Handboltaævintýrið á Ísafirði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2021 10:01 Kátir Harðarmenn eftir sigurinn á ÍR-ingum. hörður Ísafjörður hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir að vera einn af höfuðstöðum handboltans á Íslandi. En það gæti verið að breytast. Á toppi Grill 66 deildar karla situr Hörður frá Ísafirði með fullt hús stiga. Á laugardaginn gerðu Harðarmenn góða ferð í Austurbergið og unnu þar ÍR-inga í miklum markaleik, 36-37. Nokkrir eftirmálar urðu að leiknum en allir skildu sáttir að lokum án þess að frekar verði farið út í þá sálma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar hjá Herði á síðustu árum. Tímabilið 2019-20 enduðu Harðarmenn í neðsta sæti 2. deildar. Þeir fengu hins vegar boð um að taka sæti í Grill 66 deildinni og þáðu það. Á síðasta tímabili enduðu Harðarmenn í 8. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili en fóru í umspil um sæti í Olís-deildinni. Þar vegldu þeir Víkingum, sem enduðu í 2. sæti deildarinnar og unnu sextán af átján leikjum sínum, verulega undir uggum. Víkingur vann að lokum í oddaleik en Hörður var búinn að koma sér á handboltakortið. Ísfirðingar nýttu sér meðbyrinn og fengu til sín fjóra sterka leikmenn í sumar; spænsku skyttuna Mikel Amilibia Arrista, ungverska horna- og miðjumanninn Levente Morvai og hina japönsku Sigeru Hikawa og Kenya Kasahara. Sá síðastnefndi mætti galvaskur til leiks til Ísafjarðar eftir að hafa spilað með japanska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ólympíufarinn Kenya Kasahara.getty/Dean Mouhtaropoulos Kasahara er reyndur kappi og lykilmaður í japanska landsliðinu sem hefur sótt í sig veðrið á undanförnum árum undir stjórn Dags Sigurðssonar. Arrista lék á sínum tíma fjölda leikja fyrir yngri landslið Spánar og Morvai þótti mikið efni. Ísfirðingar voru því ekki að kaupa köttinn í sekknum fyrir tímabilið. Fyrir hjá Herði voru þrír Lettar, Roland Lebedevs, Endijs Kusners og Guntis Pilpuks, og Argentínumaðurinn Tadeo Ulises Salduna. Til viðbótar við þessa erlendu leikmenn er lið Harðar byggt upp á heimastrákum eins og Jóni Ómari Gíslasyni, Þráni Ágústi Arnaldssyni, Daníel Wale Adeleye, Antoni Frey Traustasyni, Axel Sveinssyni, Ásgeiri Óla Kristjánssyni, Stefáni Frey Jónssyni og unglingalandsliðsmanninum Sudario Eidi Carneiro. Fyrirliði Harðar er Óli Björn Vilhjálmsson sem hefur spilað lengi fyrir vestan. Einn af lykilmönnunum í uppgangi Harðar er þjálfarinn Carlos Martin Santos en það urðu vatnaskil þegar hann var ráðinn til félagsins fyrir tveimur árum. Mikil ánægja er með störf Spánverjans fyrir vestan en auk þess að þjálfa meistaraflokk karla þjálfarar hann alla yngri flokka félagsins. Þjálfari Harðar, Carlos Martin Santos, ásamt Gunnari Inga Hákonarsyni.hörður Harðarmenn hafa einnig bætt í umgjörðina í kringum liðið, ráðið til sín styrktarþjálfara og fjárfest í tveimur litlum rútum sem félagið ferðast í útileikina. Mikið er um ferðalög hjá Harðarmönnum enda eru öll liðin í Grill 66 deildinni fyrir utan þá, ungmennalið Selfyssinga og Þórsara stödd á höfuðborgarsvæðinu. Handboltaáhuginn hefur aukist fyrir vestan og iðkendur í yngri flokkum Harðar eru um áttatíu talsins og forráðamenn félagsins stefna á að fjölga þeim. Sem fyrr sagði hefur Hörður unnið alla fimm leiki sína í Grill 66 deildinni og markmiðið er skýrt, að Ísafjörður eignist lið í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn. Og miðað við byrjunina á tímabilinu er margt ólíklegra en að það gerist. Íslenski handboltinn Ísafjarðarbær Hörður Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Á toppi Grill 66 deildar karla situr Hörður frá Ísafirði með fullt hús stiga. Á laugardaginn gerðu Harðarmenn góða ferð í Austurbergið og unnu þar ÍR-inga í miklum markaleik, 36-37. Nokkrir eftirmálar urðu að leiknum en allir skildu sáttir að lokum án þess að frekar verði farið út í þá sálma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar hjá Herði á síðustu árum. Tímabilið 2019-20 enduðu Harðarmenn í neðsta sæti 2. deildar. Þeir fengu hins vegar boð um að taka sæti í Grill 66 deildinni og þáðu það. Á síðasta tímabili enduðu Harðarmenn í 8. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili en fóru í umspil um sæti í Olís-deildinni. Þar vegldu þeir Víkingum, sem enduðu í 2. sæti deildarinnar og unnu sextán af átján leikjum sínum, verulega undir uggum. Víkingur vann að lokum í oddaleik en Hörður var búinn að koma sér á handboltakortið. Ísfirðingar nýttu sér meðbyrinn og fengu til sín fjóra sterka leikmenn í sumar; spænsku skyttuna Mikel Amilibia Arrista, ungverska horna- og miðjumanninn Levente Morvai og hina japönsku Sigeru Hikawa og Kenya Kasahara. Sá síðastnefndi mætti galvaskur til leiks til Ísafjarðar eftir að hafa spilað með japanska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ólympíufarinn Kenya Kasahara.getty/Dean Mouhtaropoulos Kasahara er reyndur kappi og lykilmaður í japanska landsliðinu sem hefur sótt í sig veðrið á undanförnum árum undir stjórn Dags Sigurðssonar. Arrista lék á sínum tíma fjölda leikja fyrir yngri landslið Spánar og Morvai þótti mikið efni. Ísfirðingar voru því ekki að kaupa köttinn í sekknum fyrir tímabilið. Fyrir hjá Herði voru þrír Lettar, Roland Lebedevs, Endijs Kusners og Guntis Pilpuks, og Argentínumaðurinn Tadeo Ulises Salduna. Til viðbótar við þessa erlendu leikmenn er lið Harðar byggt upp á heimastrákum eins og Jóni Ómari Gíslasyni, Þráni Ágústi Arnaldssyni, Daníel Wale Adeleye, Antoni Frey Traustasyni, Axel Sveinssyni, Ásgeiri Óla Kristjánssyni, Stefáni Frey Jónssyni og unglingalandsliðsmanninum Sudario Eidi Carneiro. Fyrirliði Harðar er Óli Björn Vilhjálmsson sem hefur spilað lengi fyrir vestan. Einn af lykilmönnunum í uppgangi Harðar er þjálfarinn Carlos Martin Santos en það urðu vatnaskil þegar hann var ráðinn til félagsins fyrir tveimur árum. Mikil ánægja er með störf Spánverjans fyrir vestan en auk þess að þjálfa meistaraflokk karla þjálfarar hann alla yngri flokka félagsins. Þjálfari Harðar, Carlos Martin Santos, ásamt Gunnari Inga Hákonarsyni.hörður Harðarmenn hafa einnig bætt í umgjörðina í kringum liðið, ráðið til sín styrktarþjálfara og fjárfest í tveimur litlum rútum sem félagið ferðast í útileikina. Mikið er um ferðalög hjá Harðarmönnum enda eru öll liðin í Grill 66 deildinni fyrir utan þá, ungmennalið Selfyssinga og Þórsara stödd á höfuðborgarsvæðinu. Handboltaáhuginn hefur aukist fyrir vestan og iðkendur í yngri flokkum Harðar eru um áttatíu talsins og forráðamenn félagsins stefna á að fjölga þeim. Sem fyrr sagði hefur Hörður unnið alla fimm leiki sína í Grill 66 deildinni og markmiðið er skýrt, að Ísafjörður eignist lið í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn. Og miðað við byrjunina á tímabilinu er margt ólíklegra en að það gerist.
Íslenski handboltinn Ísafjarðarbær Hörður Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira