Konur í Afganistan og Palestínu njóta góðs af jólagjöfum UN Women Heimsljós 6. desember 2021 15:30 UN Women Táknrænar jólagjafir UN Women eru í formi fallegra gjafabréfa bæði á pappír og í rafrænu formi. Jólagjafir UN Women í ár eru neyðarpakki til konu í Afganistan og sálræn aðstoð til ekkju í Palestínu. „Jólagjafir UN Women njóta sívaxandi vinsælda. Þetta eru gjafirnar sem veita von og hjálpa konum að viðhalda reisn sinni í erfiðum aðstæðum. Margir panta jólagjafir UN Women og gefa gjafabréfið með sem jólakort í pakkann,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi í fréttatilkynningu. Neyðarpakkinn inniheldur tíðavörur, tannbursta og tannkrem, sápu, þvottaefni, nærfatnað og handklæði. Þessi pakki auðveldar konum að viðhalda persónulegu hreinlæti við erfiðar aðstæður og minnkar um leið líkur á veikindum og takmarkar sýkingarhættu. „Við bjóðum einnig upp á fjölda annarra táknrænna jólagjafa. Ein þeirra vinsælustu er sálræn aðstoð, sem veitir konu sem misst hefur maka í átökunum í Palestínu þrjá sálfræðitíma. Sú gjöf kostar 3.500 krónur,“ bætir Stella við. Táknrænar jólagjafir UN Women eru í formi fallegra gjafabréfa sem er annað hvort hægt að fá á stífum pappír eða í rafrænu formi. Gjafirnar fást á vefsíðu UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Palestína Afganistan Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent
Jólagjafir UN Women í ár eru neyðarpakki til konu í Afganistan og sálræn aðstoð til ekkju í Palestínu. „Jólagjafir UN Women njóta sívaxandi vinsælda. Þetta eru gjafirnar sem veita von og hjálpa konum að viðhalda reisn sinni í erfiðum aðstæðum. Margir panta jólagjafir UN Women og gefa gjafabréfið með sem jólakort í pakkann,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi í fréttatilkynningu. Neyðarpakkinn inniheldur tíðavörur, tannbursta og tannkrem, sápu, þvottaefni, nærfatnað og handklæði. Þessi pakki auðveldar konum að viðhalda persónulegu hreinlæti við erfiðar aðstæður og minnkar um leið líkur á veikindum og takmarkar sýkingarhættu. „Við bjóðum einnig upp á fjölda annarra táknrænna jólagjafa. Ein þeirra vinsælustu er sálræn aðstoð, sem veitir konu sem misst hefur maka í átökunum í Palestínu þrjá sálfræðitíma. Sú gjöf kostar 3.500 krónur,“ bætir Stella við. Táknrænar jólagjafir UN Women eru í formi fallegra gjafabréfa sem er annað hvort hægt að fá á stífum pappír eða í rafrænu formi. Gjafirnar fást á vefsíðu UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Palestína Afganistan Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent