Evu Cassidy dreymir um að feta í fótspor frænku sinnar Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 15:08 Eva Cassidy er fimmtán ára gömul og á ekki langt að sækja sönghæfileikana. Facebook Eva Cassidy syngur í kirkjukór og dreymir hana um að taka þátt í Vælinu, söngvakeppni Verzlunarskólans. Það er þó ekki sú Eva Cassidy sem okkur flestum er kunnug, heldur fimmtán ára gömul frænka hennar og nafna sem á ekki langt að sækja sönghæfileikana. Eva heitir fullu nafni Eva Katrín Daníelsdóttir Cassidy og er hún bróðurdóttir söngkonunnar Evu Cassidy sem lést árið 1996 eftir baráttu við krabbamein. Eva er fædd árið 2006 og hitti frænku sína því aldrei. Hún hlustar þó á tónlistina hennar og hefur horft á heimildarmynd um líf hennar. „Mér finnst hún algjörlega frábær söngkona. Ég vildi að ég hefði hitt hana,“ segir Eva sem hefur lagt sönginn fyrir sig eins og frænka sín. Eva var þekktust fyrir lög á borð við Songbird, Fields of Gold og Autumn Leaves. Hér að neðan má hlusta á flutning hennar á laginu Somewhere Over the Rainbow. Var of feimin til þess að syngja „Ég er búin að vera að syngja síðan ég var lítil. Ég var alltaf að syngja með Frozen og alls konar. Síðan byrjaði ég í píanónámi í Tónsmiðju Suðurlands. Fyrst þorði ég alls ekki að syngja en síðan byrjaði ég bara og hef elskað það síðan.“ Faðir Evu er fiðluleikarinn Dan Cassidy. Hann hafði lengi reynt að ná dóttur sinni inn í hljóðver að taka upp tónlist. „Ég var bara fyrst ótrúlega feimin við hann því hann er náttúrlega tónlistarmaður líka, þannig ég var hrædd um það hvað honum myndi finnast.“ Eva virðist hins vegar hafa sigrast á feimninni því fyrr á árinu tók hún upp lagið New York State of Mind og þar má heyra að hún gefur frænku sinni lítið eftir. Það er Birkir Hrafn sem spilar undir. Dreymir um að taka þátt í Vælinu Sjálf spilar Eva á píanó og er að taka sín fyrstu skref í lagasmíðum. „Mér finnst mjög auðvelt að semja texta og ég er búin að vera skrifa mikið af af textum undanfarið. En það er laglínan eða hljómagangurinn sem ég á erfitt með, því ég er ekki með grunninn í hljómfræði. En ég ætla að fara læra hann bráðum og mig langar mjög mikið til að fara byrja semja.“ Eva segir það ekki hafa haft mikil áhrif á sig að bera sama nafn og frænka sín, þar sem fæstir jafnaldrar hennar kannist við hana. Hún hafi hins vegar lent í því oftar en einu sinni að eldra fólki finnist skyldleikinn merkilegur. Eva er á lokaári í grunnskóla og er stefnan tekin á Verzlunarskóla Íslands en þar er músíkin helsta aðdráttaraflið. „Þar er stór söngvakeppni sem heitir Vælið og mig langar rosalega mikið til að taka þátt í henni og fara að semja lög og vonandi gefa þau út.“ Eva Cassidy var gestur í Bítinu á Bylgjunni en hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Bítið Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Eva heitir fullu nafni Eva Katrín Daníelsdóttir Cassidy og er hún bróðurdóttir söngkonunnar Evu Cassidy sem lést árið 1996 eftir baráttu við krabbamein. Eva er fædd árið 2006 og hitti frænku sína því aldrei. Hún hlustar þó á tónlistina hennar og hefur horft á heimildarmynd um líf hennar. „Mér finnst hún algjörlega frábær söngkona. Ég vildi að ég hefði hitt hana,“ segir Eva sem hefur lagt sönginn fyrir sig eins og frænka sín. Eva var þekktust fyrir lög á borð við Songbird, Fields of Gold og Autumn Leaves. Hér að neðan má hlusta á flutning hennar á laginu Somewhere Over the Rainbow. Var of feimin til þess að syngja „Ég er búin að vera að syngja síðan ég var lítil. Ég var alltaf að syngja með Frozen og alls konar. Síðan byrjaði ég í píanónámi í Tónsmiðju Suðurlands. Fyrst þorði ég alls ekki að syngja en síðan byrjaði ég bara og hef elskað það síðan.“ Faðir Evu er fiðluleikarinn Dan Cassidy. Hann hafði lengi reynt að ná dóttur sinni inn í hljóðver að taka upp tónlist. „Ég var bara fyrst ótrúlega feimin við hann því hann er náttúrlega tónlistarmaður líka, þannig ég var hrædd um það hvað honum myndi finnast.“ Eva virðist hins vegar hafa sigrast á feimninni því fyrr á árinu tók hún upp lagið New York State of Mind og þar má heyra að hún gefur frænku sinni lítið eftir. Það er Birkir Hrafn sem spilar undir. Dreymir um að taka þátt í Vælinu Sjálf spilar Eva á píanó og er að taka sín fyrstu skref í lagasmíðum. „Mér finnst mjög auðvelt að semja texta og ég er búin að vera skrifa mikið af af textum undanfarið. En það er laglínan eða hljómagangurinn sem ég á erfitt með, því ég er ekki með grunninn í hljómfræði. En ég ætla að fara læra hann bráðum og mig langar mjög mikið til að fara byrja semja.“ Eva segir það ekki hafa haft mikil áhrif á sig að bera sama nafn og frænka sín, þar sem fæstir jafnaldrar hennar kannist við hana. Hún hafi hins vegar lent í því oftar en einu sinni að eldra fólki finnist skyldleikinn merkilegur. Eva er á lokaári í grunnskóla og er stefnan tekin á Verzlunarskóla Íslands en þar er músíkin helsta aðdráttaraflið. „Þar er stór söngvakeppni sem heitir Vælið og mig langar rosalega mikið til að taka þátt í henni og fara að semja lög og vonandi gefa þau út.“ Eva Cassidy var gestur í Bítinu á Bylgjunni en hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Bítið Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira