Afturelding 29 mörk í mínus á móti Val á árinu 2021 en getur lagað það í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 16:30 Valsmenn fagna öruggum sigri á Aftureldingu í undanúrslitaleik bikarsins í haust. Vísir/Daníel Þór Valur tekur á móti Aftureldingu í kvöld í lokaleik níundu umferðar Olís deildar karla í handbolta en þetta ætti að vera öruggur heimasigur ef marka má fyrri viðureignir liðanna á þessu ári. Afturelding hefur því ýmislegt að sanna í kvöld. Gestirnir úr Aftureldingu geta líka náð Val að stigum með sigri í kvöld en Valsliðið hefur gert tvö jafntefli i röð og ekki unnið deildarleik í næstum því heilan mánuð. Síðasti deildarsigur Valsamanna var 24. október síðastliðinn þegar liðið vann 35-26 sigur á KA fyrir norðan. Síðan hefur liðið tapað fyrir Stjörnunni og gert jafntefli við bæði Hauka og FH. Afturelding vann síðasta leik sinn fyrir viku síðan og hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í Olís deildinni. Gengi liðanna er því Aftureldingu í hag en þegar kemur að síðustu innbyrðis leikjum liðanna þá er allt aðra sögu að segja. Þrjár viðureignir Vals og Aftureldingar á þessi almanaksári hafa allar farið á sama veg eða með stórsigri Valsliðsins. Valsmenn hafa unnið báða deildarleikina með níu mörkum og unnu síðan bikarleik liðanna í haust með ellefu marka mun. Valsmenn eru því 29 mörk í plús í þremur leikjum sínum á móti Mosfellsliðinu á árinu 2021. Mosfellsliðið getur þó huggað sig við það að markahæstu menn Valsmanna í þessum leikjum, Anton Rúnarsson (13 mörk 22. febrúar), Róbert Aron Hostert (6 mörk 27.maí) og Magnús Óli Magnússon (10 mörk 1. október) verða ekki með. Anton fór út í atvinnumennsku eftir tímabilið en þeir Róbert Aron og Magnús Óli hafa báðir verið að glíma við meiðsli. Leikur Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir, um klukkan 20.40, verður síðan Seinni bylgjan þar sem öll níunda umferðin verður gerð upp. Leikir Vals og Aftureldingar árið 2021: Deildarleikur 22. febrúar: Valur vann 9 marka sigur (30-21) Deildarleikur 27. maí: Valur vann 9 marka sigur (34-25) Bikarleikur 1. október: Valur vann 11 marka sigur (32-21) Olís-deild karla Valur Afturelding Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Gestirnir úr Aftureldingu geta líka náð Val að stigum með sigri í kvöld en Valsliðið hefur gert tvö jafntefli i röð og ekki unnið deildarleik í næstum því heilan mánuð. Síðasti deildarsigur Valsamanna var 24. október síðastliðinn þegar liðið vann 35-26 sigur á KA fyrir norðan. Síðan hefur liðið tapað fyrir Stjörnunni og gert jafntefli við bæði Hauka og FH. Afturelding vann síðasta leik sinn fyrir viku síðan og hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í Olís deildinni. Gengi liðanna er því Aftureldingu í hag en þegar kemur að síðustu innbyrðis leikjum liðanna þá er allt aðra sögu að segja. Þrjár viðureignir Vals og Aftureldingar á þessi almanaksári hafa allar farið á sama veg eða með stórsigri Valsliðsins. Valsmenn hafa unnið báða deildarleikina með níu mörkum og unnu síðan bikarleik liðanna í haust með ellefu marka mun. Valsmenn eru því 29 mörk í plús í þremur leikjum sínum á móti Mosfellsliðinu á árinu 2021. Mosfellsliðið getur þó huggað sig við það að markahæstu menn Valsmanna í þessum leikjum, Anton Rúnarsson (13 mörk 22. febrúar), Róbert Aron Hostert (6 mörk 27.maí) og Magnús Óli Magnússon (10 mörk 1. október) verða ekki með. Anton fór út í atvinnumennsku eftir tímabilið en þeir Róbert Aron og Magnús Óli hafa báðir verið að glíma við meiðsli. Leikur Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir, um klukkan 20.40, verður síðan Seinni bylgjan þar sem öll níunda umferðin verður gerð upp. Leikir Vals og Aftureldingar árið 2021: Deildarleikur 22. febrúar: Valur vann 9 marka sigur (30-21) Deildarleikur 27. maí: Valur vann 9 marka sigur (34-25) Bikarleikur 1. október: Valur vann 11 marka sigur (32-21)
Leikir Vals og Aftureldingar árið 2021: Deildarleikur 22. febrúar: Valur vann 9 marka sigur (30-21) Deildarleikur 27. maí: Valur vann 9 marka sigur (34-25) Bikarleikur 1. október: Valur vann 11 marka sigur (32-21)
Olís-deild karla Valur Afturelding Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira