Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal Snorri Másson skrifar 6. desember 2021 21:21 Desember er genginn í garð og árleg jólasýning er hafin í Ásmundarsal. Þar lætur fjármálaráðherra sig ekki vanta - að þessu sinni sem málverk. Vísir/Vilhelm „Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum. Fréttastofa mætti á staðinn og var ekki lengi að finna sitt uppáhaldsverk, eftir Auði Ómarsdóttur myndlistarkonu. Sjón er sögu ríkari: Skemmst er að minnast þess þegar vikið var að því í fréttatilkynningu frá lögreglu á aðfangadag í fyrra, að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið staddur í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur. Það reyndist vera Bjarni Benediktsson, sem síðar baðst afsökunar á að hafa ekki yfirgefið rýmið þegar fólki fór að fjölga þar töluvert. Staðarhaldarar voru sektaðir fyrir brot á grímuskyldu. Sjarmerandi og sætur Auður Ómarsdóttir sagði í viðtali við fréttastofu að hún hafi síst verið að reyna að stríða Bjarna með málverkinu, heldur fyndist henni hann bara heillandi og með falleg augu. Hún væri í rauninni bara að vonast til þess að verkið yrði til þess að hann vissi hver hún væri. „Hann er bara svo sjarmerandi og sætur að mig langaði bara að mála mynd af honum. Við sjáum hérna alla veröldina í augunum á honum, þennan skýrleika og öll þessi tækifæri,“ segir Auður. Bjarni Benediktsson eins og Auður Ómarsdóttir sér hann fyrir sér, í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur.Stöð 2 Og hvað kostar það? Ja, Bjarni hefur að sögn klárlega ráð á að fjárfesta í verkinu að sögn Auðar. Fyrst stóð til að láta það kosta mánaðarlaun fjármálaráðherra, en það reyndist of há upphæð. Auður er annars iðin við að mála svipaðar myndir og þá sem hún hefur málað af Bjarna, þannig að út frá því sjónarmiði er portrettmyndin af ráðherranum ekki nema rökrænt næsta skref í listsköpun hennar. View this post on Instagram A post shared by Auður Ómarsdóttir (@auduromars) Jólasýning Ásmundarsalar opnaði á laugardag og verða verkin til sölu næstu vikur alveg fram á Þorláksmessu. Frá og með 17. desember er opið til átta á kvöldin en lokakvöldið til tíu. Jólasýning Ásmundarsalar opnar laugardaginn 4. desember kl. 12:00. Hátt í 600 verk eru til sölu eftir 180 listamenn, View this post on Instagram A post shared by Ásmundarsalur (@asmundarsalur) Ráðherra í Ásmundarsal Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er svona myndlistarannáll“ Í hádeginu á laugardag opnar jólasýningin „Svona eru jólin“ í Ásmundarsal. Um er að ræða sölusýningu með verkum frá hátt í 200 listamönnum. 3. desember 2021 13:31 Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. 30. júní 2021 11:24 Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fréttastofa mætti á staðinn og var ekki lengi að finna sitt uppáhaldsverk, eftir Auði Ómarsdóttur myndlistarkonu. Sjón er sögu ríkari: Skemmst er að minnast þess þegar vikið var að því í fréttatilkynningu frá lögreglu á aðfangadag í fyrra, að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið staddur í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur. Það reyndist vera Bjarni Benediktsson, sem síðar baðst afsökunar á að hafa ekki yfirgefið rýmið þegar fólki fór að fjölga þar töluvert. Staðarhaldarar voru sektaðir fyrir brot á grímuskyldu. Sjarmerandi og sætur Auður Ómarsdóttir sagði í viðtali við fréttastofu að hún hafi síst verið að reyna að stríða Bjarna með málverkinu, heldur fyndist henni hann bara heillandi og með falleg augu. Hún væri í rauninni bara að vonast til þess að verkið yrði til þess að hann vissi hver hún væri. „Hann er bara svo sjarmerandi og sætur að mig langaði bara að mála mynd af honum. Við sjáum hérna alla veröldina í augunum á honum, þennan skýrleika og öll þessi tækifæri,“ segir Auður. Bjarni Benediktsson eins og Auður Ómarsdóttir sér hann fyrir sér, í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur.Stöð 2 Og hvað kostar það? Ja, Bjarni hefur að sögn klárlega ráð á að fjárfesta í verkinu að sögn Auðar. Fyrst stóð til að láta það kosta mánaðarlaun fjármálaráðherra, en það reyndist of há upphæð. Auður er annars iðin við að mála svipaðar myndir og þá sem hún hefur málað af Bjarna, þannig að út frá því sjónarmiði er portrettmyndin af ráðherranum ekki nema rökrænt næsta skref í listsköpun hennar. View this post on Instagram A post shared by Auður Ómarsdóttir (@auduromars) Jólasýning Ásmundarsalar opnaði á laugardag og verða verkin til sölu næstu vikur alveg fram á Þorláksmessu. Frá og með 17. desember er opið til átta á kvöldin en lokakvöldið til tíu. Jólasýning Ásmundarsalar opnar laugardaginn 4. desember kl. 12:00. Hátt í 600 verk eru til sölu eftir 180 listamenn, View this post on Instagram A post shared by Ásmundarsalur (@asmundarsalur)
Ráðherra í Ásmundarsal Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er svona myndlistarannáll“ Í hádeginu á laugardag opnar jólasýningin „Svona eru jólin“ í Ásmundarsal. Um er að ræða sölusýningu með verkum frá hátt í 200 listamönnum. 3. desember 2021 13:31 Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. 30. júní 2021 11:24 Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er svona myndlistarannáll“ Í hádeginu á laugardag opnar jólasýningin „Svona eru jólin“ í Ásmundarsal. Um er að ræða sölusýningu með verkum frá hátt í 200 listamönnum. 3. desember 2021 13:31
Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. 30. júní 2021 11:24
Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45