Jafnræði var með liðunum til að byrja með en þegar líða fór á fyrri hálfleik náðu heimakonur yfirhöndinni. Staðan í leikhléi 16-12.
Stjörnukonur neituðu að hefast upp en HK sigldi aftur fram úr þegar líða tók á síðari hálfleik og fór að lokum svo að HK vann sex marka sigur, 34-28.
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir var markahæst hjá HK með tíu mörk og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir gerði níu mörk. Lena Margrét Valdimarsdóttir atkvæðamest gestanna með sjö mörk.