„Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 11. desember 2021 12:02 Söngkonan og Einhleypan Hildur Kristín Stefánsdóttir elskar að láta koma sér á óvart, er mikil keppnismanneskja og finnst allt sem tengist bílum leiðinlegt. Vísir/Vilhelm Hún vill kaffið sitt svart og sykurlaust, eggin sín hleypt og segist vera ógeðslega góð í því að bakka í stæði. Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir er Einhleypa vikunnar. Hildur situr ekki auðum höndum þessa dagana og vinnur að mörgum, ólíkum og spennandi verkefnum. „Ég er tónlistarkona í fullu starfi og líka eigandi Skýsins skapandi skóla ásamt Unni Eggerts. Núna er ég bæði að vinna í sólóplötunni minni, sem Hildur, og plötu með RED RIOT sem er samstarfsverkefni mitt og Cell7. “ Meðfram þessu starfar Hildur einnig með ólíkum tónlistarmönnum sem lagahöfundur og pródúsent. Skýið er skapandi skóli sem býður upp á fjölbreytt námskeið fyrir fólk sem vill auka við þekkingu sína, sköpunarkraft og jafnframt búa sér til ný tækifæri. Hildur er án vafa ein af eftirsóttustu konum landsins og segir heimsfaraldurinn vissulega hafa sett svolítið strik í stefnumótalífið. „Það er búið að vera svolítið einkennilegt. Ég er miklu minna að fara út á lífið svo að maður „rekst“ ekki jafn mikið á sæta stráka.“ Hildur er tónlistarkona í fullu starfi en ásamt því að vinna að eigin sólóplötu er hún mikið að vinna með öðrum listamönnum. Hér fyrir neðan svarar Hildur spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn? Hildur Kristín Stefánsdóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Þegar ég bjó í Japan kallaði ég mig Kristín því ég meikaði ekki að vera kölluð „Hiruduru” í heilt ár. Aldur í árum? 33 ára. Aldur í anda? 28 ára, sirka. Fæ samt rosa oft að heyra að fólk haldi að ég sé svona 26 ára max. Hef ákveðið að taka því bara sem hrósi þótt ég hafi verið óttalegur vitleysingur þegar ég var 26 ára. Menntun? BA gráða í japönsku. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Ég veit ekkert hvernig ég á að gera þetta en ætla samt að gera það“. Guilty pleasure kvikmynd? Á ekki guilty pleasure kvikmynd en guilty pleasure þættir í uppáhaldi eru í rauninni allir raunveruleikaþættir í anda Love Island og Bachelor. Þetta er fíkn. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já, ég man að fyrsti „frægi“ sem ég var skotin í var Emil í bíómyndinni Emil og Skundi. Kannski líka því hann var hundamaður eins og ég. Svo var það Leonardo Dicaprio þegar ég sá Titanic. Hann má eiga það, hann hefur elst vel kallinn. Aldrei tengt við sturtusönginn Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei, reyni að komast hjá því. Syngur þú í sturtu? Tja, ég syng alls staðar annarstaðar, verandi söngkona, en hef aldrei sérstaklega tengt við sturtusönginn. Uppáhaldsappið þitt? Calm og Instagram. Fáránlegt combo, ég veit. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? Já, er á Tinder, og hef líka verið á Raya en það eru ekki nógu margir þar á Íslandi svo það sé spennandi. Tinder er reyndar mjög sniðugt, ég kynntist einum besta vini mínum í dag á því og líka meðleigjanda fyrir stúdíóið mitt. Mjög hentugt. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Skemmtileg, skapandi og óþolinmóð. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Einlæg, skemmtileg og nýjungagjörn. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmor, lífsgleði, framtakssemi, góðmennska og góður tónlistarsmekkur. Hildur kynntist sínum besta vini á Tinder og segir hún stefnumótaforrit geta verið mjög skemmtileg. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Að geta ekki tjáð sig um tilfinningar og taka ekki ábyrgð á eigin geðheilsu. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Sennilega pokarotta (possum). Þeir sem followa mig á Instagram skilja. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Dolly Parton, Kanye West og Oprah. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ógeðslega góð í að bakka í stæði en það er varla leyndur hæfileiki því ég monta mig mjög oft af því. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Búa til tónlist, drekka vín með góðum vinum og hlæja, fara til útlanda og knúsa hundinn minn. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Allt sem tengist bílnum mínum. Það er kannski ástæða fyrir að hann er algjör ruslakista á hjólum. Ertu A eða B týpa? Ég er algjör B týpa sem heldur statt og stöðugt í vonina að einn daginn verði ég A týpa. Hvernig viltu eggin þín? Hleypt egg takk. Hvernig viltu kaffið þitt? Svart og sykurlaust í stórum bolla. Á sumrin, endilega svart ískaffi. Hildur er mikill rómantíker og segist hún elska að láta koma sér á óvart. Hrikaleg að muna söngtexta Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Röntgen er uppáhalds en svo læt ég líka sjá mig á Veður, Kex, Mikka Ref og KB. Ertu rómantík? Já, ég er frekar rómantísk, elska að láta koma mér á óvart og er bara algjör sökker fyrir öllum rómantískum hugmyndum. Draumastefnumótið? Eitthvað skemmtilegt activity eins og keppni í einhverju (er mikil keppnismanneskja) eins og pílu eða kubb. Fara svo á barinn og fá sér nokkra og hlæja mikið og enda svo í göngutúr að horfa á sólarlagið á fallegum stað. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Vá, þetta er vandræðalegt að viðurkenna því að allir halda að söngvarar kunni alla texta en ég er hrikalega léleg að muna texta, meira að segja mína eigin. Þannig að ég hef örugglega sungið alla texta rangt á einhverjum tímapunkti. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Ég er orðin gjörsamlega hooked á Succession. Langt síðan ég hef orðið jafn spennt yfir seríu. Hvaða bók lastu síðast? Ég er að lesa Nornin frá Portobello því að vinkona mín gaf mér hana. Hvað er Ást? Þessi mjúka tilfinning inni í manni þegar tvær manneskjur elska hvora aðra skilyrðislaust, kunna að hlusta og vera til staðar og gefa lífinu nýjan lit. Fyrir þá sem vilja fylgjast betur með Hildi þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Einhleypan Ástin og lífið Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Makamál Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Samþykki er grundvallaratriði Makamál Í lögreglufylgd á stefnumót: „Um leið og ég settist inn í bílinn, kom útkall“ Makamál Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Hildur situr ekki auðum höndum þessa dagana og vinnur að mörgum, ólíkum og spennandi verkefnum. „Ég er tónlistarkona í fullu starfi og líka eigandi Skýsins skapandi skóla ásamt Unni Eggerts. Núna er ég bæði að vinna í sólóplötunni minni, sem Hildur, og plötu með RED RIOT sem er samstarfsverkefni mitt og Cell7. “ Meðfram þessu starfar Hildur einnig með ólíkum tónlistarmönnum sem lagahöfundur og pródúsent. Skýið er skapandi skóli sem býður upp á fjölbreytt námskeið fyrir fólk sem vill auka við þekkingu sína, sköpunarkraft og jafnframt búa sér til ný tækifæri. Hildur er án vafa ein af eftirsóttustu konum landsins og segir heimsfaraldurinn vissulega hafa sett svolítið strik í stefnumótalífið. „Það er búið að vera svolítið einkennilegt. Ég er miklu minna að fara út á lífið svo að maður „rekst“ ekki jafn mikið á sæta stráka.“ Hildur er tónlistarkona í fullu starfi en ásamt því að vinna að eigin sólóplötu er hún mikið að vinna með öðrum listamönnum. Hér fyrir neðan svarar Hildur spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn? Hildur Kristín Stefánsdóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Þegar ég bjó í Japan kallaði ég mig Kristín því ég meikaði ekki að vera kölluð „Hiruduru” í heilt ár. Aldur í árum? 33 ára. Aldur í anda? 28 ára, sirka. Fæ samt rosa oft að heyra að fólk haldi að ég sé svona 26 ára max. Hef ákveðið að taka því bara sem hrósi þótt ég hafi verið óttalegur vitleysingur þegar ég var 26 ára. Menntun? BA gráða í japönsku. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Ég veit ekkert hvernig ég á að gera þetta en ætla samt að gera það“. Guilty pleasure kvikmynd? Á ekki guilty pleasure kvikmynd en guilty pleasure þættir í uppáhaldi eru í rauninni allir raunveruleikaþættir í anda Love Island og Bachelor. Þetta er fíkn. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já, ég man að fyrsti „frægi“ sem ég var skotin í var Emil í bíómyndinni Emil og Skundi. Kannski líka því hann var hundamaður eins og ég. Svo var það Leonardo Dicaprio þegar ég sá Titanic. Hann má eiga það, hann hefur elst vel kallinn. Aldrei tengt við sturtusönginn Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei, reyni að komast hjá því. Syngur þú í sturtu? Tja, ég syng alls staðar annarstaðar, verandi söngkona, en hef aldrei sérstaklega tengt við sturtusönginn. Uppáhaldsappið þitt? Calm og Instagram. Fáránlegt combo, ég veit. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? Já, er á Tinder, og hef líka verið á Raya en það eru ekki nógu margir þar á Íslandi svo það sé spennandi. Tinder er reyndar mjög sniðugt, ég kynntist einum besta vini mínum í dag á því og líka meðleigjanda fyrir stúdíóið mitt. Mjög hentugt. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Skemmtileg, skapandi og óþolinmóð. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Einlæg, skemmtileg og nýjungagjörn. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmor, lífsgleði, framtakssemi, góðmennska og góður tónlistarsmekkur. Hildur kynntist sínum besta vini á Tinder og segir hún stefnumótaforrit geta verið mjög skemmtileg. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Að geta ekki tjáð sig um tilfinningar og taka ekki ábyrgð á eigin geðheilsu. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Sennilega pokarotta (possum). Þeir sem followa mig á Instagram skilja. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Dolly Parton, Kanye West og Oprah. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ógeðslega góð í að bakka í stæði en það er varla leyndur hæfileiki því ég monta mig mjög oft af því. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Búa til tónlist, drekka vín með góðum vinum og hlæja, fara til útlanda og knúsa hundinn minn. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Allt sem tengist bílnum mínum. Það er kannski ástæða fyrir að hann er algjör ruslakista á hjólum. Ertu A eða B týpa? Ég er algjör B týpa sem heldur statt og stöðugt í vonina að einn daginn verði ég A týpa. Hvernig viltu eggin þín? Hleypt egg takk. Hvernig viltu kaffið þitt? Svart og sykurlaust í stórum bolla. Á sumrin, endilega svart ískaffi. Hildur er mikill rómantíker og segist hún elska að láta koma sér á óvart. Hrikaleg að muna söngtexta Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Röntgen er uppáhalds en svo læt ég líka sjá mig á Veður, Kex, Mikka Ref og KB. Ertu rómantík? Já, ég er frekar rómantísk, elska að láta koma mér á óvart og er bara algjör sökker fyrir öllum rómantískum hugmyndum. Draumastefnumótið? Eitthvað skemmtilegt activity eins og keppni í einhverju (er mikil keppnismanneskja) eins og pílu eða kubb. Fara svo á barinn og fá sér nokkra og hlæja mikið og enda svo í göngutúr að horfa á sólarlagið á fallegum stað. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Vá, þetta er vandræðalegt að viðurkenna því að allir halda að söngvarar kunni alla texta en ég er hrikalega léleg að muna texta, meira að segja mína eigin. Þannig að ég hef örugglega sungið alla texta rangt á einhverjum tímapunkti. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Ég er orðin gjörsamlega hooked á Succession. Langt síðan ég hef orðið jafn spennt yfir seríu. Hvaða bók lastu síðast? Ég er að lesa Nornin frá Portobello því að vinkona mín gaf mér hana. Hvað er Ást? Þessi mjúka tilfinning inni í manni þegar tvær manneskjur elska hvora aðra skilyrðislaust, kunna að hlusta og vera til staðar og gefa lífinu nýjan lit. Fyrir þá sem vilja fylgjast betur með Hildi þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér.
Einhleypan Ástin og lífið Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Makamál Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Samþykki er grundvallaratriði Makamál Í lögreglufylgd á stefnumót: „Um leið og ég settist inn í bílinn, kom útkall“ Makamál Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira