Mikið jafnræði var með liðunum, en þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður var allt jafnt, 7-7. Valsmenn voru þó skrefi á undan það sem eftir lifði hálfleiksins og fóru með tveggja marka forskot inn í hléið, 15-13.
Gestirnir voru ekki lengi að koma leiknum í jafnvægi á ný í seinni hálfleik, og þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka var staðan jöfn, 18-18. Þá tóku Valsmenn frumlkvæðið á ný og héldu eins til tveggja marka forystu það sem eftir lifði leiks. Gróttumenn fengu ágætis tækifæri til að jafna leikinn í lokasókninni, en Sakai Motoki hafði komið inn í mark heimamanna með látum og varði frá Birgi Steini Jónssyni.
Lokatölur urðu 25-24, og Valsmenn eru því komnir í fjórða sæti Olís-deildarinnar á ný með 16 stig eftir 11 leiki, níu stigum meira en Grótta sem situr í níunda sæti.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.