Stuttgart byrjaði leikinn af miklum krafti, en fyrstu fimm mörk leiksins voru þeirra. Liðið hélt þessari fimm marka forystu út hálfleikinn og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 20-15.
Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik, en heimamenn í Stuttgart náðu þó mest átta marka forskoti. Minden náði að klóra aðeins í bakkann, en að lokum varð sjögurra marka sigur Stuttgart staðreynd, 35-31.
Viggó Kristjánsson var sem fyrr segir markahæstur heimamanna með sex mörk, og Andri Már Rúnarsson skoraði tvö fyrir Stuttgart. Liðið situr nú í 14. sæti deildarinnar með níu stig eftir 13 leiki. Minden situr hins vegar á botninum með aðeins tvö stig.
💙 HEIMSIEG 🤍
— TVB Stuttgart (@tvbstuttgart) December 2, 2021
Die WILD BOYS gewinnen mit 35:31 gegen @gwdminden und sichern sich ✌🏻 ganz wichtige Punkte!🥳
Danke an alle Zuschauer, die uns heute in der Arena unterstützt haben!📣@liquimoly_hbl #TVBGWD #gostuttgart #wildboys #heimsieg #immerweiter pic.twitter.com/DOTWv226nR
Þá þurftu Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten að sætta sig við sjö marka tap gegn Leipzig, 31-24.
Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og að honum loknum var staðan 16-15, Leipzig í vil.
Heimamenn í Leipzig tóku svo öll völd á vellinum í seinni hálfleik og unnu að lokum öruggan sjö marka sigur, 31-24.
Daníel og félagar sitja í næst neðsta sæti deildarinnar með sex stig eftir 14 leiki, 12 stigum á eftir Leipzig sem situr í áttunda sæti.