir fáanlegir á PC tölvum, PlayStation, Xbox. Framleiðendurnir ætla einnig að gefa Grand Theft Auto út á leikjatölvunni Nintendo Switch en útgáfa leikjanna hefur að miklu leyti verið bundin við PlayStation og Xbox. Snemma á næsta ári stendur til að gera þríleikinn aðgengilegan fyrir snjallsíma; á iOS, stýrikerfi Apple, og Android. pic.twitter.com/AMKIJGLjrF— Rockstar Games (@RockstarGames) October 8, 2021 Einhverjir aðdáendur tölvuleikjaseríunnar eru ósáttir en rúm átta ár eru síðan nýjasta viðbótin, GTA V, var gefin út. Fólk batt þá frekar vonir við útgáfu spánnýs leiks en ekki endurútgáfu eldri tölvuleikja. Grand Theft Auto III var gefinn út árið 2001, Vice City árið 2002 og San Andreas árið 2004.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Segja langt í útgáfu GTA 6, allt of langt Útlit er fyrir að næsti leikur í Grand Theft Auto-seríunni vinsælu verði ekki gefinn út fyrr en árið 2025. Það yrði tólf árum eftir að GTA 5 var gefinn út. Þessu var haldið fram í nýlegu myndbandi á Youtube og blaðamaður Bloomberg segist hafa heyrt sambærilega hluti. 5. júlí 2021 14:36 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Segja langt í útgáfu GTA 6, allt of langt Útlit er fyrir að næsti leikur í Grand Theft Auto-seríunni vinsælu verði ekki gefinn út fyrr en árið 2025. Það yrði tólf árum eftir að GTA 5 var gefinn út. Þessu var haldið fram í nýlegu myndbandi á Youtube og blaðamaður Bloomberg segist hafa heyrt sambærilega hluti. 5. júlí 2021 14:36