Sveitin, sem samanstendur af Hrafnsunnu Ross söngvara, Kristján A. Reiners Friðrikssyni gítarleikara, Hallmari Gauta Halldórssyni bassaleikara og Øgmundi Kárasyni trommuleikara, hefur verið áberandi í grasrótarsenunni síðustu ár. Í vor lenti sveitin svo í þriðja sæti Músíktilrauna.
Lagið verður hluti af splitti sveitarinnar með fornfrægu mulningssveitinni Forgarði helvítis sem stefnt er á að komi út á næsta ári. Hljóðritun, hljóðblöndun og hljóðjöfnun var í höndum Ægis Sindra altmúligtónlistarmanns og leikstýrði Heimir Snær Sveinsson myndbandinu.
Hugmyndin af því hafi kviknað út frá kápu EP-plötu Grafnás, Útför heiguls, sem kom út árið 2019. Þar sést manneskja liggjandi í opinni líkkistu, bundin með hettu yfir höfðinu. „Sú hugmynd kom upp að láta myndbandið gerast í útför í kirkju, sem reynist síðan vera aftaka nafnlauss manns,“ segir Heimir. „Við vildum ná einhverri b-mynda, költ hrollvekju stemningu með leiknu atriðunum og tengja það við drungann í laginu.“