Barcelona glutraði niður þriggja marka forystu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. nóvember 2021 17:30 Iago Aspas skoraði tvö mörk í endurkomunni EPA-EFE/Lavandeira jr Fyrir leikinn sat Barcelona í níunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, en Celta Vigo var í því fjórtánda. Barcelona þurfti nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda í við toppbaráttuna. Liðið byrjaði líka betur. Strax á 5. mínútu leiksins fékk ungstirnið Ansu Fati boltann upp vinstri vænginn frá Jordi Alba. Fati þakkaði pent fyrir sig, lék inn á teiginn og skoraði framhjá markverði Celta. Barcelona átti eftir að bæta við tveimur mörkum áður en hálfleiksflautið myndi heyrast. á 18. mínútu skoraði Sergio Busquets fínt mark. Boltinn barst til Busquets á miðjunni og hann fékk að rölta óáreittur að vítateig Celta. Busquets þakkaði gestrisnina með því að leggja boltann huggulega í fjærhornið. Þá var komið að Memphis Depay. Á 34. mínútu skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri frá jú, Jordi Alba. Memphis leikið stórt hlutverk í liðinu undanfarið. Staðan 0-3 þegar liðin gengu til búningsherbergja. 0 Celta3 Barça (@ANSUFATI 5' | @5sergiob 18' | @Memphis 34')#CeltaBarça pic.twitter.com/RGrHEykTvo— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 6, 2021 Það var allt annað Celta Vigo lið sem kom inn í síðari hálfleikinn. Markamaskínan Iago Aspas minnkaði muninn í 1-3 á 52. mínútu eftir mikinn klaufagang í vörn Barcelona. Það var þó Ter Stegen markvörður sem átti mesta sök í markinu. Á 74. mínútu skoraði svo Nolito eftir frábæran undirbúning frá Franco Cervi. Cervi vann þá boltann af varnarmönnum Barcelona og átti svo flotta fyrirgjöf á kollinn á Nolito sem skallaði boltann í vinstra hornið. 2-3 og farið að fara um stuðningsmenn Börsunga. Væntanlega hafa einhverjir haldið að þetta myndi samt sem áður duga hjá Barcelona en Iago Aspas sá til þess að svo væri ekki. á sjöttu mínútu uppbótartíma skoraði Aspas með góðu skoti fyrir utan teig. þannig lauk leiknum með 3-3 jafntefli og Barcelona heilum átta stigum á eftir toppliði Real Sociedad. Spænski boltinn
Fyrir leikinn sat Barcelona í níunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, en Celta Vigo var í því fjórtánda. Barcelona þurfti nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda í við toppbaráttuna. Liðið byrjaði líka betur. Strax á 5. mínútu leiksins fékk ungstirnið Ansu Fati boltann upp vinstri vænginn frá Jordi Alba. Fati þakkaði pent fyrir sig, lék inn á teiginn og skoraði framhjá markverði Celta. Barcelona átti eftir að bæta við tveimur mörkum áður en hálfleiksflautið myndi heyrast. á 18. mínútu skoraði Sergio Busquets fínt mark. Boltinn barst til Busquets á miðjunni og hann fékk að rölta óáreittur að vítateig Celta. Busquets þakkaði gestrisnina með því að leggja boltann huggulega í fjærhornið. Þá var komið að Memphis Depay. Á 34. mínútu skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri frá jú, Jordi Alba. Memphis leikið stórt hlutverk í liðinu undanfarið. Staðan 0-3 þegar liðin gengu til búningsherbergja. 0 Celta3 Barça (@ANSUFATI 5' | @5sergiob 18' | @Memphis 34')#CeltaBarça pic.twitter.com/RGrHEykTvo— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 6, 2021 Það var allt annað Celta Vigo lið sem kom inn í síðari hálfleikinn. Markamaskínan Iago Aspas minnkaði muninn í 1-3 á 52. mínútu eftir mikinn klaufagang í vörn Barcelona. Það var þó Ter Stegen markvörður sem átti mesta sök í markinu. Á 74. mínútu skoraði svo Nolito eftir frábæran undirbúning frá Franco Cervi. Cervi vann þá boltann af varnarmönnum Barcelona og átti svo flotta fyrirgjöf á kollinn á Nolito sem skallaði boltann í vinstra hornið. 2-3 og farið að fara um stuðningsmenn Börsunga. Væntanlega hafa einhverjir haldið að þetta myndi samt sem áður duga hjá Barcelona en Iago Aspas sá til þess að svo væri ekki. á sjöttu mínútu uppbótartíma skoraði Aspas með góðu skoti fyrir utan teig. þannig lauk leiknum með 3-3 jafntefli og Barcelona heilum átta stigum á eftir toppliði Real Sociedad.