Það var í raun aldrei nein spenna í leik Danmerkur og Túnis, en Danir fóru inn í hálfleikinn með átta marka forystu, 16-8.
Danir héldu svo bara áfram að þjarma að andstæðingum sínum í seinni hálfleik og unnu að lokum afar sannfærandi 18 marka sigur, 34-16.
Svipaða sögu er að segja af leik Japans og Paragvæ. Japanir náðu afgerandi forskoti snemma leiks og fóru inn í hálfleikinn með níu marka forskot, 19-10.
Japanska liði keyrði svo gjörsamlega yfir Paragvæ í seinni hálfleik og vann að lokum 23 marka sigur, 40-17.
Leikur Ungverjalands og Slóvakíu var heldur jafnari en heinir tveir leikir kvöldsins, en þegar gengið var til búningsherbergja var allt jafnt, 16-16.
Ungverska liðið tók svo heldur betur við sér í seinni hálfleik og vann að lokum nokkuð öruggan sex marka sigur, 35-29.