Íslenski listinn: Ed Sheeran á uppleið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. desember 2021 11:30 Ed Sheeran klýfur íslenska listann með nýjasta lagi sínu Overpass Graffiti Anthony Devlin/Getty Images Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er góðvinur íslenska listans á FM957 þar sem ótal margir smellir frá honum hafa trónað á toppnum í gegnum tíðina. Hann er enn fremur næst mest spilaði tónlistarmaður streymisveitunnar Spotify, beint á eftir kanadísku súper stjörnunni Justin Bieber, en tæplega 80 milljónir hlusta á Sheeran mánaðarlega sem verður að teljast dágóður fjöldi. Íslenska listann má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Ástin er innblástur Sheeran hefur haldið sér ansi stöðugum í tónlistarheiminum frá því hann gaf út plötuna + árið 2011, sýnt aðdáendum ólíkar hliðar í tónlistarsköpun sinni og alltaf tekist að sameina sorg og fegurð með miklum listrænum yfirburðum. Ástin er honum oft hugleikin en það er einmitt viðfangsefni í nýjasta hittara Sheeran’s, Overpass Graffiti. View this post on Instagram A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) Lagið er að finna á plötunni = sem kom út í lok október á þessu ári og er þetta nýjasti síngúll plötunnar. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á íslenska listanum fyrir tveimur vikum, sat í 16. sæti í síðustu viku og hefur nú stokkið upp í 8. sæti. Það verður spennandi að fylgjast með uppleið Overpass Graffiti en nýja plata Sheeran fór í fyrsta sæti á vinsældarlistum Bretlands um tíma. View this post on Instagram A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) Lög sem sameina kynslóðir Meðal þess sem gerir Sheeran svo öflugan er hæfni hans til að ná til ólíks hóps fólks og allra kynslóða. Ömmur, afar og barnabörn geta jafnvel tjúttað saman við lögin hans og þessi sameiningakraftur tónlistar er ansi magnaður. Það er nefnilega verðmætt að finna sameiginlegan þráð og Ed Sheeran getur svo sannarlega sameinað kynslóðir í dansi. Adele í Vegas Íslenski listinn var annars hress og skemmtilegur að vanda þar sem laugardags stemningin var að sjálfsögðu í fyrirrúmi. Lagið Oh My God var kynnt inn sem líklegt til vinsælda en það er frá engri annarri en bresku tónlistargyðjunni Adele og verður líklega næsti smellur af plötunni 30. Adele tilkynnti á dögunum að hún ætli að vera með fasta tónleika í Las Vegas árið 2022 þar sem hún kemur fram tvisvar í viku frá 21. janúar til 16. apríl. Hér fetar hún í fótspor stjórstjarnanna Celine Dion og Britney Spears sem slóu algjörlega í gegn með sín eigin show í Las Vegas. View this post on Instagram A post shared by billboard (@billboard) Nýjar útgáfur af gömlum lögum Tvö önnur lög voru kynnt inn sem líkleg til vinsælda sem eiga það sameiginlegt að vera nýjar útgáfur af gömlum lögum. Annars vegar lagið Do it To It sem plötusnúðurinn Acraze endurgerði á nýstárlegan hátt en það er upprunalega með skvísu sveitinni Cherish og kom út árið 2006. Þessi nýja útgáfa er ósvikið klúbbalag en ég mæli með því að dansa við það heima í stofu í bili! View this post on Instagram A post shared by ACRAZE (@acraze_) Hins vegar var það lagið All Too Well (Taylor’s version) sem bandaríska og marg grammy-verðlaunaða söngkonan Taylor Swift gaf fyrst út árið 2012 og er að finna á plötunni Red. Swift endurgerði þessa sögulegu plötu og gaf út í nóvember á þessu ári þar sem hún tók öll lögin upp aftur. Má rekja það til þess að fyrirtæki umboðsmannsins Scooter Braun eignaðist réttinn á öllum lögum plötunnar á mjög umdeildan hátt en nú hefur Taylor Swift gert tilraun til að endurheimta réttinn á þessum lögum sínum með því að taka þau öll upp aftur og gefa þau út sjálf. View this post on Instagram A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) Fastir liðir Fastir liðir íslenska listans voru á sínum stað. Í Íslenskt og áhugavert fengum við að heyra í íslenska stelpubandinu FLOTT og afmælisbarn helgarinnar er enginn annar en rapparinn og listamaðurinn Jay Z, sem fagnar 52 ára afmæli sínu í dag. Í tilefni af deginum skellti ég á laginu Empire State of Mind en það er laugardags lag í lagi! <a href="https://www.youtube.com/watch?v=_ydMlTassYc">watch on YouTube</a> Í desember verður íslenski listinn svo með glænýjan vikulegan lið sem ber nafnið Jólalag vikunnar. Þar ætla ég að grúska í gömlum jólalögum af ólíkum tónlistar tegundum sem hafa jafn vel farið fram hjá mörgum hlustendum í gegnum tíðina. Jólatónlist getur nefnilega verið virkilega fjölbreytt! Hér má svo sjá listann í heild sinni og ég hlakka til að vera með ykkur næsta laugardag í miklu stuði. Ég minni svo að vanda á að með því að fylgja FM957 á samfélagsmiðlum getið þið haft áhrif á listann þar sem við sendum reglulega út tónlistar kannanir. Tónlist Íslenski listinn FM957 Tengdar fréttir Lag frá 2017 stefnir í að verða eitt stærsta partýlag ársins Íslenski listinn heldur ótrauður áfram og síðastliðinn laugardag létu heitustu lög landsins ljós sitt skína. 27. nóvember 2021 16:00 Dóra Júlía tekur við Íslenska listanum á FM957 Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir hefur verið ráðin til Sýnar og fer hún af stað með sinn fyrsta þátt af Íslenska listanum á FM957 á laugardag. 17. nóvember 2021 17:15 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hann er enn fremur næst mest spilaði tónlistarmaður streymisveitunnar Spotify, beint á eftir kanadísku súper stjörnunni Justin Bieber, en tæplega 80 milljónir hlusta á Sheeran mánaðarlega sem verður að teljast dágóður fjöldi. Íslenska listann má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Ástin er innblástur Sheeran hefur haldið sér ansi stöðugum í tónlistarheiminum frá því hann gaf út plötuna + árið 2011, sýnt aðdáendum ólíkar hliðar í tónlistarsköpun sinni og alltaf tekist að sameina sorg og fegurð með miklum listrænum yfirburðum. Ástin er honum oft hugleikin en það er einmitt viðfangsefni í nýjasta hittara Sheeran’s, Overpass Graffiti. View this post on Instagram A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) Lagið er að finna á plötunni = sem kom út í lok október á þessu ári og er þetta nýjasti síngúll plötunnar. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á íslenska listanum fyrir tveimur vikum, sat í 16. sæti í síðustu viku og hefur nú stokkið upp í 8. sæti. Það verður spennandi að fylgjast með uppleið Overpass Graffiti en nýja plata Sheeran fór í fyrsta sæti á vinsældarlistum Bretlands um tíma. View this post on Instagram A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) Lög sem sameina kynslóðir Meðal þess sem gerir Sheeran svo öflugan er hæfni hans til að ná til ólíks hóps fólks og allra kynslóða. Ömmur, afar og barnabörn geta jafnvel tjúttað saman við lögin hans og þessi sameiningakraftur tónlistar er ansi magnaður. Það er nefnilega verðmætt að finna sameiginlegan þráð og Ed Sheeran getur svo sannarlega sameinað kynslóðir í dansi. Adele í Vegas Íslenski listinn var annars hress og skemmtilegur að vanda þar sem laugardags stemningin var að sjálfsögðu í fyrirrúmi. Lagið Oh My God var kynnt inn sem líklegt til vinsælda en það er frá engri annarri en bresku tónlistargyðjunni Adele og verður líklega næsti smellur af plötunni 30. Adele tilkynnti á dögunum að hún ætli að vera með fasta tónleika í Las Vegas árið 2022 þar sem hún kemur fram tvisvar í viku frá 21. janúar til 16. apríl. Hér fetar hún í fótspor stjórstjarnanna Celine Dion og Britney Spears sem slóu algjörlega í gegn með sín eigin show í Las Vegas. View this post on Instagram A post shared by billboard (@billboard) Nýjar útgáfur af gömlum lögum Tvö önnur lög voru kynnt inn sem líkleg til vinsælda sem eiga það sameiginlegt að vera nýjar útgáfur af gömlum lögum. Annars vegar lagið Do it To It sem plötusnúðurinn Acraze endurgerði á nýstárlegan hátt en það er upprunalega með skvísu sveitinni Cherish og kom út árið 2006. Þessi nýja útgáfa er ósvikið klúbbalag en ég mæli með því að dansa við það heima í stofu í bili! View this post on Instagram A post shared by ACRAZE (@acraze_) Hins vegar var það lagið All Too Well (Taylor’s version) sem bandaríska og marg grammy-verðlaunaða söngkonan Taylor Swift gaf fyrst út árið 2012 og er að finna á plötunni Red. Swift endurgerði þessa sögulegu plötu og gaf út í nóvember á þessu ári þar sem hún tók öll lögin upp aftur. Má rekja það til þess að fyrirtæki umboðsmannsins Scooter Braun eignaðist réttinn á öllum lögum plötunnar á mjög umdeildan hátt en nú hefur Taylor Swift gert tilraun til að endurheimta réttinn á þessum lögum sínum með því að taka þau öll upp aftur og gefa þau út sjálf. View this post on Instagram A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) Fastir liðir Fastir liðir íslenska listans voru á sínum stað. Í Íslenskt og áhugavert fengum við að heyra í íslenska stelpubandinu FLOTT og afmælisbarn helgarinnar er enginn annar en rapparinn og listamaðurinn Jay Z, sem fagnar 52 ára afmæli sínu í dag. Í tilefni af deginum skellti ég á laginu Empire State of Mind en það er laugardags lag í lagi! <a href="https://www.youtube.com/watch?v=_ydMlTassYc">watch on YouTube</a> Í desember verður íslenski listinn svo með glænýjan vikulegan lið sem ber nafnið Jólalag vikunnar. Þar ætla ég að grúska í gömlum jólalögum af ólíkum tónlistar tegundum sem hafa jafn vel farið fram hjá mörgum hlustendum í gegnum tíðina. Jólatónlist getur nefnilega verið virkilega fjölbreytt! Hér má svo sjá listann í heild sinni og ég hlakka til að vera með ykkur næsta laugardag í miklu stuði. Ég minni svo að vanda á að með því að fylgja FM957 á samfélagsmiðlum getið þið haft áhrif á listann þar sem við sendum reglulega út tónlistar kannanir.
Tónlist Íslenski listinn FM957 Tengdar fréttir Lag frá 2017 stefnir í að verða eitt stærsta partýlag ársins Íslenski listinn heldur ótrauður áfram og síðastliðinn laugardag létu heitustu lög landsins ljós sitt skína. 27. nóvember 2021 16:00 Dóra Júlía tekur við Íslenska listanum á FM957 Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir hefur verið ráðin til Sýnar og fer hún af stað með sinn fyrsta þátt af Íslenska listanum á FM957 á laugardag. 17. nóvember 2021 17:15 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Lag frá 2017 stefnir í að verða eitt stærsta partýlag ársins Íslenski listinn heldur ótrauður áfram og síðastliðinn laugardag létu heitustu lög landsins ljós sitt skína. 27. nóvember 2021 16:00
Dóra Júlía tekur við Íslenska listanum á FM957 Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir hefur verið ráðin til Sýnar og fer hún af stað með sinn fyrsta þátt af Íslenska listanum á FM957 á laugardag. 17. nóvember 2021 17:15