Pepsi Max deild karla á að byrja um páskana samkvæmt fyrstu drögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 10:01 Víkingar fagna Íslandsmeistaratitli sínum. Vísir/Hulda Margrét Fyrstu drög af Pepsi Max deildinni sýna að mjög sérstakt Íslandsmót er framundan í fótboltanum. Efsta deild karla lengist talsvert í báða enda á næsta ári en fyrstu drög af Pepsi Max deild karla í fótbolta voru opinberuð á árlegum formanna- og framkvæmdastjórafundi Knattspyrnusambands Íslands um helgina. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sínni. Það er ljóst að deildin hefur aldrei byrjað fyrr á árinu og aldrei endað seinna á árinu fari svo að nýtt fyrirkomulag verði tekið upp næsta sumar. Pepsi Max deildin á að byrja 18. apríl, það verður þriggja vikna landsleikjahlé á henni í júní, spilað á þriðjudeginum eftir Verslunarmannahelgi og öll úrslitakeppnin verður síðan spiluð á helgum í október. Drögin eru sett upp með þeim formerkjum að spiluð verði tvöföld umferð með tólf liðum en að svo taki við úrslitakeppni með efri og neðri hluta þar sem er einföld umferð. Sex félög verða í efri hlutanum og sex félög í neðri hlutanum en félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Það á eftir að samþykkja þá breytingu á ársþingi KSÍ í febrúar á næsta ári. Fyrstu drög að Íslandsmótinu í knattspyrnu 2022.KSÍ Í stað þess að verða 22 leikir í deildinni eins og í sumar munu liðin væntanlega spila 27 leiki næsta sumar. Lið sem enda númer eitt, tvö og þrjú í deildarkeppninni fá þrjá heimaleiki alveg eins og lið númer sjö, átta og níu í neðri hlutanum. Auk breytinga á deildinni sjálfri þá eru landsleikjagluggar karla með öðrum hætti en venjulega. Birkir Sveinsson hjá KSÍ fór um helgina yfir drögin að Íslandsmótinu eins og þau líta út núna en mestu breytingarnar eru auðvitað á Pepsi Max deild karla. Pepsi Max deild kvenna er einnig að vinna með það að það er Evrópumót hjá íslenska kvennalandsliðinu í Englandi í sumar og af þeim sökum verður ekkert spilað í deildinni frá 19. júní til 28. júlí. Þetta kallar á það að kvennadeildin mun ekki klárast fyrr en 2. október eða seinna en nokkurn tímann áður. Þegar kemur að Pepsi Max deild karla þá er fyrsta umferðin sett á annan í páskum en efsta deild karla í fótbolta hefur aldrei byrjað áður fyrir 26. apríl. Deildin þarf að glíma við það að íslenska karlalandsliðið mun spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni í júní og þess vegna verður risalandsleikjahlé frá 30. maí til 14. júní. Fyrstu leikir eftir hlé eru bikarleikir og það munu því líða þrjár vikur á milli leikja í Pepsi Max deildinni eða frá 29. maí til 19. júní. Það þarf að nýta alla möguleika leikdaga og leikmenn munu því ekki fá mikið frí um Verslunarmannahelgi. Leikir hafa verið sett á þriðjudeginum eftir dag Verslunarmanna. Deildarkeppnin klárast með 22. umferðinni 17. september og við tekur síðan landsleikjafrí til 27. september. Úrslitakeppnin hefst síðan 1. október og fimmta og síðasta umferð hennar verður 29. október. Allir leikir í úrslitakeppninni munu fara fram um helgar og um leið þá í beinni samkeppni við leiki ensku úrvalsdeildinni. Á þessum tíma verður orðið það dimmt á Íslandi að allir leikir verða að hefjast snemma um daginn á þeim leikvöllum þar sem ekki er flóðlýsing. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Efsta deild karla lengist talsvert í báða enda á næsta ári en fyrstu drög af Pepsi Max deild karla í fótbolta voru opinberuð á árlegum formanna- og framkvæmdastjórafundi Knattspyrnusambands Íslands um helgina. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sínni. Það er ljóst að deildin hefur aldrei byrjað fyrr á árinu og aldrei endað seinna á árinu fari svo að nýtt fyrirkomulag verði tekið upp næsta sumar. Pepsi Max deildin á að byrja 18. apríl, það verður þriggja vikna landsleikjahlé á henni í júní, spilað á þriðjudeginum eftir Verslunarmannahelgi og öll úrslitakeppnin verður síðan spiluð á helgum í október. Drögin eru sett upp með þeim formerkjum að spiluð verði tvöföld umferð með tólf liðum en að svo taki við úrslitakeppni með efri og neðri hluta þar sem er einföld umferð. Sex félög verða í efri hlutanum og sex félög í neðri hlutanum en félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Það á eftir að samþykkja þá breytingu á ársþingi KSÍ í febrúar á næsta ári. Fyrstu drög að Íslandsmótinu í knattspyrnu 2022.KSÍ Í stað þess að verða 22 leikir í deildinni eins og í sumar munu liðin væntanlega spila 27 leiki næsta sumar. Lið sem enda númer eitt, tvö og þrjú í deildarkeppninni fá þrjá heimaleiki alveg eins og lið númer sjö, átta og níu í neðri hlutanum. Auk breytinga á deildinni sjálfri þá eru landsleikjagluggar karla með öðrum hætti en venjulega. Birkir Sveinsson hjá KSÍ fór um helgina yfir drögin að Íslandsmótinu eins og þau líta út núna en mestu breytingarnar eru auðvitað á Pepsi Max deild karla. Pepsi Max deild kvenna er einnig að vinna með það að það er Evrópumót hjá íslenska kvennalandsliðinu í Englandi í sumar og af þeim sökum verður ekkert spilað í deildinni frá 19. júní til 28. júlí. Þetta kallar á það að kvennadeildin mun ekki klárast fyrr en 2. október eða seinna en nokkurn tímann áður. Þegar kemur að Pepsi Max deild karla þá er fyrsta umferðin sett á annan í páskum en efsta deild karla í fótbolta hefur aldrei byrjað áður fyrir 26. apríl. Deildin þarf að glíma við það að íslenska karlalandsliðið mun spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni í júní og þess vegna verður risalandsleikjahlé frá 30. maí til 14. júní. Fyrstu leikir eftir hlé eru bikarleikir og það munu því líða þrjár vikur á milli leikja í Pepsi Max deildinni eða frá 29. maí til 19. júní. Það þarf að nýta alla möguleika leikdaga og leikmenn munu því ekki fá mikið frí um Verslunarmannahelgi. Leikir hafa verið sett á þriðjudeginum eftir dag Verslunarmanna. Deildarkeppnin klárast með 22. umferðinni 17. september og við tekur síðan landsleikjafrí til 27. september. Úrslitakeppnin hefst síðan 1. október og fimmta og síðasta umferð hennar verður 29. október. Allir leikir í úrslitakeppninni munu fara fram um helgar og um leið þá í beinni samkeppni við leiki ensku úrvalsdeildinni. Á þessum tíma verður orðið það dimmt á Íslandi að allir leikir verða að hefjast snemma um daginn á þeim leikvöllum þar sem ekki er flóðlýsing.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira