Ætlar að sýna mönnum hver það er sem ræður Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. október 2021 11:29 Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör heldur sína fyrstu stórtónleika með hljómsveit á laugardagskvöldið. Í viðtali við Vísi ræðir hann um föðurhlutverkið, faraldurinn, tónlistina og ástina sína, Söru Linneth Castañeda. Aðsend „Ég fékk smá kaldan svita og fór að hugsa hvað ég væri að gera,“ segir rapparinn knái úr Kópavogi sem kennir sig við hnetusmjör. Hann er að vísa í tilfinninguna sem hann upplifði þegar hann gaf út ævisögu sína, 24 ára gamall. Hamraborgin og hamagangurinn „Það er svo gott að vera hér, finnst þér þetta ekki flott?“ Hann bendir stoltur út um gluggann á kaffihúsi í Kópavogi, réttara sagt í Hamraborginni. Hvað er þetta með rappara, Kópavog og Hamraborgina? Það er margt að gerast hjá Árna Páli Árnasyni þessa dagana, hamagangurinn er byrjaður eins og hann orðar það. Ný plata, annað barn á leiðinni og svo eru það stórtónleikar í Háskólabíó næstu helgi. Spjallið byrjar á ævisögunni. Ég er ánægður með viðtökurnar sem bókin hefur fengið. Fólk hefur komið til mín, fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í því að verða edrú og segir mér að bókin hafi verið svona fyrsta kveikjan af því. Það er geðveikt sko! Hingað til - heitir bókin sem um ræðir. Ævisaga Árna Páls Árnasonar sem rituð af Sóla Hólm. Saga þessa unga manns sem situr fyrir framan mig. Hann er yfirvegaður og þessi djúpa rödd er einkennandi. Þreyttur á því að svara spurningum um neysluna Hann er hlýrri en ég átti von á, þessi Herra Hnetusmjör. Vinalegri er kannski rétta orðið. Hann hefur lifað hratt og upplifað meira en margur. Árni segir það hafa verið stórt skref að opna sig svona eins og í bókinni. Ákveðin berskjöldun. Hann hafi auðvitað hugsað um það á tímabili hvað hann væri að gera með þessu. Svo er það er reyndar næs að vera búinn að gefa út þessa bók, því að núna get ég bent á fólki á að lesa bara bókina. Ég var orðinn svolítið þreyttur á því að segja frá þessu.. „Já, nú varst þú í neyslu..?“ og þessu öllu. „Þessi spurning sko! Fólk hefur mikla þörf að spyrja mig um þetta tímabil. Neysluna. Stundum um hluti sem skipta kannski ekki máli. En núna svara ég þessu bara með því að segja fólki að lesa bara bókina.“ Árni hlær. Hann er með djúpan smitandi hlátur. Hann er snjall. Ég hika aðeins því nú get ég alls ekki spurt um þetta tímabil, neysluna og allt það. Ætlaði að byrja á því. Ég les bara bókina. „Við erum þetta eina prósent“ Ég ætla samt að fá að spyrja þig um eitt tengt þessu tímabili. Þú kynnist kærustunni þinni í meðferð, ekki satt? Hann játar og horfir og svo á mig spyrjandi. Ég fer í flækju en held svo áfram. Reyni að raða orðum varkárlega saman. Er ekki yfirleitt sagt að fólk eigi að forðast það að byrja sambandi á þessum stað, í meðferð? „Jú, það er rétt. Þetta eru mjög strangar reglur. Ekki mælt með því.“ Þögn. Mig langar að tala aftur um útsýnið úr Hamraborginni til að koma mér út úr þessu en byrja svo klaufalega að reyna að bera upp næstu spurningu. Hann kemur mér til bjargar og lokar þessum kafla ansi hratt en samt á einlægan hátt. Ég tek eftir því að röddin hans breytist aðeins þegar hann talar um kærustu sína. Verður mýkri, hann talar hægar. Sko, við vorum heppin. Við erum þetta eina prósent. Fæðingarorlofið sem ílengdist Eftir þriggja ára ástarsamband eignuðust þau Árni Páll og kærasta hans Sara Linneth sitt fyrsta barn, Björgvin. Sonurinn kom í heiminn í febrúar 2020, þann merka mánuð. „Þarna breytist allt lífið sko!“ segir Árni og brosir stoltur. Brosið breytist fljótt í glott og hann heldur áfram. Maður er bara orðinn aukaleikari núna, sem er bara gaman. Það er stór breyting á lífi flestra að verða foreldri en það var ýmislegt annað sem breyttist í lífinu í febrúar 2020, svo mikið er víst. „Þetta var alveg „skerí“ sko. Maður var búinn að heyra af þessari veiru og allt það.“ Árni segist hafa verið búinn að ákveða að taka sér fæðingarorlof í febrúar og spila ekkert þann mánuðinn. Orlofið fór svo úr því að verða mánuður í þetta ár faraldurs, takmarkanna og samkomubanna. „Þetta bjargaðist samt alltaf einhvern veginn fyrir horn.“ Hann gerir hlé á máli sínu og sækir sér beyglu með áleggi. Hann horfir niður hugsi áður en hann tekur aftur til máls. Lítur upp og hnyklar brýrnar. „Finnst þér ekki skrítið að maður borgi tvö þúsund og fimm hundruð kall fyrir beyglu og svo þarf maður að smyrja hana sjálfur? En já, allavega..“ Árni segir þau Söru vera bestu vini og fjölskyldulífið gangi mjög vel. Viðhorfsbreyting og þakklæti Við höldum áfram að tala aðeins um faraldurinn, drekkum kaffi á meðan hann smyr þessa rándýru beyglu sína. Hann segir faraldurinn eðlilega hafa haft mikil áhrif, bæði á hann sem listamann og svo almennt viðhorf hans til starfs síns. Vinnu sem hann segist elska. Ég var orðinn svolítið langþreyttur að gigga á þessum tíma, fyrir Covid. Ég var farinn að taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Svona: „Ohh ég er að fara að spila“ Ég var eins og frekur krakki. „Þó að þetta hafi verið draumastarfið mitt og ég get ekki ímyndað mér neitt skemmtilegra að vinna við. En ef þú gerir þetta svona oft þá verður allt svo venjulegt einhvern veginn. Þetta var orðið vel þreytt og ég var hættur stundum að nenna að spila, þó að ég hafi auðvitað alltaf gert það. Núna er ég bara þakklátur!“ Þó svo að hann taki ekki svo djúpt í árinni að segja faraldurinn hafa verið af hinu góða, hvað þetta varðar, segir hann samt margt í lífinu hafa breyst til hins betra. „Þetta olli hugarfarsbreytingu hjá mér sem ég veit ekki hvernig hefði annars komið.“ Opnaði skemmtistað viku fyrir fyrsta smitið Skemmtistaðurinn 203 er staðsettur í miðbæ Reykjavíkur og segir Árni að nú sé loksins allt komið aftur á fullt og reksturinn gangi vel. Febrúar 2020 er fyrir margt minnisstæður í lífi Árna en fyrir utan það taka á móti frumburði sínum þá opnaði hann, ásamt fjárfestum, skemmtistaðinn 203 á Austurstræti. Tímasetningin var vægast sagt óheppileg. „Viku eftir að við opnuðum greindist fyrsta smitið á Íslandi. Svo að það fór eins og það fór. Við náðum samt að klóra í bakkann þó svo að við höfðum farið í smá lægð.“ Við opnuðum aftur núna í lok febrúar og við fengum eiginlega svona opnun númer tvö og það er bara brjálað að gera. Við erum komin með góða fastakúnna og búin að móta betur stefnu staðarins. En hvernig ætli það sé að reka skemmtistað, vínveitingastað og vera sjálfur hættur í þessu lífi. Hættur að drekka og djamma. Er það erfitt? „Ég pæli ekkert í því. Áfengi er alveg selt út í búðum þó svo að ég geti ekki drukkið áfengi mér og öðrum að skaðlausu. Ég er skemmtikraftur og ég er fenginn til að keyra partíið í gang og barsöluna í botn, svo að af hverju ekki bara að hagnast á þessu.“ Úr áfengissölu í tóbakssölu. Árni opnaði einnig tóbaksbúðina Vörina á árinu og þegar hann er spurður af hverju tóbaksbúð stendur ekki á svörum. Hann talar hraðar þegar hann talar um rappið og vinnuna. „Ég gríp öll tækifæri. Ég er sjálfur búinn að vera að taka í vörina lengi og fékk þetta tækifæri að opna verslun með góðum félögum og ég stökk bara á það. Ég er svo mikið beint áfram, ég pæli ekkert of mikið, þannig séð. Hvað á að rappa um edrú? Við skiptum aðeins um gír og byrjum að tala um tónlistina og nýju plötuna, Flottur strákur 2. Platan er hans önnur plata eftir að hann varð faðir. Finnst þér þú þróast í einhverja nýja átt í tónlistinni eftir að þú varst pabbi? Breyttar áherslur? Hann svarar ekki strax. Er hugsi. „Ég á eiginlega eftir að finna út úr því, þessi nýja plata var svona „concept“ plata, svona geðveikt mikið rapp 2015 stemmning. En mér fannst ég eiginlega finna fyrir meiri breytingu eftir að ég varð edrú. Hvað á ég að tala um? Ég rappaði svo mikið um djammið.“ Hann segist hafa hugsað þá hvort að ferillinn væri búinn. Sú var aldeilis ekki raunin og mætti segja að ferilinn hafi blómstrað sem aldrei fyrr eftir að hann var edrú. Ég náði miklu meiri árangri þarna, þegar ég varð edrú. Svo ég fann að það er í raun sama hvað breytist í mínu lífi, ég mun alltaf ná að gera eitthvað úr því, gott lag Fjölskyldulífið og rapparalífið. Hvernig gengur að tvinna þetta núna þegar allt er komið á fullt aftur? „Það gengur mjög vel. Ég vinn aðeins öðruvísi en kollegar mínir. Ég mæti kannski bara í stúdíóið ellefu og búinn klukkan fimm. Ég er með skýrari ramma utan um þetta núna. Búinn að minnka stúdíótímann og er meira heima á daginn.“ Árni segir það ganga mjög vel að tvinna saman fjölskyldulífið og rapparalífið. Núna sé allt í fastari skorðum og meira skipulag en áður. Flottur strákur Fyrir viðtalið ákvað ég að renna lauslega yfir plötur Herra Hnetusmjörs, vera með nótunum. Spyrja hnitmiðaðra spurninga. Fyrsta platan kom út árið 2015 og titill hennar er Flottur Skrákur. Sú nýjasta, sem kom út núna í lok ágúst, Flottur Skrákur 2. Ætli það sé tenging þarna, afhverju Flottur Skrákur 2? Ætli þessi titill tengist kannski því að hann sé nú orðinn faðir? Annað barn á leiðinni, annar strákur. Um leið og ég ber upp spurninguna, hugsa ég með mér að þetta sé alls ekki svo vitlaus kenning. Eiginlega bara frekar góð. Tengist titillinn á nýjustu plötunni eitthvað því að þú er nú orðinn faðir? Hann horfir á mig eins og hann sé enn að bíða eftir því að ég klári spurninguna. Ég meina, nú heitir fyrsta platan þín, Góður drengur og svo þessi nýjasta Góður drengur 2, hver er pælingin á bak við þetta? Hann brosir. Ekki hæðnislega beint, en eins og hann sé að reyna að halda í sér hlátrinum. „Já, akkúrat!" Hann fær sér sopa. Fyrsta platan hét reyndar Flottur Skrákur, ekki Góður drengur. Hláturinn brýst út. Hulunni er nú formlega svift af vanþekkingu blaðamanns á hinni íslensku rappsenu. „En nei, titillinn tengist ekki föðurhlutverkinu. Þetta er meira svona afmælistitill. Platan átti að koma út árið 2020 og þá voru fimm ár síðan Flottur skrákur kom út, fyrsta platan mín.“ Ahh, auðvitað. Björgvin verður tveggja ára í febrúar 2021 en þá er ennig von á litlum bróðum. Rappið og poppið Platan Erfingi krúnunnar sem kom út í nóvember 2020 og segir Árni plötuna hafa verið sína poppuðustu hingað til. Hann hafi langað að fara aðeins til baka í rappið á nýju plötunni. Ég var búinn að vera svolítið mikið poppaður. Ertu sem sagt að segja skilið við poppið og fara til baka í rappið? „Ég ákvað allavega að taka eina plötu. Bara til að sýna mönnum hver það er sem ræður. Hver er bestur,“ segir hann og hlær. Hann kann þó vel við sig í poppinu. „Ég finn mig líka þar. Mér finnst mjög skemmtilegt að gera popptónlist, gera laglínur og syngja.“ Sumir segja að rappsenan almennt á Íslandi sé kannski svolítið poppuð. Hvað finnst þér um það? Sko, það eru einhverjir sem segja að rappið sé dautt á Íslandi. Sem er bara stórfurðulegt að segja. Ef að rappið er dautt, hvað er þá lifandi? Þetta er bara kjaftæði. Rappið er sprelllifandi. Um helgina heldur Herra Hnetusmjör sína fyrstu tónleika með hljómsveit. Tónleikarnir verða í Háskólabíó en hægt að er nálgast miða á Tix.is. Daniel Thor/Daniel Thor Fyrstu tónleikar Herra Hnetusmjörs með hljómsveit Tónleikarnir sem verða í Háskólabíó á laugardaginn verða stórtónleikar að sögn Árna. Þeir fyrstu sem hann heldur með hljómsveit. „Þetta eru sko sitjandi tónleikar! Ég er mjög spenntur en markmiðið er auðvitað að láta fólk standa upp.“ Ég persónulega nenni ekki á tónleika nema að þeir séu sitjandi. Ég vil bara sitja og njóta tónlistarinnar og svo standa upp þegar partýið er skiluru? Það verða tveir tónleikar þennan dag. Fjölskyldutónleikar klukkan fimm og svo það sem hann kallar „Power show“ tónleikar um kvöldið. „Þetta eru sko ekki útgáfutónleikar fyrir nýjustu plötuna. Flottur skrákur 2.“ Hann horfir á mig með stríðnisglampa og heldur áfram. „Eða Góður drengur 2, ef þú vilt kalla hana það.“ Miðaldra tilfinningin hellist yfir mig. Hann heldur áfram. „Þetta eru meira svona Best-off tónleikar. Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Friðrik Dór, HÚGÓ, Floni, Huginn og Joe Frazier. Að verða pabbi Sjálfur var Árni sautján ára þegar hann gaf út sitt fyrsta lag og segist hann hafa fengið mikið stuðning og pepp frá eldri röppurum. Núna upplifir hann það að strákar leiti til sín með ráð. „Ég var aðeins meira í því að mentora þá áður en ég varð pabbi. Núna er ég minna í því. Núna er ég aðallega í að mentora barnið mitt,“ segir hann og hlær. Blessað barnalánið. Við ræðum um allt sem breytist eftir að maður verður foreldri. Skipulagið, málamiðlanirnar, forgangsröðunina. Var þetta ólíkt því sem þú sást fyrir þér? Að verða pabbi? „Ég var að búast við einhverju, var búinn að ímynda mér eitthvað sem þetta svo er en…“ Hann hikar, brosir og röddin verður aftur mildari. „En ég var kannski ekki að átta mig á þessu, hvað þetta er mikið skiluru?“ Hann réttir út hendurnar til að leggja áherslu á hversu mikið og útskýrir um leið að hann meini ekki bara mikil vinna heldur mikið, miklar tilfinningar. Mikið stolt. Fyrsta mánuðinn eftir að hann fæddist þá fannst mér þetta svo rosalega auðvelt. Skyldi ekkert hvað fólk var að segja. Svo auðvitað líða mánuðirnir og bara úbbs! Þetta er nú kannski ekki alveg jafn auðvelt. En núna er hann byrjaður á leikskóla og það var mikil breyting. Hlakkar til að ala upp tvo bræður Við tölum meira um foreldrastoltið. Bara það að sækja hann á leikskólann og heyra hann kalla: „Pabbi, pabbi!“ Þetta er svo magnað. Líka þegar hann vekur mann á morgnanna, skælbrosandi. Það er svo geðveikt. Annar drengur er væntanlegur í fjölskylduna í Kópavogi og segist Árni vera mjög spenntur. Þá verða þau vísitölufjölskylda. Hann hlakki til að verða faðir tveggja drengja. Ala upp tvo bræður sem eru nálægt í aldri. „Þetta verður stórhættulegt. Þetta verða Castaneda bræðurnir úr Kópavogi,“ segir Árni og hlær. En án gríns þá er ég mjög peppaður, að ala þá upp og skamma þá fyrir að lemja hvorn annan. Sýna þeim hvernig heimurinn rúlar. Verður tveggja barna faðir 25 ára gamall Við tölum um sambandið og mikilvægi þess að vinna allt vel saman, málamiðlanirnar. Það breytist aftur tónninn í honum þegar hann talar um kærustuna sína. Talar hægar, passar meira hvað hann segir. Brosir. Við erum bara bestu vinir. Hún er svo geggjuð. Við erum gott teymi. Árni segist óhræddur að stökkva á ný tækifæri. Hér er hann í tóbaksbúðinni sinni Vörinni sem hann opnaði fyrr á árinu. Í gegnum lífið í sjöunda gír Árni segist lifa hratt og því hafi það ekki komið honum á óvart að hann hafi eignast barn frekar ungur og verði svo tveggja barna faðir 25 ára. „Ég er búinn að keyra í gegnum lífið í sjöunda gír. Í raun ótrúlegt að við höfum ekki orðið foreldrar fyrr.“ Hann útskýrir. Ég byrjaði að nota hugbreytandi efni fimmtán ára gamall. Mættur í meðferð tvítugur. Varð edrú, stofnað fyrirtæki, kaupi íbúð, opna skemmtistað og svo verslun. Nú er ég svo að verða tveggja barna faðir, 25 ára. Það er svolítið áhugavert að tala við þennan karakter. Listamann sem kennir sig við brauðálegg. Honum tekst það bæði á einhvern virðulegan og svalan hátt. Herra Hnetusmjör. Grjótharður rappari, sem dásamar dýrð efnishyggjunnar í rímum sínum með temmilegri blöndu af hroka, húmor og þessari ofurtrú á sjálfið. Egóið. Hann er bestur og allt það. Hann nær einhvern veginn að halda þessari ímynd sinni og vera á sama tíma einlægur fjölskyldufaðir í Kópavogi sem leyfir sér að kvarta yfir ofurprís á kaffihúsabeyglum. Hann kemst upp með þetta. Flottur strákur, hugsa ég þegar ég kveð hann. Góður drengur. Tónlist Menning Ástin og lífið Tengdar fréttir Veldið stækkar og barn númer tvö á leiðinni Lífið og lánið virðist leika við rapparann Herra Hnetusmjör þessa dagana, sem og blessað barnalánið. Sara Linneth Castañeda kærasta Árna Páls tilkynnti í dag að von væri á þeirra öðru barni. 