Hannes: „Heimir vill ekki hafa mig hjá félaginu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2021 09:28 Hannes Þór Halldórsson veit ekki hvar hann spilar á næsta tímabili. vísir/bára Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, vilji ekki hafa hann lengur hjá félaginu. Hannes gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2019 og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Eftir þetta tímabil, þar sem Valur endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar, fékk Valur Guy Smit frá Leikni. Í viðtali við síðdegisþáttinn á útvarpsstöðinni K100 segir Hannes að Heimir hafi tjáð honum að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá Val. Markvörðurinn segist ekkert hafa heyrt í neinum frá Val síðan þá. „Ég get alveg sagt hlutina eins og þeir eru og það sem ég veit. Ég veit að þjálfarinn vill ekki hafa mig hjá félaginu. Ég hef hvorki heyrt hósta né stunu frá félaginu síðan mér var tilkynnt það. Ég veit ekki hvers vegna eða hvernig menn hyggjast leysa þessa skrítnu stöðu sem er komin upp. Ég er bara steinhissa á þessu ef ég að segja alveg eins og er,“ sagði Hannes sem segist ekki hafa fengið neinar frekari skýringar frá Heimi, af hverju hann vildi ekki halda honum hjá Val. Hannes veit ekki hvernig málin verði til lykta leidd, hvort hann verði áfram hjá Val eða rói á önnur mið. „Eina sem ég veit er að þjálfarinn hyggst ekki nota mig en það er ákveðin pattstaða sem er komin upp og er skrítin og er, að því er ég best veit, ekki unnið í að leysa,“ sagði Hannes. Hann hefur ekki í hyggju að leggja hanskana á hilluna en veit þó ekki hvar hann spilar á næsta tímabili. „Ég á eitt ár eftir af samningi og hafði ekkert hugsað mér að hætta í fótbolta og sérstaklega ekki svona, þannig ég sit og bíð. Fyrsta æfing hjá Val er 10. nóvember og ég er bara að fara að mæta á hana,“ sagði Hannes. Ekki hefur verið mikið um þreifingar frá öðrum félögum. „Það hefur ekki verið mikið ef ég á að segja eins og er. Nú er ég bara að giska, fólk veit kannski ekki hver staðan er,“ sagði Hannes. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Hannes gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2019 og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Eftir þetta tímabil, þar sem Valur endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar, fékk Valur Guy Smit frá Leikni. Í viðtali við síðdegisþáttinn á útvarpsstöðinni K100 segir Hannes að Heimir hafi tjáð honum að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá Val. Markvörðurinn segist ekkert hafa heyrt í neinum frá Val síðan þá. „Ég get alveg sagt hlutina eins og þeir eru og það sem ég veit. Ég veit að þjálfarinn vill ekki hafa mig hjá félaginu. Ég hef hvorki heyrt hósta né stunu frá félaginu síðan mér var tilkynnt það. Ég veit ekki hvers vegna eða hvernig menn hyggjast leysa þessa skrítnu stöðu sem er komin upp. Ég er bara steinhissa á þessu ef ég að segja alveg eins og er,“ sagði Hannes sem segist ekki hafa fengið neinar frekari skýringar frá Heimi, af hverju hann vildi ekki halda honum hjá Val. Hannes veit ekki hvernig málin verði til lykta leidd, hvort hann verði áfram hjá Val eða rói á önnur mið. „Eina sem ég veit er að þjálfarinn hyggst ekki nota mig en það er ákveðin pattstaða sem er komin upp og er skrítin og er, að því er ég best veit, ekki unnið í að leysa,“ sagði Hannes. Hann hefur ekki í hyggju að leggja hanskana á hilluna en veit þó ekki hvar hann spilar á næsta tímabili. „Ég á eitt ár eftir af samningi og hafði ekkert hugsað mér að hætta í fótbolta og sérstaklega ekki svona, þannig ég sit og bíð. Fyrsta æfing hjá Val er 10. nóvember og ég er bara að fara að mæta á hana,“ sagði Hannes. Ekki hefur verið mikið um þreifingar frá öðrum félögum. „Það hefur ekki verið mikið ef ég á að segja eins og er. Nú er ég bara að giska, fólk veit kannski ekki hver staðan er,“ sagði Hannes. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira