Föstudagsplaylisti Bergs Thomas Anderson Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. nóvember 2021 15:33 Bergur býður upp á tónleiðslu á fyrstu sólóplötu sinni. Katrina Niebergal Bergur Thomas Anderson er tón- og myndlistarmaður sem hefur komið víða við, hefur m.a. verið bassaleikari sveitanna Sudden Weather Change, Grísalappalísu og Oyama, en á dögunum kom út hans fyrsta sólóplata. Platan nefnist Night Time Transmissions og er gefin út af útgáfufyrirtækinu Futura Resistenza. Plötuna segir Bergur vera útkomu langtíma rannsóknarverkefnis í heima pólifóníu og frásagnarlistar. Hún miðli tónlistarlegri sögu um heldrunarferli, kvíða sem tengist listamannalífinu, söng-heilun, hugleiðslu og sambandi listamanna við samfélag sitt. Í eigin list vinnur Bergur mest með hljóð þessa dagana, oft í samtali við aðra miðla á borð við keramík, innsetningar og myndskreytingar. Hann vinnur einnig mikið með öðrum listamönnum, hvort sem það er í sköpun hljóðmynda fyrir gjörningaverk eða í að semja tónlist út frá upptökum af skúlptúrinnsetningu. Þetta endurspeglast í plötunni nýútkomnu. „Ég tók plötuna upp sjálfur, með hjálp fjölmargra vina og radda; þ.á.m. með meðlimum úr Singing Club of Rotterdam, sem er opin tilraunakór sem ég hef unnið mikið með síðustu tvö árin,“ segir Bergur. Sigrún Gyða Sveinsdóttir kemur svo við sögu sem tveir karakterar á plötunni og Gunnar Gunnsteinsson á mikinn hlut í göldrunum sem þar má finna. Bergur Anderson & The Transmitters, sem sett var saman fyrir útgáfutónleika plötunnar í Peach, Rotterdam. Frá vinstri til hægri: Bergur Anderson, Marloes de Vries, Clara J:son Borg, Linus Bonduelle, Katrina Niebergal, Manon Verkooyen, Gunnar Gunnsteinsson, Sigrún Gyða Sveinsdóttir og Vera Mennens. Á myndina vantar Mylan Hoezen, en öll tóku þau þátt í upptökuferli plötunnar.Ghislain Arnar Þessa stundina er Bergur helst að semja nýja tónlist fyrir vídeóverk, þ.á.m. fyrir verk eftir kærustu sína, listakonuna Katrinu Niebergal. „Föstudagsplaylistinn inniheldur lög og listamenn sem hafa áhrif á mig í tónskáldaferlinu, ásamt nokkrum lögum sem ég get ekki hætt að hlusta á þessa dagana,“ segir Bergur um listann. Hann má hlýða á hér að neðan. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Platan nefnist Night Time Transmissions og er gefin út af útgáfufyrirtækinu Futura Resistenza. Plötuna segir Bergur vera útkomu langtíma rannsóknarverkefnis í heima pólifóníu og frásagnarlistar. Hún miðli tónlistarlegri sögu um heldrunarferli, kvíða sem tengist listamannalífinu, söng-heilun, hugleiðslu og sambandi listamanna við samfélag sitt. Í eigin list vinnur Bergur mest með hljóð þessa dagana, oft í samtali við aðra miðla á borð við keramík, innsetningar og myndskreytingar. Hann vinnur einnig mikið með öðrum listamönnum, hvort sem það er í sköpun hljóðmynda fyrir gjörningaverk eða í að semja tónlist út frá upptökum af skúlptúrinnsetningu. Þetta endurspeglast í plötunni nýútkomnu. „Ég tók plötuna upp sjálfur, með hjálp fjölmargra vina og radda; þ.á.m. með meðlimum úr Singing Club of Rotterdam, sem er opin tilraunakór sem ég hef unnið mikið með síðustu tvö árin,“ segir Bergur. Sigrún Gyða Sveinsdóttir kemur svo við sögu sem tveir karakterar á plötunni og Gunnar Gunnsteinsson á mikinn hlut í göldrunum sem þar má finna. Bergur Anderson & The Transmitters, sem sett var saman fyrir útgáfutónleika plötunnar í Peach, Rotterdam. Frá vinstri til hægri: Bergur Anderson, Marloes de Vries, Clara J:son Borg, Linus Bonduelle, Katrina Niebergal, Manon Verkooyen, Gunnar Gunnsteinsson, Sigrún Gyða Sveinsdóttir og Vera Mennens. Á myndina vantar Mylan Hoezen, en öll tóku þau þátt í upptökuferli plötunnar.Ghislain Arnar Þessa stundina er Bergur helst að semja nýja tónlist fyrir vídeóverk, þ.á.m. fyrir verk eftir kærustu sína, listakonuna Katrinu Niebergal. „Föstudagsplaylistinn inniheldur lög og listamenn sem hafa áhrif á mig í tónskáldaferlinu, ásamt nokkrum lögum sem ég get ekki hætt að hlusta á þessa dagana,“ segir Bergur um listann. Hann má hlýða á hér að neðan.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira