Snorri Steinn: Flestir þættir sem tikkuðu í dag Ester Ósk Árnadóttir skrifar 24. október 2021 20:25 Snorri Steinn hvetur sína menn til dáða. Óskar Bjarni, aðstoðarþjálfari, hans vinstri hönd. vísir/hulda margrét „Við vorum frábærir strax frá byrjun. Björgvin var geggjaður í markinu og við gengum eiginlega bara á lagið. Við vissum að KA menn yrðu brothættir í dag þar sem þeir eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð þannig það var sterkt að byrja þetta svona vel. Menn héldu bara áfram og lögðu klárlega grunninn að þessu í fyrri hálfleik. Við hefum meira segja geta verið meira yfir í hálfleik,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson þjálfari Vals eftir níu marka sigur á KA mönnum í KA heimilinu í dag. „Vörn og markvarsla er klárlega það sem skóp þetta í dag, hraðaupphlaupin sömuleiðis frábær. Þegar þú vinnur svona sannfærandi sigur þá eru yfirleitt flestir þættir sem tikka. Við drógum tennurnar úr KA mönnum, þeir fundu sig ekki alveg en ég tek ekkert af mínum strákum. Þeir voru geggjaðir í kvöld.“ Valsmenn voru að vinna með 8 mörkum í hálfleik, 8-16 en héldu áfram að keyra á KA menn í seinni hálfleik. „Ég var mjög ánægður með það. Við töluðum um þetta í hálfleik. Það er hættuleg staða að vera með svona mörg mörk á þá. Sömuleiðis voru við að byrja seinni hálfleikinn tveimur mönnum færri en við byrjuðum bara strax af sama krafti og ég gat rúllað vel á liðinu sem var mjög gott.“ Björgvin Páll Gústafson var frábær í marki Valsmanna í dag, með 53% markvörslu þegar hann var tekinn út af þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. „Það var eðlilega ekki út af frammistöðunni en mér fannst við bara vera með leikinn í höndunum. Sakai Motoki hefur fengið að spila lítið þannig það var gott að geta gefið honum mínútur. Á meðan Bjöggi er að verja svona vel er erfitt að koma Motoki að. Hann hefur alveg skilning fyrir því. Ég held að Bjöggi sé ekkert í fýlu þótt ég hafi tekið hann út af.“ Valsmenn eru afar sannfærandi og hafa unnið fyrstu fimm leiki deildarinnar og virka óstöðvandi. „Það getur vel verið en ég er búinn að segja það mörgum sinnum áður að við erum kannski aðeins framar öðrum liðum bara út af prógramminu sem við áttum í byrjun móts. Við getum ekkert horft mikið í það þótt við séum búnir að sigra þessa fimm leiki. Við erum góðir eins og er en það er líka kúnst að halda því og geta verið gott lið. Við þurfum að sýna gæði og auðmýkt hvað það varðar en við þurfum bara að halda áfram. Vinna í okkar málum og reyna að vera betri, finna hluti sem við getum lagað. Það gerist ekkert í október það vita það allir.“ Það voru margir leikmenn sem fengu að spila í Valsliðinu í dag, mikill breidd og gæði í hópnum. „Ég er að rúlla vel á liðinu. Við erum með tvo utan hóps, góðir leikmenn sem eru að glíma við meiðsli. Það er frábært fyrir mig sem þjálfara og kannski bara hausverkur að það sé breidd í liðinu en það er geggjað að menn séu bara að grípa tækifærið og finna taktinn saman. Það held ég að eigi ekki að vera slæmur hlutur.“ Valsmenn eiga útileik á móti Stjörnunni í næstu umferð. Stjarnan hefur sömuleiðis verið á siglingu í deildinni og höfðu unnið 4 leiki af 4 mögulegum þegar síðustu umferð leik. Því um toppslag að ræða. „Það verður bara spennandi. Stjarnan er búið að vera gott á tímabilinu og ná í frábær úrslit. Við vorum að ströggla með þá í fyrra þannig að við kíkjum bara á það í rútunni á leiðinni heim og svo bara mætum við brattir á fimmtudaginn.“ KA Valur Olís-deild karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
„Vörn og markvarsla er klárlega það sem skóp þetta í dag, hraðaupphlaupin sömuleiðis frábær. Þegar þú vinnur svona sannfærandi sigur þá eru yfirleitt flestir þættir sem tikka. Við drógum tennurnar úr KA mönnum, þeir fundu sig ekki alveg en ég tek ekkert af mínum strákum. Þeir voru geggjaðir í kvöld.“ Valsmenn voru að vinna með 8 mörkum í hálfleik, 8-16 en héldu áfram að keyra á KA menn í seinni hálfleik. „Ég var mjög ánægður með það. Við töluðum um þetta í hálfleik. Það er hættuleg staða að vera með svona mörg mörk á þá. Sömuleiðis voru við að byrja seinni hálfleikinn tveimur mönnum færri en við byrjuðum bara strax af sama krafti og ég gat rúllað vel á liðinu sem var mjög gott.“ Björgvin Páll Gústafson var frábær í marki Valsmanna í dag, með 53% markvörslu þegar hann var tekinn út af þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. „Það var eðlilega ekki út af frammistöðunni en mér fannst við bara vera með leikinn í höndunum. Sakai Motoki hefur fengið að spila lítið þannig það var gott að geta gefið honum mínútur. Á meðan Bjöggi er að verja svona vel er erfitt að koma Motoki að. Hann hefur alveg skilning fyrir því. Ég held að Bjöggi sé ekkert í fýlu þótt ég hafi tekið hann út af.“ Valsmenn eru afar sannfærandi og hafa unnið fyrstu fimm leiki deildarinnar og virka óstöðvandi. „Það getur vel verið en ég er búinn að segja það mörgum sinnum áður að við erum kannski aðeins framar öðrum liðum bara út af prógramminu sem við áttum í byrjun móts. Við getum ekkert horft mikið í það þótt við séum búnir að sigra þessa fimm leiki. Við erum góðir eins og er en það er líka kúnst að halda því og geta verið gott lið. Við þurfum að sýna gæði og auðmýkt hvað það varðar en við þurfum bara að halda áfram. Vinna í okkar málum og reyna að vera betri, finna hluti sem við getum lagað. Það gerist ekkert í október það vita það allir.“ Það voru margir leikmenn sem fengu að spila í Valsliðinu í dag, mikill breidd og gæði í hópnum. „Ég er að rúlla vel á liðinu. Við erum með tvo utan hóps, góðir leikmenn sem eru að glíma við meiðsli. Það er frábært fyrir mig sem þjálfara og kannski bara hausverkur að það sé breidd í liðinu en það er geggjað að menn séu bara að grípa tækifærið og finna taktinn saman. Það held ég að eigi ekki að vera slæmur hlutur.“ Valsmenn eiga útileik á móti Stjörnunni í næstu umferð. Stjarnan hefur sömuleiðis verið á siglingu í deildinni og höfðu unnið 4 leiki af 4 mögulegum þegar síðustu umferð leik. Því um toppslag að ræða. „Það verður bara spennandi. Stjarnan er búið að vera gott á tímabilinu og ná í frábær úrslit. Við vorum að ströggla með þá í fyrra þannig að við kíkjum bara á það í rútunni á leiðinni heim og svo bara mætum við brattir á fimmtudaginn.“
KA Valur Olís-deild karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira