Fá milljónir í bætur vegna EM-fara Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2021 08:01 Agla María Albertsdóttir er ein af Blikunum í íslenska landsliðinu og ef hún bíður lengur með að fara í atvinnumennsku mun Breiðablik fá bætur vegna þátttöku hennar á EM. vísir/vilhelm Knattspyrnufélög munu í fyrsta sinn fá bætur vegna þátttöku leikmanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta vegna mótsins sem fram fer á Englandi næsta sumar. Ljóst er að þetta mun koma sér vel fyrir Breiðablik og Val, og hugsanlega fleiri íslensk félög. Samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar UEFA fá félög að lágmarki 10.000 evrur, sem í dag jafngildir um 1,5 milljón króna, fyrir hvern fulltrúa sinn á EM. Ekki skiptir máli hvort leikmaður spili á mótinu eða sé varamaður. Nóg er að hann sé í 23 manna landsliðshópi sem fer á EM. Heildarupphæðin sem UEFA útdeilir til félaga er 4,5 milljónir evra eða um 675 milljónir króna. Félög fá greiddar 500 evrur fyrir hvern dag sem þeirra leikmaður er með sínu landsliði á EM, og fyrir hvern dag undirbúnings fyrir EM (að hámarki 10 dagar fara í undirbúning). Í síðasta landsliðshópi Íslands átti Breiðablik fimm fulltrúa og Valur tvo. Færi sami hópur á EM myndi það því að lágmarki skila Breiðabliki 7,5 milljónum og Val 3 milljónum. Sif Atladóttir er á leið heim í íslenskt félag en ekki liggur fyrir hvaða félag það verður. Nýja félagið fær bætur ef að Sif fer með á EM.vísir/vilhelm Ef að Ísland kæmist svo upp úr sínum riðli, og framlengdi þannig dvöl sína á EM, myndi það skila hærri upphæð fyrir félögin (að lágmarki 1,5 milljón króna fyrir Breiðablik). Íslensk félög fengju auðvitað einnig bætur vegna erlendra leikmanna sem færu á EM. Til að mynda ef að Chloe Van de Velde yrði enn á mála hjá Breiðabliki og kæmist í landsliðshóp Belga næsta sumar. Aðeins evrópsk félög fá bætur vegna leikmanna á EM. Félögin munu fá greiðslurnar í október eða nóvember á næsta ári. Ísland spilar í D-riðli á EM og mætir þar Belgíu 10. júlí, Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí. Pepsi Max-deild kvenna EM 2021 í Englandi Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira
Samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar UEFA fá félög að lágmarki 10.000 evrur, sem í dag jafngildir um 1,5 milljón króna, fyrir hvern fulltrúa sinn á EM. Ekki skiptir máli hvort leikmaður spili á mótinu eða sé varamaður. Nóg er að hann sé í 23 manna landsliðshópi sem fer á EM. Heildarupphæðin sem UEFA útdeilir til félaga er 4,5 milljónir evra eða um 675 milljónir króna. Félög fá greiddar 500 evrur fyrir hvern dag sem þeirra leikmaður er með sínu landsliði á EM, og fyrir hvern dag undirbúnings fyrir EM (að hámarki 10 dagar fara í undirbúning). Í síðasta landsliðshópi Íslands átti Breiðablik fimm fulltrúa og Valur tvo. Færi sami hópur á EM myndi það því að lágmarki skila Breiðabliki 7,5 milljónum og Val 3 milljónum. Sif Atladóttir er á leið heim í íslenskt félag en ekki liggur fyrir hvaða félag það verður. Nýja félagið fær bætur ef að Sif fer með á EM.vísir/vilhelm Ef að Ísland kæmist svo upp úr sínum riðli, og framlengdi þannig dvöl sína á EM, myndi það skila hærri upphæð fyrir félögin (að lágmarki 1,5 milljón króna fyrir Breiðablik). Íslensk félög fengju auðvitað einnig bætur vegna erlendra leikmanna sem færu á EM. Til að mynda ef að Chloe Van de Velde yrði enn á mála hjá Breiðabliki og kæmist í landsliðshóp Belga næsta sumar. Aðeins evrópsk félög fá bætur vegna leikmanna á EM. Félögin munu fá greiðslurnar í október eða nóvember á næsta ári. Ísland spilar í D-riðli á EM og mætir þar Belgíu 10. júlí, Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí.
Pepsi Max-deild kvenna EM 2021 í Englandi Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira