„Ætli móðirin hafi ekki séð um uppeldið“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2021 11:00 Viðar Halldórsson þakkaði Sigurði Óla Þorleifssyni fyrir leikinn með því að taka lengi og fast í höndina á honum. Skjámynd/S2 Sport Sigurður Óli Þórleifsson, aðstoðardómari í leiknum fræga á milli FH og Stjörnunnar árið 2014, sendir fyrrverandi formanni knattspyrnudeildar FH tóninn í færslu á Facebook eftir harkaleg ummæli formannsins í hans garð. Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH til margra ára, var viðmælandi Henrys Birgis Gunnarssonar í fyrsta þætti af Foringjunum á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöld. Í þættinum barst talið að 2-1 sigri Stjörnunnar gegn FH í Kaplakrika, í lokaumferð úrvalsdeildar karla í fótbolta árið 2014. Taldi Jón Rúnar það á ábyrgð dómaranna í leiknum að FH hefði þurft að horfa á eftir Íslandsmeistaratitlinum til Stjörnunnar, og sagði hann Stjörnuna raunar eiga eftir að vinna Íslandsmeistaratitil. Jón Rúnar gekk svo langt að kalla Sigurð Óla, sem gerði mistök þegar hann dæmdi ekki rangstöðu í fyrra marki Stjörnunnar, „blindan beitusala“. „Mikið er nú gaman hvað þetta fer enn illa í hann, ég geri ráð fyrir því að Atli Viðar og fleiri leikmenn FH sem að brenndu af hverju dauðafærinu á fætur öðrum séu ekki heldur heiðursborgarar, en ég á ekki mikið af beitu til núna, en nóg af beitningarvélum,“ skrifar Sigurður Óli í opinni færslu á Facebook. Hann starfar hjá Mustad Autoline í Grindavík. Jón Rúnar er faðir söngvaranna Jóns og Friðriks Dórs, og þeirra Hönnu Borgar og Maríu Mjallar, sem virðast að mati Sigurðar Óla vera föðurbetrungar: „Eins og hann á nú fín og flott börn þessi maður, en ætli móðirin hafi ekki séð um uppeldið,“ skrifar Sigurður Óli. Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Foringjarnir Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH til margra ára, var viðmælandi Henrys Birgis Gunnarssonar í fyrsta þætti af Foringjunum á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöld. Í þættinum barst talið að 2-1 sigri Stjörnunnar gegn FH í Kaplakrika, í lokaumferð úrvalsdeildar karla í fótbolta árið 2014. Taldi Jón Rúnar það á ábyrgð dómaranna í leiknum að FH hefði þurft að horfa á eftir Íslandsmeistaratitlinum til Stjörnunnar, og sagði hann Stjörnuna raunar eiga eftir að vinna Íslandsmeistaratitil. Jón Rúnar gekk svo langt að kalla Sigurð Óla, sem gerði mistök þegar hann dæmdi ekki rangstöðu í fyrra marki Stjörnunnar, „blindan beitusala“. „Mikið er nú gaman hvað þetta fer enn illa í hann, ég geri ráð fyrir því að Atli Viðar og fleiri leikmenn FH sem að brenndu af hverju dauðafærinu á fætur öðrum séu ekki heldur heiðursborgarar, en ég á ekki mikið af beitu til núna, en nóg af beitningarvélum,“ skrifar Sigurður Óli í opinni færslu á Facebook. Hann starfar hjá Mustad Autoline í Grindavík. Jón Rúnar er faðir söngvaranna Jóns og Friðriks Dórs, og þeirra Hönnu Borgar og Maríu Mjallar, sem virðast að mati Sigurðar Óla vera föðurbetrungar: „Eins og hann á nú fín og flott börn þessi maður, en ætli móðirin hafi ekki séð um uppeldið,“ skrifar Sigurður Óli. Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Foringjarnir Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira