Vinkonurnar vita alltaf hvað er best að segja og gera Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. október 2021 14:31 Benedikt vakti mikla athygli fyrir sinn epíska poppstíl á Músíktilraunum í ár. Aðsent Popptónlistarmaðurinn Benedikt gefur í dag út sitt annað lag, With My Girls. Söngvarinn heitir fullu nafni Benedikt Gylfason og var hann eina einstaklingsatriðið sem komst áfram á úrslitakvöld Músíktilrauna fyrr á þessu ári. „Lagið er óður til allra frábæru vinkvenna hans, er hreint og grípandi popp sem er skemmtilegt að syngja hátt með í bílnum eða dansa við,“ segir í tilkynningu um lagið. Benedikt Gylfason er 19 ára söngvari, lagahöfundur og pródúsent úr Reykjavík. Hann stundar nám við MH og er í söngnámi í Menntaskóla í Tónlist sem og námi í jazzpíanóleik. Þörfin fyrir að standa á sviði hefur alltaf verið mikil. Benedikt byrjaði ungur að semja tónlist, bæði klassíska sem og popp. Hann kom mikið fram opinberlega þegar hann var yngri. Hann hefur verið í leikhúsi, óperum, var í klassísku listdansnámi og hefur verið virkur í kórastarfi, fyrst í Drengjakór Reykjavíkur og nú í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. View this post on Instagram A post shared by Benedikt Gylfason (@benediktgylfa) Stuttskífa í vinnslu Í maí keppti Benedikt til úrslita í Músíktilraunum og var hann eina einstaklingsatriðið sem komst áfram í úrslitin. With My Girls er önnur smáskífa Benedikts. „Lagið er fjörugt, grípandi og takturinn hvetur mann til að dansa. Textinn fjallar um hvernig best sé að komast yfir ástarsorg en það er að leggja símann frá sér og hitta góðar vinkonur. Þá líður manni betur með sjálfan sig því þær vita alltaf hvað er best að segja og gera.“ Benedikt gaf út lagið Diamond í júlí síðastliðnum við góðar undirtektir. Stuttskífa með Diamond, With My Girls og tveimur öðrum lögum er væntanleg í nóvember en það verkefni er styrkt af bæði Upptökusjóði STEFs sem og Tónskáldasjóði RÚV og STEFs. Tónlist Músíktilraunir Tengdar fréttir Ólafur Kram sigraði í Músíktilraunum Hljómsveitin Ólafur Kram bar sigur úr bítum í Músíktilraunum, sem fór fram í Hörpu í gær. Tólf hljómsveitir tóku þátt í keppninni og eftir æsispennandi úrslitakvöld var niðurstaða dómnefndar og símakosninga kynnt. 30. maí 2021 14:08 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Lagið er óður til allra frábæru vinkvenna hans, er hreint og grípandi popp sem er skemmtilegt að syngja hátt með í bílnum eða dansa við,“ segir í tilkynningu um lagið. Benedikt Gylfason er 19 ára söngvari, lagahöfundur og pródúsent úr Reykjavík. Hann stundar nám við MH og er í söngnámi í Menntaskóla í Tónlist sem og námi í jazzpíanóleik. Þörfin fyrir að standa á sviði hefur alltaf verið mikil. Benedikt byrjaði ungur að semja tónlist, bæði klassíska sem og popp. Hann kom mikið fram opinberlega þegar hann var yngri. Hann hefur verið í leikhúsi, óperum, var í klassísku listdansnámi og hefur verið virkur í kórastarfi, fyrst í Drengjakór Reykjavíkur og nú í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. View this post on Instagram A post shared by Benedikt Gylfason (@benediktgylfa) Stuttskífa í vinnslu Í maí keppti Benedikt til úrslita í Músíktilraunum og var hann eina einstaklingsatriðið sem komst áfram í úrslitin. With My Girls er önnur smáskífa Benedikts. „Lagið er fjörugt, grípandi og takturinn hvetur mann til að dansa. Textinn fjallar um hvernig best sé að komast yfir ástarsorg en það er að leggja símann frá sér og hitta góðar vinkonur. Þá líður manni betur með sjálfan sig því þær vita alltaf hvað er best að segja og gera.“ Benedikt gaf út lagið Diamond í júlí síðastliðnum við góðar undirtektir. Stuttskífa með Diamond, With My Girls og tveimur öðrum lögum er væntanleg í nóvember en það verkefni er styrkt af bæði Upptökusjóði STEFs sem og Tónskáldasjóði RÚV og STEFs.
Tónlist Músíktilraunir Tengdar fréttir Ólafur Kram sigraði í Músíktilraunum Hljómsveitin Ólafur Kram bar sigur úr bítum í Músíktilraunum, sem fór fram í Hörpu í gær. Tólf hljómsveitir tóku þátt í keppninni og eftir æsispennandi úrslitakvöld var niðurstaða dómnefndar og símakosninga kynnt. 30. maí 2021 14:08 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Ólafur Kram sigraði í Músíktilraunum Hljómsveitin Ólafur Kram bar sigur úr bítum í Músíktilraunum, sem fór fram í Hörpu í gær. Tólf hljómsveitir tóku þátt í keppninni og eftir æsispennandi úrslitakvöld var niðurstaða dómnefndar og símakosninga kynnt. 30. maí 2021 14:08