15. júlí 2021 14:02 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hamraborgin og hamagangurinn „Það er svo gott að vera hér, finnst þér þetta ekki flott?“ Hann bendir stoltur út um gluggann á kaffihúsi í Kópavogi, réttara sagt í Hamraborginni. Hvað er þetta með rappara, Kópavog og Hamraborgina? Það er margt að gerast hjá Árna Páli Árnasyni þessa dagana, hamagangurinn er byrjaður eins og hann orðar það. Ný plata, annað barn á leiðinni og svo eru það stórtónleikar í Háskólabíó næstu helgi. Spjallið byrjar á ævisögunni. Ég er ánægður með viðtökurnar sem bókin hefur fengið. Fólk hefur komið til mín, fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í því að verða edrú og segir mér að bókin hafi verið svona fyrsta kveikjan af því. Það er geðveikt sko! Hingað til - heitir bókin sem um ræðir. Ævisaga Árna Páls Árnasonar sem rituð af Sóla Hólm. Saga þessa unga manns sem situr fyrir framan mig. Hann er yfirvegaður og þessi djúpa rödd er einkennandi. Þreyttur á því að svara spurningum um neysluna Hann er hlýrri en ég átti von á, þessi Herra Hnetusmjör. Vinalegri er kannski rétta orðið. Hann hefur lifað hratt og upplifað meira en margur. Árni segir það hafa verið stórt skref að opna sig svona eins og í bókinni. Ákveðin berskjöldun. Hann hafi auðvitað hugsað um það á tímabili hvað hann væri að gera með þessu. Svo er það er reyndar næs að vera búinn að gefa út þessa bók, því að núna get ég bent á fólki á að lesa bara bókina. Ég var orðinn svolítið þreyttur á því að segja frá þessu.. „Já, nú varst þú í neyslu..?“ og þessu öllu. „Þessi spurning sko! Fólk hefur mikla þörf að spyrja mig um þetta tímabil. Neysluna. Stundum um hluti sem skipta kannski ekki máli. En núna svara ég þessu bara með því að segja fólki að lesa bara bókina.“ Árni hlær. Hann er með djúpan smitandi hlátur. Hann er snjall. Ég hika aðeins því nú get ég alls ekki spurt um þetta tímabil, neysluna og allt það. Ætlaði að byrja á því. Ég les bara bókina. „Við erum þetta eina prósent“ Ég ætla samt að fá að spyrja þig um eitt tengt þessu tímabili. Þú kynnist kærustunni þinni í meðferð, ekki satt? Hann játar og horfir og svo á mig spyrjandi. Ég fer í flækju en held svo áfram. Reyni að raða orðum varkárlega saman. Er ekki yfirleitt sagt að fólk eigi að forðast það að byrja sambandi á þessum stað, í meðferð? „Jú, það er rétt. Þetta eru mjög strangar reglur. Ekki mælt með því.“ Þögn. Mig langar að tala aftur um útsýnið úr Hamraborginni til að koma mér út úr þessu en byrja svo klaufalega að reyna að bera upp næstu spurningu. Hann kemur mér til bjargar og lokar þessum kafla ansi hratt en samt á einlægan hátt. Ég tek eftir því að röddin hans breytist aðeins þegar hann talar um kærustu sína. Verður mýkri, hann talar hægar. Sko, við vorum heppin. Við erum þetta eina prósent. Fæðingarorlofið sem ílengdist Eftir þriggja ára ástarsamband eignuðust þau Árni Páll og kærasta hans Sara Linneth sitt fyrsta barn, Björgvin. Sonurinn kom í heiminn í febrúar 2020, þann merka mánuð. „Þarna breytist allt lífið sko!“ segir Árni og brosir stoltur. Brosið breytist fljótt í glott og hann heldur áfram. Maður er bara orðinn aukaleikari núna, sem er bara gaman. Það er stór breyting á lífi flestra að verða foreldri en það var ýmislegt annað sem breyttist í lífinu í febrúar 2020, svo mikið er víst. „Þetta var alveg „skerí“ sko. Maður var búinn að heyra af þessari veiru og allt það.“ Árni segist hafa verið búinn að ákveða að taka sér fæðingarorlof í febrúar og spila ekkert þann mánuðinn. Orlofið fór svo úr því að verða mánuður í þetta ár faraldurs, takmarkanna og samkomubanna. „Þetta bjargaðist samt alltaf einhvern veginn fyrir horn.“ Hann gerir hlé á máli sínu og sækir sér beyglu með áleggi. Hann horfir niður hugsi áður en hann tekur aftur til máls. Lítur upp og hnyklar brýrnar. „Finnst þér ekki skrítið að maður borgi tvö þúsund og fimm hundruð kall fyrir beyglu og svo þarf maður að smyrja hana sjálfur? En já, allavega..“ Árni segir þau Söru vera bestu vini og fjölskyldulífið gangi mjög vel. Viðhorfsbreyting og þakklæti Við höldum áfram að tala aðeins um faraldurinn, drekkum kaffi á meðan hann smyr þessa rándýru beyglu sína. Hann segir faraldurinn eðlilega hafa haft mikil áhrif, bæði á hann sem listamann og svo almennt viðhorf hans til starfs síns. Vinnu sem hann segist elska. Ég var orðinn svolítið langþreyttur að gigga á þessum tíma, fyrir Covid. Ég var farinn að taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Svona: „Ohh ég er að fara að spila“ Ég var eins og frekur krakki. „Þó að þetta hafi verið draumastarfið mitt og ég get ekki ímyndað mér neitt skemmtilegra að vinna við. En ef þú gerir þetta svona oft þá verður allt svo venjulegt einhvern veginn. Þetta var orðið vel þreytt og ég var hættur stundum að nenna að spila, þó að ég hafi auðvitað alltaf gert það. Núna er ég bara þakklátur!“ Þó svo að hann taki ekki svo djúpt í árinni að segja faraldurinn hafa verið af hinu góða, hvað þetta varðar, segir hann samt margt í lífinu hafa breyst til hins betra. „Þetta olli hugarfarsbreytingu hjá mér sem ég veit ekki hvernig hefði annars komið.“ Opnaði skemmtistað viku fyrir fyrsta smitið Skemmtistaðurinn 203 er staðsettur í miðbæ Reykjavíkur og segir Árni að nú sé loksins allt komið aftur á fullt og reksturinn gangi vel. Febrúar 2020 er fyrir margt minnisstæður í lífi Árna en fyrir utan það taka á móti frumburði sínum þá opnaði hann, ásamt fjárfestum, skemmtistaðinn 203 á Austurstræti. Tímasetningin var vægast sagt óheppileg. „Viku eftir að við opnuðum greindist fyrsta smitið á Íslandi. Svo að það fór eins og það fór. Við náðum samt að klóra í bakkann þó svo að við höfðum farið í smá lægð.“ Við opnuðum aftur núna í lok febrúar og við fengum eiginlega svona opnun númer tvö og það er bara brjálað að gera. Við erum komin með góða fastakúnna og búin að móta betur stefnu staðarins. En hvernig ætli það sé að reka skemmtistað, vínveitingastað og vera sjálfur hættur í þessu lífi. Hættur að drekka og djamma. Er það erfitt? „Ég pæli ekkert í því. Áfengi er alveg selt út í búðum þó svo að ég geti ekki drukkið áfengi mér og öðrum að skaðlausu. Ég er skemmtikraftur og ég er fenginn til að keyra partíið í gang og barsöluna í botn, svo að af hverju ekki bara að hagnast á þessu.“ Úr áfengissölu í tóbakssölu. Árni opnaði einnig tóbaksbúðina Vörina á árinu og þegar hann er spurður af hverju tóbaksbúð stendur ekki á svörum. Hann talar hraðar þegar hann talar um rappið og vinnuna. „Ég gríp öll tækifæri. Ég er sjálfur búinn að vera að taka í vörina lengi og fékk þetta tækifæri að opna verslun með góðum félögum og ég stökk bara á það. Ég er svo mikið beint áfram, ég pæli ekkert of mikið, þannig séð. Hvað á að rappa um edrú? Við skiptum aðeins um gír og byrjum að tala um tónlistina og nýju plötuna, Flottur strákur 2. Platan er hans önnur plata eftir að hann varð faðir. Finnst þér þú þróast í einhverja nýja átt í tónlistinni eftir að þú varst pabbi? Breyttar áherslur? Hann svarar ekki strax. Er hugsi. „Ég á eiginlega eftir að finna út úr því, þessi nýja plata var svona „concept“ plata, svona geðveikt mikið rapp 2015 stemmning. En mér fannst ég eiginlega finna fyrir meiri breytingu eftir að ég varð edrú. Hvað á ég að tala um? Ég rappaði svo mikið um djammið.“ Hann segist hafa hugsað þá hvort að ferillinn væri búinn. Sú var aldeilis ekki raunin og mætti segja að ferilinn hafi blómstrað sem aldrei fyrr eftir að hann var edrú. Ég náði miklu meiri árangri þarna, þegar ég varð edrú. Svo ég fann að það er í raun sama hvað breytist í mínu lífi, ég mun alltaf ná að gera eitthvað úr því, gott lag Fjölskyldulífið og rapparalífið. Hvernig gengur að tvinna þetta núna þegar allt er komið á fullt aftur? „Það gengur mjög vel. Ég vinn aðeins öðruvísi en kollegar mínir. Ég mæti kannski bara í stúdíóið ellefu og búinn klukkan fimm. Ég er með skýrari ramma utan um þetta núna. Búinn að minnka stúdíótímann og er meira heima á daginn.“ Árni segir það ganga mjög vel að tvinna saman fjölskyldulífið og rapparalífið. Núna sé allt í fastari skorðum og meira skipulag en áður. Flottur strákur Fyrir viðtalið ákvað ég að renna lauslega yfir plötur Herra Hnetusmjörs, vera með nótunum. Spyrja hnitmiðaðra spurninga. Fyrsta platan kom út árið 2015 og titill hennar er Flottur Skrákur. Sú nýjasta, sem kom út núna í lok ágúst, Flottur Skrákur 2. Ætli það sé tenging þarna, afhverju Flottur Skrákur 2? Ætli þessi titill tengist kannski því að hann sé nú orðinn faðir? Annað barn á leiðinni, annar strákur. Um leið og ég ber upp spurninguna, hugsa ég með mér að þetta sé alls ekki svo vitlaus kenning. Eiginlega bara frekar góð. Tengist titillinn á nýjustu plötunni eitthvað því að þú er nú orðinn faðir? Hann horfir á mig eins og hann sé enn að bíða eftir því að ég klári spurninguna. Ég meina, nú heitir fyrsta platan þín, Góður drengur og svo þessi nýjasta Góður drengur 2, hver er pælingin á bak við þetta? Hann brosir. Ekki hæðnislega beint, en eins og hann sé að reyna að halda í sér hlátrinum. „Já, akkúrat!" Hann fær sér sopa. Fyrsta platan hét reyndar Flottur Skrákur, ekki Góður drengur. Hláturinn brýst út. Hulunni er nú formlega svift af vanþekkingu blaðamanns á hinni íslensku rappsenu. „En nei, titillinn tengist ekki föðurhlutverkinu. Þetta er meira svona afmælistitill. Platan átti að koma út árið 2020 og þá voru fimm ár síðan Flottur skrákur kom út, fyrsta platan mín.“ Ahh, auðvitað. Björgvin verður tveggja ára í febrúar 2021 en þá er ennig von á litlum bróðum. Rappið og poppið Platan Erfingi krúnunnar sem kom út í nóvember 2020 og segir Árni plötuna hafa verið sína poppuðustu hingað til. Hann hafi langað að fara aðeins til baka í rappið á nýju plötunni. Ég var búinn að vera svolítið mikið poppaður. Ertu sem sagt að segja skilið við poppið og fara til baka í rappið? „Ég ákvað allavega að taka eina plötu. Bara til að sýna mönnum hver það er sem ræður. Hver er bestur,“ segir hann og hlær. Hann kann þó vel við sig í poppinu. „Ég finn mig líka þar. Mér finnst mjög skemmtilegt að gera popptónlist, gera laglínur og syngja.“ Sumir segja að rappsenan almennt á Íslandi sé kannski svolítið poppuð. Hvað finnst þér um það? Sko, það eru einhverjir sem segja að rappið sé dautt á Íslandi. Sem er bara stórfurðulegt að segja. Ef að rappið er dautt, hvað er þá lifandi? Þetta er bara kjaftæði. Rappið er sprelllifandi. Um helgina heldur Herra Hnetusmjör sína fyrstu tónleika með hljómsveit. Tónleikarnir verða í Háskólabíó en hægt að er nálgast miða á Tix.is. Daniel Thor/Daniel Thor Fyrstu tónleikar Herra Hnetusmjörs með hljómsveit Tónleikarnir sem verða í Háskólabíó á laugardaginn verða stórtónleikar að sögn Árna. Þeir fyrstu sem hann heldur með hljómsveit. „Þetta eru sko sitjandi tónleikar! Ég er mjög spenntur en markmiðið er auðvitað að láta fólk standa upp.“ Ég persónulega nenni ekki á tónleika nema að þeir séu sitjandi. Ég vil bara sitja og njóta tónlistarinnar og svo standa upp þegar partýið er skiluru? Það verða tveir tónleikar þennan dag. Fjölskyldutónleikar klukkan fimm og svo það sem hann kallar „Power show“ tónleikar um kvöldið. „Þetta eru sko ekki útgáfutónleikar fyrir nýjustu plötuna. Flottur skrákur 2.“ Hann horfir á mig með stríðnisglampa og heldur áfram. „Eða Góður drengur 2, ef þú vilt kalla hana það.“ Miðaldra tilfinningin hellist yfir mig. Hann heldur áfram. „Þetta eru meira svona Best-off tónleikar. Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Friðrik Dór, HÚGÓ, Floni, Huginn og Joe Frazier. Að verða pabbi Sjálfur var Árni sautján ára þegar hann gaf út sitt fyrsta lag og segist hann hafa fengið mikið stuðning og pepp frá eldri röppurum. Núna upplifir hann það að strákar leiti til sín með ráð. „Ég var aðeins meira í því að mentora þá áður en ég varð pabbi. Núna er ég minna í því. Núna er ég aðallega í að mentora barnið mitt,“ segir hann og hlær. Blessað barnalánið. Við ræðum um allt sem breytist eftir að maður verður foreldri. Skipulagið, málamiðlanirnar, forgangsröðunina. Var þetta ólíkt því sem þú sást fyrir þér? Að verða pabbi? „Ég var að búast við einhverju, var búinn að ímynda mér eitthvað sem þetta svo er en…“ Hann hikar, brosir og röddin verður aftur mildari. „En ég var kannski ekki að átta mig á þessu, hvað þetta er mikið skiluru?“ Hann réttir út hendurnar til að leggja áherslu á hversu mikið og útskýrir um leið að hann meini ekki bara mikil vinna heldur mikið, miklar tilfinningar. Mikið stolt. Fyrsta mánuðinn eftir að hann fæddist þá fannst mér þetta svo rosalega auðvelt. Skyldi ekkert hvað fólk var að segja. Svo auðvitað líða mánuðirnir og bara úbbs! Þetta er nú kannski ekki alveg jafn auðvelt. En núna er hann byrjaður á leikskóla og það var mikil breyting. Hlakkar til að ala upp tvo bræður Við tölum meira um foreldrastoltið. Bara það að sækja hann á leikskólann og heyra hann kalla: „Pabbi, pabbi!“ Þetta er svo magnað. Líka þegar hann vekur mann á morgnanna, skælbrosandi. Það er svo geðveikt. Annar drengur er væntanlegur í fjölskylduna í Kópavogi og segist Árni vera mjög spenntur. Þá verða þau vísitölufjölskylda. Hann hlakki til að verða faðir tveggja drengja. Ala upp tvo bræður sem eru nálægt í aldri. „Þetta verður stórhættulegt. Þetta verða Castaneda bræðurnir úr Kópavogi,“ segir Árni og hlær. En án gríns þá er ég mjög peppaður, að ala þá upp og skamma þá fyrir að lemja hvorn annan. Sýna þeim hvernig heimurinn rúlar. Verður tveggja barna faðir 25 ára gamall Við tölum um sambandið og mikilvægi þess að vinna allt vel saman, málamiðlanirnar. Það breytist aftur tónninn í honum þegar hann talar um kærustuna sína. Talar hægar, passar meira hvað hann segir. Brosir. Við erum bara bestu vinir. Hún er svo geggjuð. Við erum gott teymi. Árni segist óhræddur að stökkva á ný tækifæri. Hér er hann í tóbaksbúðinni sinni Vörinni sem hann opnaði fyrr á árinu. Í gegnum lífið í sjöunda gír Árni segist lifa hratt og því hafi það ekki komið honum á óvart að hann hafi eignast barn frekar ungur og verði svo tveggja barna faðir 25 ára. „Ég er búinn að keyra í gegnum lífið í sjöunda gír. Í raun ótrúlegt að við höfum ekki orðið foreldrar fyrr.“ Hann útskýrir. Ég byrjaði að nota hugbreytandi efni fimmtán ára gamall. Mættur í meðferð tvítugur. Varð edrú, stofnað fyrirtæki, kaupi íbúð, opna skemmtistað og svo verslun. Nú er ég svo að verða tveggja barna faðir, 25 ára. Það er svolítið áhugavert að tala við þennan karakter. Listamann sem kennir sig við brauðálegg. Honum tekst það bæði á einhvern virðulegan og svalan hátt. Herra Hnetusmjör. Grjótharður rappari, sem dásamar dýrð efnishyggjunnar í rímum sínum með temmilegri blöndu af hroka, húmor og þessari ofurtrú á sjálfið. Egóið. Hann er bestur og allt það. Hann nær einhvern veginn að halda þessari ímynd sinni og vera á sama tíma einlægur fjölskyldufaðir í Kópavogi sem leyfir sér að kvarta yfir ofurprís á kaffihúsabeyglum. Hann kemst upp með þetta. Flottur strákur, hugsa ég þegar ég kveð hann. Góður drengur.
Tónlist Menning Ástin og lífið Tengdar fréttir Veldið stækkar og barn númer tvö á leiðinni Lífið og lánið virðist leika við rapparann Herra Hnetusmjör þessa dagana, sem og blessað barnalánið. Sara Linneth Castañeda kærasta Árna Páls tilkynnti í dag að von væri á þeirra öðru barni. 15. júlí 2021 14:02 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Veldið stækkar og barn númer tvö á leiðinni Lífið og lánið virðist leika við rapparann Herra Hnetusmjör þessa dagana, sem og blessað barnalánið. Sara Linneth Castañeda kærasta Árna Páls tilkynnti í dag að von væri á þeirra öðru barni. 15. júlí 2021 14:02