Víkingar ekki bara tvöfaldir meistarar því þeir unnu í raun sexfalt í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 10:01 Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason með tvo bikara eftir síðasta tímabil sitt á ferlinum. Vísir/Hulda Margrét Víkingur bættu um helgina bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn sinn frá því fyrir tveimur vikum og urðu þar með fyrstu tvöföldu meistarar karlafótboltans í heilan áratug. Víkingar unnu samt ekki bara tvöfalt í sumar því í raun unnu þeir sexfalt og urðu fyrstir til þess síðan yfirburðalið Skagamanna náði því sumarið 1993. Í fyrsta sinn í 28 ár vann því sama liðið alla titlana í boði hvort sem það eru liðstitlarnir tveir eða einstaklingstitlarnir fjórir. Sumarið 1993 varð ÍA bæði Íslands- og bikarmeistari en að auki var Sigurður Jónsson kosinn besti leikmaður deildarinnar og Þórður Guðjónsson var síðan valinn sá efnilegasti. Þórður var einnig markakóngur og Skagamaðurinn Haraldur Ingólfsson var síðan stoðsendingakóngur. Þessu hafði ekkert lið náð þar til í sumar þegar Víkingarnir náðu einnig sexu. Víkingur varð fyrsta liðið frá 2011 til að vinna tvöfalt en að auki var Nikolaj Hansen kosinn besti leikmaður deildarinnar og Kristall Máni Ingason sá efnilegasti. Hansen varð síðan markakóngur deildarinnar og stoðsendingakóngurinn var Salvadorinn Pablo Punyed. Eina annað liðið á þessari öld til þess að vinna tvöfalt, KR sumarið 2011, fékk bara þrenn verðlaun. Þeir unnu báða bikarana og svo var Hannes Þór Halldórsson kosinn leikmaður ársins. ÍBV átti efnilegasta leikmanninn (Þórarinn Ingi Valdimarsson), Stjarnan átti markakóng deildarinnar (Garðar Jóhannsson) og stoðsendingakóngarnir komu úr FH (Ólafur Páll Snorrason) og Keflavík (Guðmundur Steinarsson). Frá því að farið var að verðlauna leikmann ársins og efnilegasta leikmann ársins 1984 hafa aðeins lið ÍA 1993 og lið Víkings 2021 unnuð tvennuna og þau verðlaun líka. Alls hafa sjö lið unnið tvennuna frá 1984. Hér fyrir neðan eru einu liðið sem hafa náð að vinna fimmu eða sex í efstu deild karla síðan formlega var farið að taka saman stoðsendingar í deildinni. Sexfalt hjá Víkingum sumarið 2021 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Nikolaj Hansen) Efnilegasti leikmaðurinn (Kristall Máni Ingason) Markakóngur (Nikolaj Hansen) Stoðsendingakóngur (Pablo Punyed) - Sexfalt hjá Skagmönnum sumarið 1993 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Sigurður Jónsson) Efnilegasti leikmaðurinn (Þórður Guðjónsson) Markakóngur (Þórður Guðjónsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) - Fimmfalt hjá Skagmönnum sumarið 1992 Íslandsmeistarar EKKI Bikarmeistarar (Valur vann) Leikmaður ársins (Lúkas Kostic) Efnilegasti leikmaðurinn (Arnar Gunnlaugsson) Markakóngur (Arnar Gunnlaugsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Víkingar unnu samt ekki bara tvöfalt í sumar því í raun unnu þeir sexfalt og urðu fyrstir til þess síðan yfirburðalið Skagamanna náði því sumarið 1993. Í fyrsta sinn í 28 ár vann því sama liðið alla titlana í boði hvort sem það eru liðstitlarnir tveir eða einstaklingstitlarnir fjórir. Sumarið 1993 varð ÍA bæði Íslands- og bikarmeistari en að auki var Sigurður Jónsson kosinn besti leikmaður deildarinnar og Þórður Guðjónsson var síðan valinn sá efnilegasti. Þórður var einnig markakóngur og Skagamaðurinn Haraldur Ingólfsson var síðan stoðsendingakóngur. Þessu hafði ekkert lið náð þar til í sumar þegar Víkingarnir náðu einnig sexu. Víkingur varð fyrsta liðið frá 2011 til að vinna tvöfalt en að auki var Nikolaj Hansen kosinn besti leikmaður deildarinnar og Kristall Máni Ingason sá efnilegasti. Hansen varð síðan markakóngur deildarinnar og stoðsendingakóngurinn var Salvadorinn Pablo Punyed. Eina annað liðið á þessari öld til þess að vinna tvöfalt, KR sumarið 2011, fékk bara þrenn verðlaun. Þeir unnu báða bikarana og svo var Hannes Þór Halldórsson kosinn leikmaður ársins. ÍBV átti efnilegasta leikmanninn (Þórarinn Ingi Valdimarsson), Stjarnan átti markakóng deildarinnar (Garðar Jóhannsson) og stoðsendingakóngarnir komu úr FH (Ólafur Páll Snorrason) og Keflavík (Guðmundur Steinarsson). Frá því að farið var að verðlauna leikmann ársins og efnilegasta leikmann ársins 1984 hafa aðeins lið ÍA 1993 og lið Víkings 2021 unnuð tvennuna og þau verðlaun líka. Alls hafa sjö lið unnið tvennuna frá 1984. Hér fyrir neðan eru einu liðið sem hafa náð að vinna fimmu eða sex í efstu deild karla síðan formlega var farið að taka saman stoðsendingar í deildinni. Sexfalt hjá Víkingum sumarið 2021 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Nikolaj Hansen) Efnilegasti leikmaðurinn (Kristall Máni Ingason) Markakóngur (Nikolaj Hansen) Stoðsendingakóngur (Pablo Punyed) - Sexfalt hjá Skagmönnum sumarið 1993 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Sigurður Jónsson) Efnilegasti leikmaðurinn (Þórður Guðjónsson) Markakóngur (Þórður Guðjónsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) - Fimmfalt hjá Skagmönnum sumarið 1992 Íslandsmeistarar EKKI Bikarmeistarar (Valur vann) Leikmaður ársins (Lúkas Kostic) Efnilegasti leikmaðurinn (Arnar Gunnlaugsson) Markakóngur (Arnar Gunnlaugsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson)
Sexfalt hjá Víkingum sumarið 2021 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Nikolaj Hansen) Efnilegasti leikmaðurinn (Kristall Máni Ingason) Markakóngur (Nikolaj Hansen) Stoðsendingakóngur (Pablo Punyed) - Sexfalt hjá Skagmönnum sumarið 1993 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Sigurður Jónsson) Efnilegasti leikmaðurinn (Þórður Guðjónsson) Markakóngur (Þórður Guðjónsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) - Fimmfalt hjá Skagmönnum sumarið 1992 Íslandsmeistarar EKKI Bikarmeistarar (Valur vann) Leikmaður ársins (Lúkas Kostic) Efnilegasti leikmaðurinn (Arnar Gunnlaugsson) Markakóngur (Arnar Gunnlaugsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson)
Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira