Bjarki sagði frá hræðilegri upplifun þegar fyrsta barnið hans kom í heiminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 09:00 Það tók á fyrir Bjarki Má Elísson að tala um þetta en sem betur fer fór allt saman vel. Skjámynd/S2 Sport Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson var gestur Stefáns Árna Pálssonar í þættinum Seinni bylgjan extra en það er viðtalsþáttur við handboltamenn sem er sýndur í beinu framhaldi af Seinni bylgjunni. Bjarki Már spilar með TBV Lemgo í Þýskalandi og hefur verið í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar undanfarin ár. Það var fjallað um margt í viðtalinu og þar á meðal lífið utan handboltans. Stefán Árni ræddi meðal annars um það þegar Bjarki Már varð faðir í fyrsta sinn en það var erfiður tími. „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þennan þátt þá rakst ég á grein sem fjallaði um þegar dóttir þín kom í heiminn. Konan veikist alveg svakalega á meðgöngunni sem endar með bráðakeisara ef ég skil þetta rétt. Svo endar hún bara í öndunarvél. Hvernig var að takast á við þetta?“ spurði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Bjarki um fæðingu fyrsta barnsins síns „Það var fáránlega erfitt. Þetta gerist mjög hratt og við fáum að vita þetta þegar það eru sex vikur í settan dag. Hún var búin að vera mjög slöpp. Þetta var okkar fyrsta barn og hún hélt að þetta væri partur af því að vera ólétt,“ sagði Bjarki Már Elísson. „Síðan töluðum við eina sem við þekktum sem ráðleggur okkur að fara í tékk og láta skoða hvort ekki væri allt með felldu. Við myndum ekki tapa á því. Þá leggja þeir hana strax inn. Þeir sögðu fyrst að hún þyrfti að liggja inn á spítala í eina til tvær vikur. Eins ég skil þetta var næringin ekki að skila sér nægilega vel til barnsins,“ sagði Bjarki. „Síðan gerist þetta bara svo hratt að maður náði ekki að grípa utan um þetta. Þetta var fáránlega erfitt. Hún var á gjörgæslu og barnið var svo á nýburadeildinni. Maður var að labba þarna á milli. Þetta var hræðileg upplifun og ekki eins og maður óskaði sér að eignast sitt fyrsta barn,“ sagði Bjarki. „Það blessaðist allt á endanum sem betur fer,“ sagði Bjarki Már en handboltinn skipti ekki miklu máli þarna. „Nei og það er það síðasta sem maður er að pæla í. Það sem er erfiðast í þessu er að vera úti og fjölskyldan er ekki á svæðinu. Við vorum samt mjög þakklát að vera á þessum tíma því það var verkfall hjá hjúkrunarfræðingum á Íslandi á sama tíma. Það var tekið mjög vel á móti okkur og við fengum mjög góða þjónustu. Þetta var samt þýskt sjúkrahús og erfitt að skilja þetta allt. Maður var lítið að pæla í handboltanum þarna, það er alveg rétt,“ sagði Bjarki Már en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Bjarki Már spilar með TBV Lemgo í Þýskalandi og hefur verið í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar undanfarin ár. Það var fjallað um margt í viðtalinu og þar á meðal lífið utan handboltans. Stefán Árni ræddi meðal annars um það þegar Bjarki Már varð faðir í fyrsta sinn en það var erfiður tími. „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þennan þátt þá rakst ég á grein sem fjallaði um þegar dóttir þín kom í heiminn. Konan veikist alveg svakalega á meðgöngunni sem endar með bráðakeisara ef ég skil þetta rétt. Svo endar hún bara í öndunarvél. Hvernig var að takast á við þetta?“ spurði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Bjarki um fæðingu fyrsta barnsins síns „Það var fáránlega erfitt. Þetta gerist mjög hratt og við fáum að vita þetta þegar það eru sex vikur í settan dag. Hún var búin að vera mjög slöpp. Þetta var okkar fyrsta barn og hún hélt að þetta væri partur af því að vera ólétt,“ sagði Bjarki Már Elísson. „Síðan töluðum við eina sem við þekktum sem ráðleggur okkur að fara í tékk og láta skoða hvort ekki væri allt með felldu. Við myndum ekki tapa á því. Þá leggja þeir hana strax inn. Þeir sögðu fyrst að hún þyrfti að liggja inn á spítala í eina til tvær vikur. Eins ég skil þetta var næringin ekki að skila sér nægilega vel til barnsins,“ sagði Bjarki. „Síðan gerist þetta bara svo hratt að maður náði ekki að grípa utan um þetta. Þetta var fáránlega erfitt. Hún var á gjörgæslu og barnið var svo á nýburadeildinni. Maður var að labba þarna á milli. Þetta var hræðileg upplifun og ekki eins og maður óskaði sér að eignast sitt fyrsta barn,“ sagði Bjarki. „Það blessaðist allt á endanum sem betur fer,“ sagði Bjarki Már en handboltinn skipti ekki miklu máli þarna. „Nei og það er það síðasta sem maður er að pæla í. Það sem er erfiðast í þessu er að vera úti og fjölskyldan er ekki á svæðinu. Við vorum samt mjög þakklát að vera á þessum tíma því það var verkfall hjá hjúkrunarfræðingum á Íslandi á sama tíma. Það var tekið mjög vel á móti okkur og við fengum mjög góða þjónustu. Þetta var samt þýskt sjúkrahús og erfitt að skilja þetta allt. Maður var lítið að pæla í handboltanum þarna, það er alveg rétt,“ sagði Bjarki Már en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira