Þjóðverjar tóku forystuna snemma gegn Slóvakíu og í raun var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Þjóðverjar leiddu með fimm mörkum í hálfleik og keyrðu svo gjörsamlega yfir andsætðinga sína í seinni hálfleik. Þýskaland er sem fyrr segir með tvo sigra af tveim og situr á toppi E-riðils með fjögur stig.
Heldur meiri spenna var í leik Suður-Kóreu og Túnis þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik, en þegar gengið var til búningsherbergja var allt jafnt, 14-14.
Svipaða sögu er að segja af seinni hálfleik, en þær kóresku náðu þó þriggja marka forskoti þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og þær unnu að lokum tveggja marka sigur, 31-29.
Þá vann Argentína tveggjam arka sigur gegn Austurríki í H-riðli, 31-29, og Króatía gjörsamlega valtaði yfir Paragvæ í G-riðli þar sem lokatölur urðu 38-16.