Víkingar hafa ekki unnið Skagamenn í bikarnum í fimmtíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2021 10:31 Þjálfararnir Jóhannes Karl Guðjónsson hjá ÍA og Arnar Gunnlaugsson hjá Víkingum með bikarinn sem keppt verður um í dag. Vísir/Vilhelm ÍA og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvellinum i dag en ætli Víkingar sér bikarinn þá þurfa þeir að gera eitthvað sem engu Víkingsliði hefur tekist í hálfa öld. Víkingar eru Íslandsmeistarar og sigurstranglegra liðið enda björguðu Skagamenn sér frá falli í lokaumferðinni. Bæði lið hafa þó unnið marga leiki í röð, Skagamenn síðustu fimm leiki sína og Víkingar undanfarna níu leiki. Þegar kemur að innbyrðis leikjum liðanna í bikarkeppninni þá er líka önnur sigurganga í gangi. Skagamenn hafa nefnilega unnið síðustu sjö bikarleiki félaganna eða alla bikarleiki þeirra síðan 1971. Víkingar unnu síðast Skagamenn í bikarnum í undanúrslitum keppninnar 1971. Leikurinn fór fram 24. október á Melavellinum og vann Víkingur leikinn 2-0. Mörkin skoruðu fyrirliðinn Gunnar Gunnarsson og svo Páll Björgvinsson sem er þekktastur fyrir handboltaferil sinn með félaginu enda lengi burðarás í sigursælu Víkingsliði. Víkingar fóru síðan alla leið og unnu bikarinn eftir 1-0 sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum þar sem Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið. Víkingsliðið komst einnig í bikarúrslitaleikinn fjórum árum fyrr eftir að hafa unnið Skagamenn 2-1 í undanúrslitaleiknum. Frá og með árinu 1972 hafa liðin mæst sjö sinnum í bikarkeppninni og Skagamenn hafa unnið alla leikina og það með markatölunni 23-6. Skaginn vann leiki liðanna 1976, 1982, 1992, 1993, 1999, 2001 og 2007. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins milli ÍA og Víkings er sýndur beint á Stöð 2 Sport í dag. Leikurinn hefst klukkan 15.00 en útsendingin hefst með upphitun klukkan 14.15. Bikarleikir ÍA og Víkings Reykjavíkur: 2007 - ÍA vann 2-1 í sextán liða úrslitum 2001 - ÍA vann 4-1 í sextán liða úrslitum 1999 - ÍA vann 5-0 í átta liða úrslitum 1993 - ÍA vann 4-1 í átta liða úrslitum 1992 - ÍA vann 3-2 í átta liða úrslitum 1982 - ÍA vann 2-1 í undanúrslitum 1976 - ÍA vann 3-0 í sextán liða úrslitum 1971 - Víkingur vann 2-0 í undanúrslitum 1967 - Víkingur vann 2-1 í undanúrslitum Mjólkurbikarinn ÍA Víkingur Reykjavík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira
Víkingar eru Íslandsmeistarar og sigurstranglegra liðið enda björguðu Skagamenn sér frá falli í lokaumferðinni. Bæði lið hafa þó unnið marga leiki í röð, Skagamenn síðustu fimm leiki sína og Víkingar undanfarna níu leiki. Þegar kemur að innbyrðis leikjum liðanna í bikarkeppninni þá er líka önnur sigurganga í gangi. Skagamenn hafa nefnilega unnið síðustu sjö bikarleiki félaganna eða alla bikarleiki þeirra síðan 1971. Víkingar unnu síðast Skagamenn í bikarnum í undanúrslitum keppninnar 1971. Leikurinn fór fram 24. október á Melavellinum og vann Víkingur leikinn 2-0. Mörkin skoruðu fyrirliðinn Gunnar Gunnarsson og svo Páll Björgvinsson sem er þekktastur fyrir handboltaferil sinn með félaginu enda lengi burðarás í sigursælu Víkingsliði. Víkingar fóru síðan alla leið og unnu bikarinn eftir 1-0 sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum þar sem Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið. Víkingsliðið komst einnig í bikarúrslitaleikinn fjórum árum fyrr eftir að hafa unnið Skagamenn 2-1 í undanúrslitaleiknum. Frá og með árinu 1972 hafa liðin mæst sjö sinnum í bikarkeppninni og Skagamenn hafa unnið alla leikina og það með markatölunni 23-6. Skaginn vann leiki liðanna 1976, 1982, 1992, 1993, 1999, 2001 og 2007. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins milli ÍA og Víkings er sýndur beint á Stöð 2 Sport í dag. Leikurinn hefst klukkan 15.00 en útsendingin hefst með upphitun klukkan 14.15. Bikarleikir ÍA og Víkings Reykjavíkur: 2007 - ÍA vann 2-1 í sextán liða úrslitum 2001 - ÍA vann 4-1 í sextán liða úrslitum 1999 - ÍA vann 5-0 í átta liða úrslitum 1993 - ÍA vann 4-1 í átta liða úrslitum 1992 - ÍA vann 3-2 í átta liða úrslitum 1982 - ÍA vann 2-1 í undanúrslitum 1976 - ÍA vann 3-0 í sextán liða úrslitum 1971 - Víkingur vann 2-0 í undanúrslitum 1967 - Víkingur vann 2-1 í undanúrslitum
Bikarleikir ÍA og Víkings Reykjavíkur: 2007 - ÍA vann 2-1 í sextán liða úrslitum 2001 - ÍA vann 4-1 í sextán liða úrslitum 1999 - ÍA vann 5-0 í átta liða úrslitum 1993 - ÍA vann 4-1 í átta liða úrslitum 1992 - ÍA vann 3-2 í átta liða úrslitum 1982 - ÍA vann 2-1 í undanúrslitum 1976 - ÍA vann 3-0 í sextán liða úrslitum 1971 - Víkingur vann 2-0 í undanúrslitum 1967 - Víkingur vann 2-1 í undanúrslitum
Mjólkurbikarinn ÍA Víkingur Reykjavík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira