Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 14:30 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, fær það krefjandi verkefni að útfæra tillögur starfshópsins ásamt stjórn og starfsmönnum sambandsins. Vísir/Hulda Margrét Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. Á fundi stjórnar KSÍ 29. ágúst var samþykkt að setja á laggirnar starfshóp „til að leiða vinnu með utanaðkomandi fagaðilum til að endurskoða öll viðbrögð við kynferðisbrotum og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar“. Fram voru lagðar fjórar tillögur og undir hverri tillögu eru lagðar fram nokkrar leiðir til að ná markmiði hverrar tillögu. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Tillaga eitt er að uppfæra siðareglur og samninga. Skýrt skal kveðið þar á um ofbeldismál. Í henni er lagt sérstök áhersla á að uppfæra siðareglur KSÍ þar sem á að koma inn sér grein um ofbeldi í siðareglurnar sem og að opna kæru- og ábendingaleiðir fyrir öll sem starfa á vettvangi. Sambandið er líka hvatt eindregið til þess að gera samning fyrir landsliðsfólk sem tekur mið af siðareglum en starfshópur á vegum ÍSÍ er að skoða gerð slíkra samninga. Tillaga tvö er að skýra leiðir og viðbrögð við ofbeldismálum innan KSÍ og hjá aðildarfélögum. Tillaga þrjú er að forysta KSÍ taki skýra afstöðu gegn ofbeldi og sýni það í verki. Tillaga fjögur er að KSÍ geri átak í og verði leiðandi á sviði jafnréttismála innan íþróttahreyfingarinnar. Í lokaorðunum kemur fram starfshópurinn hvetur KSÍ til þess að taka ábyrgðarhlutverki sínu alvarlega og um leið fagnandi. „Sambandið mun ekki eitt og sér breyta samfélaginu, en það er í einstakri stöðu til að hafa mikil og jákvæð áhrif. Skilaboð, stefnur og sýnileiki KSÍ skipta sköpum. Með því að ráðast í framkvæmd og útfærslu á ofangreindum tillögum og með því að nýta sér þekkingu sérfræðinga á sviði jafnréttis- og ofbeldismála getur KSÍ sýnt það í verki hvað sambandið stendur fyrir og að það ætlar sér að axla ábyrgð,“ segir í lokaorðunum. Það má nálgast alla skýrsluna hér. KSÍ Íslenski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda skoðar að láta landsliðsfólk skrifa undir samning Til skoðunar er að láta leikmenn landsliða Íslands í fótbolta skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að fara með karlalandsliðinu til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í næsta mánuði og ræða við leikmenn þess. 27. október 2021 12:15 Lýsir andrúmsloftinu á neyðarfundi KSÍ: „Fólk var leitt, sorgmætt og sumir grétu“ Í afar ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta er meðal annars fjallað um andrúmsloftið á neyðarfundinum þar sem stjórn KSÍ sagði af sér. 27. október 2021 11:19 The Athletic fjallar ítarlega um KSÍ-málið: „Víkingaklappið er að eilífu eyðilagt“ Fjallað er ítarlega um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í grein The Athletic sem birtist í morgun. 27. október 2021 10:51 Telur að gullkynslóðin hafi fjarlægst raunveruleikann Í ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmenn karlalandsliðsins í fótbolta er ýjað að því að gullkynslóðin svokallaða hafi misst tengslin við raunveruleikann eftir velgengni landsliðsins. 28. október 2021 08:00 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Á fundi stjórnar KSÍ 29. ágúst var samþykkt að setja á laggirnar starfshóp „til að leiða vinnu með utanaðkomandi fagaðilum til að endurskoða öll viðbrögð við kynferðisbrotum og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar“. Fram voru lagðar fjórar tillögur og undir hverri tillögu eru lagðar fram nokkrar leiðir til að ná markmiði hverrar tillögu. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Tillaga eitt er að uppfæra siðareglur og samninga. Skýrt skal kveðið þar á um ofbeldismál. Í henni er lagt sérstök áhersla á að uppfæra siðareglur KSÍ þar sem á að koma inn sér grein um ofbeldi í siðareglurnar sem og að opna kæru- og ábendingaleiðir fyrir öll sem starfa á vettvangi. Sambandið er líka hvatt eindregið til þess að gera samning fyrir landsliðsfólk sem tekur mið af siðareglum en starfshópur á vegum ÍSÍ er að skoða gerð slíkra samninga. Tillaga tvö er að skýra leiðir og viðbrögð við ofbeldismálum innan KSÍ og hjá aðildarfélögum. Tillaga þrjú er að forysta KSÍ taki skýra afstöðu gegn ofbeldi og sýni það í verki. Tillaga fjögur er að KSÍ geri átak í og verði leiðandi á sviði jafnréttismála innan íþróttahreyfingarinnar. Í lokaorðunum kemur fram starfshópurinn hvetur KSÍ til þess að taka ábyrgðarhlutverki sínu alvarlega og um leið fagnandi. „Sambandið mun ekki eitt og sér breyta samfélaginu, en það er í einstakri stöðu til að hafa mikil og jákvæð áhrif. Skilaboð, stefnur og sýnileiki KSÍ skipta sköpum. Með því að ráðast í framkvæmd og útfærslu á ofangreindum tillögum og með því að nýta sér þekkingu sérfræðinga á sviði jafnréttis- og ofbeldismála getur KSÍ sýnt það í verki hvað sambandið stendur fyrir og að það ætlar sér að axla ábyrgð,“ segir í lokaorðunum. Það má nálgast alla skýrsluna hér.
KSÍ Íslenski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda skoðar að láta landsliðsfólk skrifa undir samning Til skoðunar er að láta leikmenn landsliða Íslands í fótbolta skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að fara með karlalandsliðinu til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í næsta mánuði og ræða við leikmenn þess. 27. október 2021 12:15 Lýsir andrúmsloftinu á neyðarfundi KSÍ: „Fólk var leitt, sorgmætt og sumir grétu“ Í afar ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta er meðal annars fjallað um andrúmsloftið á neyðarfundinum þar sem stjórn KSÍ sagði af sér. 27. október 2021 11:19 The Athletic fjallar ítarlega um KSÍ-málið: „Víkingaklappið er að eilífu eyðilagt“ Fjallað er ítarlega um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í grein The Athletic sem birtist í morgun. 27. október 2021 10:51 Telur að gullkynslóðin hafi fjarlægst raunveruleikann Í ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmenn karlalandsliðsins í fótbolta er ýjað að því að gullkynslóðin svokallaða hafi misst tengslin við raunveruleikann eftir velgengni landsliðsins. 28. október 2021 08:00 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Vanda skoðar að láta landsliðsfólk skrifa undir samning Til skoðunar er að láta leikmenn landsliða Íslands í fótbolta skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að fara með karlalandsliðinu til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í næsta mánuði og ræða við leikmenn þess. 27. október 2021 12:15
Lýsir andrúmsloftinu á neyðarfundi KSÍ: „Fólk var leitt, sorgmætt og sumir grétu“ Í afar ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta er meðal annars fjallað um andrúmsloftið á neyðarfundinum þar sem stjórn KSÍ sagði af sér. 27. október 2021 11:19
The Athletic fjallar ítarlega um KSÍ-málið: „Víkingaklappið er að eilífu eyðilagt“ Fjallað er ítarlega um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í grein The Athletic sem birtist í morgun. 27. október 2021 10:51
Telur að gullkynslóðin hafi fjarlægst raunveruleikann Í ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmenn karlalandsliðsins í fótbolta er ýjað að því að gullkynslóðin svokallaða hafi misst tengslin við raunveruleikann eftir velgengni landsliðsins. 28. október 2021 08:00