„Aldrei grátið eins mikið og síðastliðinn mánuð“ Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2021 09:30 Kevin Na og Jason Kokrak í viðtalinu eftir að hafa unnið sigur í gær. Getty/Cliff Hawkins Tveir vinir kylfingsins Kevins Na hafa fallið frá síðasta mánuðinn og hann minntist þeirra í tilfinningaþrungnu viðtali eftir að hafa ásamt Jason Kokrak unnið sigur á QBE Shootout paramótinu í golfi í gær. Na og Kokrak fengu fugla á 12 af síðustu 13 holunum þegar leikið var í fjórbolta í gær, á lokadegi mótsins, og tryggðu sér þar með dramatískan sigur á mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Þeir enduðu höggi á undan Billy Horschel og Sam Burns. Klippa: Na og Kokrak áttu frábæran lokahring Dramatískur sigurinn var þó Na ekki efstur í huga þegar hann mætti í viðtal í gær enda síðastliðinn mánuður verið honum afar erfiður. „Ég missti tvo góða vini mína síðastliðinn mánuð. Annar þeirra var Kenny Lee, náungi frá Vegas [þar sem Na er búsettur] sem hefur þar mikil áhrif. Hinn er æskuvinur minn, Dusty Smith, sem ég ólst upp með og spilaði golf með í Western Hills golfklúbbnum í Kaliforníu. Hann fékk hjartaáfall, og þetta hafði mikil áhrif á mig. Við eigum minningar um hann frá því að hann kom á The Masters, hann var kylfusveinn fyrir mig á U.S. Junior, U.S. Am og Pro Golf mótum,“ sagði Na. "I've never cried so much in the past month."Today was an emotional win for @KevinNa915 after he recently lost two very close friends. pic.twitter.com/9XNw8i8qWD— PGA TOUR (@PGATOUR) December 12, 2021 „Ég hef aldrei grátið eins mikið og síðastliðinn mánuð. Ég held að hann hafi verið þarna uppi að hjálpa okkur. Mig langar að þakka þeim báðum og ég held að þetta hefði ekki verið mögulegt án þeirra,“ sagði Na. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Na og Kokrak fengu fugla á 12 af síðustu 13 holunum þegar leikið var í fjórbolta í gær, á lokadegi mótsins, og tryggðu sér þar með dramatískan sigur á mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Þeir enduðu höggi á undan Billy Horschel og Sam Burns. Klippa: Na og Kokrak áttu frábæran lokahring Dramatískur sigurinn var þó Na ekki efstur í huga þegar hann mætti í viðtal í gær enda síðastliðinn mánuður verið honum afar erfiður. „Ég missti tvo góða vini mína síðastliðinn mánuð. Annar þeirra var Kenny Lee, náungi frá Vegas [þar sem Na er búsettur] sem hefur þar mikil áhrif. Hinn er æskuvinur minn, Dusty Smith, sem ég ólst upp með og spilaði golf með í Western Hills golfklúbbnum í Kaliforníu. Hann fékk hjartaáfall, og þetta hafði mikil áhrif á mig. Við eigum minningar um hann frá því að hann kom á The Masters, hann var kylfusveinn fyrir mig á U.S. Junior, U.S. Am og Pro Golf mótum,“ sagði Na. "I've never cried so much in the past month."Today was an emotional win for @KevinNa915 after he recently lost two very close friends. pic.twitter.com/9XNw8i8qWD— PGA TOUR (@PGATOUR) December 12, 2021 „Ég hef aldrei grátið eins mikið og síðastliðinn mánuð. Ég held að hann hafi verið þarna uppi að hjálpa okkur. Mig langar að þakka þeim báðum og ég held að þetta hefði ekki verið mögulegt án þeirra,“ sagði Na. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira