„Þetta verður skandinavískt landslið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2021 12:00 Sigvaldi Guðjónsson skorar framhjá verðandi samherja sínum hjá Kolstad, Torbjørn Bergerud. epa/Anne-Christine Poujoulat / POOL Sigvaldi Guðjónsson segir að erfitt hafi verið að hafna tilboði Kolstad sem er með ofurlið í smíðum. Viðræður stóðu yfir í nokkurn tíma. Sigvaldi er einn sex leikmanna sem Kolstad kynnti til leiks í gær. Hinir eru félagi hans í íslenska landsliðinu, Janus Daði Smárason, og norsku landsliðsmennirnir Sander Sagosen, Torbjørn Bergerud, Magnus Rød og Magnus Gullerud. Sigvaldi, Janus, Bergerud og Gullerud koma til Kolstad næsta sumar en Sagosen og Rød sumarið 2023. Bergerud, Gullerud, Rød og Sagosen eru í burðarhlutverkum í ógnarsterku landsliði Noregs og sá síðastnefndi er að margra mati besti leikmaður heims. Eins og sést á þessum félagaskiptum eru forráðamenn Kolstad afar stórhuga og stefna á að koma Þrándheimsliðinu í fremstu röð í Evrópu á næstu árum. Nokkrir mánuðir eru síðan Kolstad-menn settu sig í samband við Sigvalda. „Við höfðum talað lengi saman en maður vissi ekki hvort þetta myndi gerast eða ekki. Þetta var draumur hjá þeim og svo bara gerðist þetta. Það er ekki langt síðan var allt klárt en ég er bara mjög sáttur. Þetta verður mjög skemmtilegt verkefni,“ sagði Sigvaldi í samtali við Vísi í gær. Sá sæng sína upp reidda Að hans sögn eru um mánuður síðan allt var frágengið. Sigvaldi kemur til Kolstad frá pólska meistaraliðinu Kielce þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og ljóst var að hann yrði ekki áfram þegar Kielce samdi við franska hornamanninn Benoit Kounkoud. Sigvaldi hefur notið tímans hjá Kielce.getty/Foto Olimpik „Þeir náðu í hægri hornamann þannig að ég vissi alveg hvað var í gangi. Hægri hornamaðurinn hjá þeim núna er Pólverji [Arkadiusz Moryto] og þeir þurfa að hafa einhverja Pólverja í liðinu. Maður skilur það alveg og ég verð að sætta mig við það. Tvö ár hérna er flott. Ég hef verið mjög ánægður og það hefur gengið ágætlega nema ég hef verið svolítið mikið meiddur,“ sagði Sigvaldi. Stefna hátt í jafnri Meistaradeild Kielce er með yfirburðalið heima fyrir, hefur orðið pólskur meistari tíu ár í röð og bikarmeistari tólf sinnum á síðustu þrettán árum. Tímabilin verða því að stóru leyti dæmd út frá því hvernig gengur í Meistaradeild Evrópu. Og Kielce-menn ætla sér stóra hluti í henni í vetur. „Við eigum alveg mikla möguleika. Við erum með flott lið, það hefur verið svipað síðustu árin og komin einhver menning í félagið. Svo er ekkert eitt lið í Evrópu sem er miklu betra en hin í dag,“ sagði Sigvaldi og benti á að Kielce hafi átt tiltölulega fáa leikmenn á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar, miðað við önnur stór lið í Evrópu. Kielce er á toppi B-riðils Meistaradeildarinnar með tíu stig eftir sex leiki. Sigvaldi var valinn í lið þarsíðustu umferðar í Meistaradeildinni fyrir frammistöðu sína í sigri á Porto, 39-33. Hann skoraði níu mörk í leiknum. Sigvaldi segist ekki hafa rætt við önnur félög en Kolstad; viðræður hafi farið það snemma af stað og tilboð Kolstad var freistandi. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Að fá Janus með og Sagosen. Þetta verður skandinavískt landslið eftir nokkur ár. Það verður gaman að vera með í þessu frá byrjun,“ sagði Sigvaldi. Sigvaldi hefur farið með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót.vísir/andri marinó Kolstad veitir ekki af liðsstyrk en þegar þetta er skrifað situr liðið í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með aðeins sjö stig eftir níu leiki. Líkurnar á að Kolstad verði í Evrópukeppni á næsta tímabili eru sáralitlar en Sigvaldi segir að það hafi ekki fælt frá. „Alls ekki, ég hef fulla trú á því að við komumst í Evrópukeppni allavega á næsta tímabil. Þetta gæti verið eitt ár sem við erum að vinna okkur upp en svo verður þetta lið gott,“ sagði Sigvaldi. Barátta við gömlu félagana Liðið sem Kolstad þarf að fella af stallinum, til að verða meistari og komast í Meistaradeildina, þar sem Noregur á aðeins eitt sæti, er Elverum sem er einmitt gamla liðið hans Sigvalda. Hann lék með Elverum 2018-20 og varð tvöfaldur meistari með liðinu bæði tímabilin sín hjá því. Sigvaldi fagnar marki í leik með Elverum.epa/JULIEN DE ROSA „Elverum er liðið sem við þurfum að vinna. Það verða hörkuleikir. Elverum er með mjög sterkt lið og halda áfram að styrkja sig,“ sagði Sigvaldi. Íslenska landsliðið kom saman til æfinga hér á landi í gær og æfir í vikunni. Sigvaldi verður ekki með landsliðinu þar sem hann er að jafna sig á meiðslum í hæl. „Það smá vesen á hælnum sem ég þurfti að láta laga. Ég fór í sprautu og þarf að hvíla í tíu daga,“ sagði Sigvaldi að lokum. Norski handboltinn Pólski handboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Sigvaldi er einn sex leikmanna sem Kolstad kynnti til leiks í gær. Hinir eru félagi hans í íslenska landsliðinu, Janus Daði Smárason, og norsku landsliðsmennirnir Sander Sagosen, Torbjørn Bergerud, Magnus Rød og Magnus Gullerud. Sigvaldi, Janus, Bergerud og Gullerud koma til Kolstad næsta sumar en Sagosen og Rød sumarið 2023. Bergerud, Gullerud, Rød og Sagosen eru í burðarhlutverkum í ógnarsterku landsliði Noregs og sá síðastnefndi er að margra mati besti leikmaður heims. Eins og sést á þessum félagaskiptum eru forráðamenn Kolstad afar stórhuga og stefna á að koma Þrándheimsliðinu í fremstu röð í Evrópu á næstu árum. Nokkrir mánuðir eru síðan Kolstad-menn settu sig í samband við Sigvalda. „Við höfðum talað lengi saman en maður vissi ekki hvort þetta myndi gerast eða ekki. Þetta var draumur hjá þeim og svo bara gerðist þetta. Það er ekki langt síðan var allt klárt en ég er bara mjög sáttur. Þetta verður mjög skemmtilegt verkefni,“ sagði Sigvaldi í samtali við Vísi í gær. Sá sæng sína upp reidda Að hans sögn eru um mánuður síðan allt var frágengið. Sigvaldi kemur til Kolstad frá pólska meistaraliðinu Kielce þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og ljóst var að hann yrði ekki áfram þegar Kielce samdi við franska hornamanninn Benoit Kounkoud. Sigvaldi hefur notið tímans hjá Kielce.getty/Foto Olimpik „Þeir náðu í hægri hornamann þannig að ég vissi alveg hvað var í gangi. Hægri hornamaðurinn hjá þeim núna er Pólverji [Arkadiusz Moryto] og þeir þurfa að hafa einhverja Pólverja í liðinu. Maður skilur það alveg og ég verð að sætta mig við það. Tvö ár hérna er flott. Ég hef verið mjög ánægður og það hefur gengið ágætlega nema ég hef verið svolítið mikið meiddur,“ sagði Sigvaldi. Stefna hátt í jafnri Meistaradeild Kielce er með yfirburðalið heima fyrir, hefur orðið pólskur meistari tíu ár í röð og bikarmeistari tólf sinnum á síðustu þrettán árum. Tímabilin verða því að stóru leyti dæmd út frá því hvernig gengur í Meistaradeild Evrópu. Og Kielce-menn ætla sér stóra hluti í henni í vetur. „Við eigum alveg mikla möguleika. Við erum með flott lið, það hefur verið svipað síðustu árin og komin einhver menning í félagið. Svo er ekkert eitt lið í Evrópu sem er miklu betra en hin í dag,“ sagði Sigvaldi og benti á að Kielce hafi átt tiltölulega fáa leikmenn á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar, miðað við önnur stór lið í Evrópu. Kielce er á toppi B-riðils Meistaradeildarinnar með tíu stig eftir sex leiki. Sigvaldi var valinn í lið þarsíðustu umferðar í Meistaradeildinni fyrir frammistöðu sína í sigri á Porto, 39-33. Hann skoraði níu mörk í leiknum. Sigvaldi segist ekki hafa rætt við önnur félög en Kolstad; viðræður hafi farið það snemma af stað og tilboð Kolstad var freistandi. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Að fá Janus með og Sagosen. Þetta verður skandinavískt landslið eftir nokkur ár. Það verður gaman að vera með í þessu frá byrjun,“ sagði Sigvaldi. Sigvaldi hefur farið með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót.vísir/andri marinó Kolstad veitir ekki af liðsstyrk en þegar þetta er skrifað situr liðið í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með aðeins sjö stig eftir níu leiki. Líkurnar á að Kolstad verði í Evrópukeppni á næsta tímabili eru sáralitlar en Sigvaldi segir að það hafi ekki fælt frá. „Alls ekki, ég hef fulla trú á því að við komumst í Evrópukeppni allavega á næsta tímabil. Þetta gæti verið eitt ár sem við erum að vinna okkur upp en svo verður þetta lið gott,“ sagði Sigvaldi. Barátta við gömlu félagana Liðið sem Kolstad þarf að fella af stallinum, til að verða meistari og komast í Meistaradeildina, þar sem Noregur á aðeins eitt sæti, er Elverum sem er einmitt gamla liðið hans Sigvalda. Hann lék með Elverum 2018-20 og varð tvöfaldur meistari með liðinu bæði tímabilin sín hjá því. Sigvaldi fagnar marki í leik með Elverum.epa/JULIEN DE ROSA „Elverum er liðið sem við þurfum að vinna. Það verða hörkuleikir. Elverum er með mjög sterkt lið og halda áfram að styrkja sig,“ sagði Sigvaldi. Íslenska landsliðið kom saman til æfinga hér á landi í gær og æfir í vikunni. Sigvaldi verður ekki með landsliðinu þar sem hann er að jafna sig á meiðslum í hæl. „Það smá vesen á hælnum sem ég þurfti að láta laga. Ég fór í sprautu og þarf að hvíla í tíu daga,“ sagði Sigvaldi að lokum.
Norski handboltinn Pólski handboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn