Rótgróin iðnaðardrungaútgáfa býður íslenskan listamann velkominn um borð Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 29. nóvember 2021 16:31 aska er raftónlistarverkefni Kristófers Páls Viðarssonar, þar sem hann tvinnar saman ljóð og hljóð. Bryna Steinþórsdóttir Í dag gefur tónlistarmaðurinn Kristófer Páll út nýja breiðskífu undir nafninu aska hjá þýska útgefandanum Galakthorrö. Tónlistin er unnin á svokallaða flaumræna hljóðgervla (e. analogue), og þá mestmegnis á modular hljóðgervil. Hljóðheimurinn er útlendur og mekanískur, og mikið um að hljóðgervillinn sé notaður til að endurskapa hljóð sem heyra mætti á víðavangi í iðnvæddum heimi. Breiðskífan er fáanleg á vínyl, geisladisk og kassettu, en áhangendur útgefandans hrepptu allar vínylplöturnar í forsölu skömmu eftir að Galakthorrö tilkynnti útgáfur ársins í október. Galakthorrö er rótgróin útgáfa, rekin af meðlimum industrial-sveitarinnar Haus Arafna, sem sérhæfir sig í óhefðbundinni iðnaðarskotinni tónlist og á sér marga dygga fylgjendur. Vínylplöturnar frá útgáfunni hafa margar hverjar orðið safngripir með árunum. Sjö ár eru orðin síðan frumburður ösku, grátónar, leit dagsins ljós. Kristófer segir verkefnið vera eins konar framlengingu á ljóðlistinni og hljóðheiminn vega þyngra en lagasmíðarnar sjálfar. „Á undanförnum árum hefur hljóðhönnunin þróast í átt að industrial, stefnu sem einkennir Galakthorrö, en tónlistin er að miklu leyti unnin á modular hljóðgervil og innblásturinn sóttur inn á við. Það eimir lítið eftir trommuheiladrifnum einfaldleikanum sem einkenndi grátóna. Þess í stað ægir ólíkum jaðarstefnum saman með tilheyrandi dapurleika, ónotalegum tíðnum og iðnaðarskruðningum,“ segir listamaðurinn um plötuna nýju. Brynja Steinþórsdóttir gerði myndband fyrir lagið falið, næstsíðasta lag plötunnar. Það má sjá hér að neðan. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljóðheimurinn er útlendur og mekanískur, og mikið um að hljóðgervillinn sé notaður til að endurskapa hljóð sem heyra mætti á víðavangi í iðnvæddum heimi. Breiðskífan er fáanleg á vínyl, geisladisk og kassettu, en áhangendur útgefandans hrepptu allar vínylplöturnar í forsölu skömmu eftir að Galakthorrö tilkynnti útgáfur ársins í október. Galakthorrö er rótgróin útgáfa, rekin af meðlimum industrial-sveitarinnar Haus Arafna, sem sérhæfir sig í óhefðbundinni iðnaðarskotinni tónlist og á sér marga dygga fylgjendur. Vínylplöturnar frá útgáfunni hafa margar hverjar orðið safngripir með árunum. Sjö ár eru orðin síðan frumburður ösku, grátónar, leit dagsins ljós. Kristófer segir verkefnið vera eins konar framlengingu á ljóðlistinni og hljóðheiminn vega þyngra en lagasmíðarnar sjálfar. „Á undanförnum árum hefur hljóðhönnunin þróast í átt að industrial, stefnu sem einkennir Galakthorrö, en tónlistin er að miklu leyti unnin á modular hljóðgervil og innblásturinn sóttur inn á við. Það eimir lítið eftir trommuheiladrifnum einfaldleikanum sem einkenndi grátóna. Þess í stað ægir ólíkum jaðarstefnum saman með tilheyrandi dapurleika, ónotalegum tíðnum og iðnaðarskruðningum,“ segir listamaðurinn um plötuna nýju. Brynja Steinþórsdóttir gerði myndband fyrir lagið falið, næstsíðasta lag plötunnar. Það má sjá hér að neðan.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira