Alfreð lærði af austur-þýskum sérfræðingi með vafasama fortíð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2021 11:31 Alfreð Gíslason hefur starfað við þjálfun í Þýskalandi undanfarin 24 ár. getty/Sascha Klahn Þegar Alfreð Gíslason þjálfaði Magdeburg í Þýskalandi starfaði hann meðal annars með þekktum prófessor sem átti sér vafasama fortíð. Í hlaðvarpi Snorra Björnssonar ræddi Alfreð um þegar hann varð heltekinn af næringarfræði og þrekþjálfun, með það fyrir augum að koma leikmönnum sínum í sem best líkamlegt form. Í þeim efnum naut hann meðal annars liðssinnis þekkts prófessors á þessu sviði. „Ég fór alveg á kaf í þetta, með þessum prófessor. Ég lærði gífurlega mikið af honum. Þþegar maður er að vinna með algjörum sérfræðingum í þessari lífeðlisfræði þarf maður líka að vera góður að flokka hvað þó maður getur ekki notað vegna þess að þeir eru bara í þessu,“ sagði Alfreð. Umræddur prófessor var eitt sinn háttsettur innan íþróttanna í Austur-Þýskalandi og hafði hlotið dóm fyrir aðkomu sína að lyfjamisferli. „Þessi prófessor sem ég er að tala um var einn af aðalsérfræðingunum í austur-þýska kerfinu. Ég vissi hver þetta var og hann var dæmdur fyrir það að vera einn af höfuðpaurunum í doping kerfinu hjá Austur-Þýskalandi. Hann var einn af sérfræðingunum þar,“ sagði Alfreð. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eOXo2__a-E8">watch on YouTube</a> „Hann sagði að auðvitað hefðu þeir dópað í Austur-Þýskalandi en sagði að maður gæti náð sama árangri með réttri þjálfun en það tæki bara miklu lengri tíma.“ Vill ekki sjá fæðubótarefni Alfreð er ekki mikill stuðningsmaður fæðubótarefna og vill helst ekki að leikmenn hans noti þau. „Ég var alltaf á bakinu á leikmönnunum mínum að fara aldrei inn í fitness-stúdíó og kaupa sér bauka af einhverju og ætla að fara að éta það því 25 prósent af því er ekki hreint og þeir gætu fallið á lyfjaprófi,“ sagði Alfreð sem lagði áherslu á að allt það sem leikmenn létu ofan í sig væri prófað til að koma í veg fyrir að þeir féllu á lyfjaprófi. „Ég lenti oft í því þegar leikmenn komu úr fríi og höfðu farið í eitthvað stúdíó að það fyrsta sem ég gerði var að taka það af þeim og henda því. Að sjálfsögðu ber þjálfarinn ábyrgð á þessu. Hver ætlar að segja að þjálfarinn hafi ekki tekið þátt í þessu?“ Vegna fyrri reynslu sinnar vissi prófessorinn einnig hvað ætti ekki að gera, og meðal þess var að nota ekki fæðubótaefnin sem Alfreð var svo á móti. „Ég lærði mjög mikið af honum. Eins og hann sagði: við vorum í dópi, ég skal bara viðurkenna það, en ég get sagt þér nákvæmlega hvernig þú getur passað það. Alls ekki hleypa leikmönnum í að kaupa bara einhvers staðar einhver fæðubótarefni og koma með þau á æfingu,“ sagði Alfreð. Þýski handboltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Í hlaðvarpi Snorra Björnssonar ræddi Alfreð um þegar hann varð heltekinn af næringarfræði og þrekþjálfun, með það fyrir augum að koma leikmönnum sínum í sem best líkamlegt form. Í þeim efnum naut hann meðal annars liðssinnis þekkts prófessors á þessu sviði. „Ég fór alveg á kaf í þetta, með þessum prófessor. Ég lærði gífurlega mikið af honum. Þþegar maður er að vinna með algjörum sérfræðingum í þessari lífeðlisfræði þarf maður líka að vera góður að flokka hvað þó maður getur ekki notað vegna þess að þeir eru bara í þessu,“ sagði Alfreð. Umræddur prófessor var eitt sinn háttsettur innan íþróttanna í Austur-Þýskalandi og hafði hlotið dóm fyrir aðkomu sína að lyfjamisferli. „Þessi prófessor sem ég er að tala um var einn af aðalsérfræðingunum í austur-þýska kerfinu. Ég vissi hver þetta var og hann var dæmdur fyrir það að vera einn af höfuðpaurunum í doping kerfinu hjá Austur-Þýskalandi. Hann var einn af sérfræðingunum þar,“ sagði Alfreð. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eOXo2__a-E8">watch on YouTube</a> „Hann sagði að auðvitað hefðu þeir dópað í Austur-Þýskalandi en sagði að maður gæti náð sama árangri með réttri þjálfun en það tæki bara miklu lengri tíma.“ Vill ekki sjá fæðubótarefni Alfreð er ekki mikill stuðningsmaður fæðubótarefna og vill helst ekki að leikmenn hans noti þau. „Ég var alltaf á bakinu á leikmönnunum mínum að fara aldrei inn í fitness-stúdíó og kaupa sér bauka af einhverju og ætla að fara að éta það því 25 prósent af því er ekki hreint og þeir gætu fallið á lyfjaprófi,“ sagði Alfreð sem lagði áherslu á að allt það sem leikmenn létu ofan í sig væri prófað til að koma í veg fyrir að þeir féllu á lyfjaprófi. „Ég lenti oft í því þegar leikmenn komu úr fríi og höfðu farið í eitthvað stúdíó að það fyrsta sem ég gerði var að taka það af þeim og henda því. Að sjálfsögðu ber þjálfarinn ábyrgð á þessu. Hver ætlar að segja að þjálfarinn hafi ekki tekið þátt í þessu?“ Vegna fyrri reynslu sinnar vissi prófessorinn einnig hvað ætti ekki að gera, og meðal þess var að nota ekki fæðubótaefnin sem Alfreð var svo á móti. „Ég lærði mjög mikið af honum. Eins og hann sagði: við vorum í dópi, ég skal bara viðurkenna það, en ég get sagt þér nákvæmlega hvernig þú getur passað það. Alls ekki hleypa leikmönnum í að kaupa bara einhvers staðar einhver fæðubótarefni og koma með þau á æfingu,“ sagði Alfreð.
Þýski handboltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira