Slá í gegn á Spotify Ritstjórn Albúmm.is skrifar 2. nóvember 2021 14:30 Píanóleikarinn Magnús Jóhann og bassaleikarinn Skúli Sverrisson senda frá sér plötuna, Án tillits. Breiðskífan inniheldur 10 lög eftir Magnús í flutningi tvíeykisins. Titillagið setur tóninn fyrir plötuna með samstíga stefi píanós og bassa sem leiðir hlustandann inn í draumkennda og lágstemmda veröld þeirra. Samstarf Magnúsar og Skúla hófst árið 2019 en þetta er þeirra fyrsta sameiginlega hljómplata. Báðir hafa þeir verið áberandi í íslensku tónlistarlífi. Skúli sem einn fremsti tónlistarmaður þjóðarinnar sem gefið hefur út fjölda hljómplatna auk þess að hafa starfað náið með tónlistarfólki á borð við Hildi Guðnadóttur, Jóhanni Jóhannssyni, Ryuichi Sakamoto og fleirum. Magnús Jóhann hefur getið sér gott orð sem tónlistarmaður gefið út sólóplötur, fengist við kvikmyndatónlist ásamt ýmsu öðru og starfað m.a með GDRN, Moses Hightower, Ingibjörgu Turchi, Bríeti, Birni og fleirum. Platan hefur slegið í gegn á Spotify og er t.d. Aðgengileg á stórum playlistum eins og State of jazz, Calming jazz og Jazz today svo sumt sé nefnt. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni
Breiðskífan inniheldur 10 lög eftir Magnús í flutningi tvíeykisins. Titillagið setur tóninn fyrir plötuna með samstíga stefi píanós og bassa sem leiðir hlustandann inn í draumkennda og lágstemmda veröld þeirra. Samstarf Magnúsar og Skúla hófst árið 2019 en þetta er þeirra fyrsta sameiginlega hljómplata. Báðir hafa þeir verið áberandi í íslensku tónlistarlífi. Skúli sem einn fremsti tónlistarmaður þjóðarinnar sem gefið hefur út fjölda hljómplatna auk þess að hafa starfað náið með tónlistarfólki á borð við Hildi Guðnadóttur, Jóhanni Jóhannssyni, Ryuichi Sakamoto og fleirum. Magnús Jóhann hefur getið sér gott orð sem tónlistarmaður gefið út sólóplötur, fengist við kvikmyndatónlist ásamt ýmsu öðru og starfað m.a með GDRN, Moses Hightower, Ingibjörgu Turchi, Bríeti, Birni og fleirum. Platan hefur slegið í gegn á Spotify og er t.d. Aðgengileg á stórum playlistum eins og State of jazz, Calming jazz og Jazz today svo sumt sé nefnt. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni