Á meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa verðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 eru Ásgeir, Cell7, Daníel Bjarnason, FM Belfast, Hildur Guðnadóttir, Hjaltalín, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Ólöf Arnalds, Retro Stefson og Sóley.
Dómnefnd verðlaunanna hefur nú valið tilnefningar til Kraumsverðlaunanna í ár - hinn svokallaða Kraumslista - og þar er að finna tónlist úr öllum áttum, meðal annars popp og rokktónlist, teknó og house, hip hop, jazz, tónverka- og tilraunatónlist Alls eru 21 hljómsveitir og listamenn eru tilnefnd fyrir plötur sínar í ár, meðal annars Birnir, Sóley, BSÍ, Skrattar, Bára Gísladóttir og Skúli Sverrisson.
„Greinilegt er að mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi hvað útgáfurstafsemi varðar, enda fór dómnefndin yfir og hlustaði á hátt í fjögur hundruð hljómplötur og útgáfur sem komu út hérlendis á árinu við val sitt. Hún mun nú velja sex breiðskífur af þeim sem nú hafa verið tilnefndar er hljóta munu Kraumsverðlaunin 2021,“ segir í tilkynningu um tilnefningarnar.
„Kraumsverðlaunum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Alls hafa rúmlega sjötíu listamenn og hljómsveitir hlotið verðlaunin fyrir plötur sínar, flestir snemma á ferli sínum.“
Það er Aurora velgerðarsjóður sem stendur að Kraumsverðlaununum.
Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna 2021 (Kraumslistinn):
- Eva808 – Sultry Venom
- Sucks to be you, Nigel - Tína blóm
- Sóley – Mother Melancholia
- Bára Gísladóttir/Skúli Sverrisson - Caeli
- Supersport! - Tveir Dagar
- Tumi Árnason - H L Ý N U N
- BSÍ - Stundum þunglynd ...en alltaf andfasísk
- Inspector Spacetime - Inspector Spacetime
- Hush - Blackheart
- Skrattar - Hellraiser IV
- Hist og – Hits of
- Drengurinn fengurinn - Strákurinn fákurinn
- Pínu Litlar Peysur - PLP EP
- Nonnimal - Hverfisgata
- Ægir Sindri Bjarnason – The Earth Grew Uncertain
- Elli Grill - Púströra fönk
- Countess Malaise - Maldita
- Mikael Máni - Nostalgia Machine
- Ekdikesis - Canvas Of A New Dawn
- Birnir - Bushido
- Slummi - ndm

Kraumsverðlaunin eru valin af níu manna dómnefnd skipuð fólki með margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður dómnefndar), Arnar Eggert Thoroddsen, Helga Þórey Jónsdóttir, Lovísa Rut Kristjánsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Óli Dóri, Rósa Birgitta Ísfeld, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir
Aðstandandi Kraumslistans og Kraumsverðlaunanna er tónlistarsjóðurinn Kraumur sem starfræktur er á vegum Auroru velgerðasjóðs. Kraumur hefur það að meginhlutverki að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan. Auk þess að starfrækja Kraum styður Aurora velgerðarsjóður við þróun og menningu hérlendis sem erlendis í gegnum margvísleg verkefni sem er ætlað að örva samfélög á sjálfbæran máta.
Meðal Kraumsverðlaunhafa fyrri ára má nefna: Auður, ADHD, Agent Fresco, Amiina, Anna Þorvaldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Ásgeir, Between Mountains, Bjarki, Cell7, Daníel Bjarnason, FM Belfast, GDRN, GKR, Grísalappalísa, Gunnar Andreas Kristinsson, Gyða Valtýsdóttir, Hafdís Bjarnadóttir, Helgi Hrafn Jónsson, Hildur Guðnadóttir, Hjaltalín, Hugi Guðmundsson, Ísafold kammersveit, JDFR, Kælan mikla, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Misþyrming, Ojba Rasta, Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Samaris, Sin Fang, Sóley og fjölmargir fleiri.