Afganistan efst á baugi á kjördæmisfundi Alþjóðabankans Heimsljós 14. október 2021 11:12 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Ráðherrafundurinn var haldinn í tengslum við ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók í gær þátt í fjarfundi ráðherra kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum, þar sem málefni Afganistan voru helsta umfjöllunarefnið. Ráðherrafundurinn var haldinn í tengslum við ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérstakur gestur fundarins var Hartwig Schafer, yfirmaður Suður-Asíusviðs Alþjóðabankans, sem fór yfir stöðuna varðandi verkefni bankans í Afganistan en hlé hefur verið gert á starfsemi í landinu meðan horfur eru metnar. Ísland hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að Alþjóðabankinn, sem og aðrar alþjóðastofnanir, gæti þess að sá mannúðarstuðningur sem veittur er til Afganistan komi konum og stúlkum til góða, ekki síður en körlum. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda eitt kjördæmi hjá Alþjóðabankanum og vinna sameiginlega að áherslum á ákveðnum málefnasviðum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Alþjóðabankinn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók í gær þátt í fjarfundi ráðherra kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum, þar sem málefni Afganistan voru helsta umfjöllunarefnið. Ráðherrafundurinn var haldinn í tengslum við ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérstakur gestur fundarins var Hartwig Schafer, yfirmaður Suður-Asíusviðs Alþjóðabankans, sem fór yfir stöðuna varðandi verkefni bankans í Afganistan en hlé hefur verið gert á starfsemi í landinu meðan horfur eru metnar. Ísland hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að Alþjóðabankinn, sem og aðrar alþjóðastofnanir, gæti þess að sá mannúðarstuðningur sem veittur er til Afganistan komi konum og stúlkum til góða, ekki síður en körlum. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda eitt kjördæmi hjá Alþjóðabankanum og vinna sameiginlega að áherslum á ákveðnum málefnasviðum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Alþjóðabankinn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent