Hannes: „Heimir vill ekki hafa mig hjá félaginu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2021 09:28 Hannes Þór Halldórsson veit ekki hvar hann spilar á næsta tímabili. vísir/bára Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, vilji ekki hafa hann lengur hjá félaginu. Hannes gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2019 og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Eftir þetta tímabil, þar sem Valur endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar, fékk Valur Guy Smit frá Leikni. Í viðtali við síðdegisþáttinn á útvarpsstöðinni K100 segir Hannes að Heimir hafi tjáð honum að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá Val. Markvörðurinn segist ekkert hafa heyrt í neinum frá Val síðan þá. „Ég get alveg sagt hlutina eins og þeir eru og það sem ég veit. Ég veit að þjálfarinn vill ekki hafa mig hjá félaginu. Ég hef hvorki heyrt hósta né stunu frá félaginu síðan mér var tilkynnt það. Ég veit ekki hvers vegna eða hvernig menn hyggjast leysa þessa skrítnu stöðu sem er komin upp. Ég er bara steinhissa á þessu ef ég að segja alveg eins og er,“ sagði Hannes sem segist ekki hafa fengið neinar frekari skýringar frá Heimi, af hverju hann vildi ekki halda honum hjá Val. Hannes veit ekki hvernig málin verði til lykta leidd, hvort hann verði áfram hjá Val eða rói á önnur mið. „Eina sem ég veit er að þjálfarinn hyggst ekki nota mig en það er ákveðin pattstaða sem er komin upp og er skrítin og er, að því er ég best veit, ekki unnið í að leysa,“ sagði Hannes. Hann hefur ekki í hyggju að leggja hanskana á hilluna en veit þó ekki hvar hann spilar á næsta tímabili. „Ég á eitt ár eftir af samningi og hafði ekkert hugsað mér að hætta í fótbolta og sérstaklega ekki svona, þannig ég sit og bíð. Fyrsta æfing hjá Val er 10. nóvember og ég er bara að fara að mæta á hana,“ sagði Hannes. Ekki hefur verið mikið um þreifingar frá öðrum félögum. „Það hefur ekki verið mikið ef ég á að segja eins og er. Nú er ég bara að giska, fólk veit kannski ekki hver staðan er,“ sagði Hannes. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira
Hannes gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2019 og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Eftir þetta tímabil, þar sem Valur endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar, fékk Valur Guy Smit frá Leikni. Í viðtali við síðdegisþáttinn á útvarpsstöðinni K100 segir Hannes að Heimir hafi tjáð honum að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá Val. Markvörðurinn segist ekkert hafa heyrt í neinum frá Val síðan þá. „Ég get alveg sagt hlutina eins og þeir eru og það sem ég veit. Ég veit að þjálfarinn vill ekki hafa mig hjá félaginu. Ég hef hvorki heyrt hósta né stunu frá félaginu síðan mér var tilkynnt það. Ég veit ekki hvers vegna eða hvernig menn hyggjast leysa þessa skrítnu stöðu sem er komin upp. Ég er bara steinhissa á þessu ef ég að segja alveg eins og er,“ sagði Hannes sem segist ekki hafa fengið neinar frekari skýringar frá Heimi, af hverju hann vildi ekki halda honum hjá Val. Hannes veit ekki hvernig málin verði til lykta leidd, hvort hann verði áfram hjá Val eða rói á önnur mið. „Eina sem ég veit er að þjálfarinn hyggst ekki nota mig en það er ákveðin pattstaða sem er komin upp og er skrítin og er, að því er ég best veit, ekki unnið í að leysa,“ sagði Hannes. Hann hefur ekki í hyggju að leggja hanskana á hilluna en veit þó ekki hvar hann spilar á næsta tímabili. „Ég á eitt ár eftir af samningi og hafði ekkert hugsað mér að hætta í fótbolta og sérstaklega ekki svona, þannig ég sit og bíð. Fyrsta æfing hjá Val er 10. nóvember og ég er bara að fara að mæta á hana,“ sagði Hannes. Ekki hefur verið mikið um þreifingar frá öðrum félögum. „Það hefur ekki verið mikið ef ég á að segja eins og er. Nú er ég bara að giska, fólk veit kannski ekki hver staðan er,“ sagði Hannes. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira