Himnasending til Framara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2021 15:31 Jesús Yendis mun spila með Fram næsta sumar. Knattspyrnudeild Fram Úrvalsdeildarlið Fram hefur náð sér í liðstyrk frá Suður-Ameríku fyrir fyrsta tímabil félagsins í efstu deild í átta ár. Knattspyrnudeild Fram samdi við hinn 23 ára gamla Jesús Yendis frá Venesúela en þetta er vinstri bakvörður sem jafnframt getur leikið sem kantmaður. Hann kemur til Fram frá CD Hermanos Colmenarez í heimalandinu. Samningurinn Jesús Yendis við Fram er til tveggja ára og gildir því út keppnistímabilið 2023. „Jesús er sókndjarfur og beinskeyttur bakvörður sem býr yfir miklum hraða. Hann er góður á boltanum og með góðar fyrirgjafir en jafnframt öflugur varnarmaður. Þrátt fyrir ungan aldur býr Jesús yfir mikilli reynslu úr deildinni í Venesúela,“ segir í fréttatilkynningu Framara um nýja leikmanninn. Jón Sveinsson þjálfari Fram er ánægður með að hafa tryggt sér þjónustu Jesús Yendis næstu tvö árin: „Jesús er spennandi viðbót við góðan hóp hjá okkur. Hraður og kröftugur vinstri bakvörður sem mun styrkja okkur,“ sagði Jón. Í fréttatilkynningu Framara kemur einnig fram að Jesús sé spenntur fyrir tækifærinu að koma til Íslands að leika knattspyrnu. „Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til þess að skapa mér nafn utan Venesúela. Ég er mjög ánægður og spenntur yfir þessu tækifæri og stoltur af því trausti sem að Fram sýnir mér. Ég mun leggja mig allan fram fyrir félagið og stuðningsmennina,“ sagði Jesús Yendis. Jesús Yendis er ekki eini Suður-Ameríkumaðurinn í Framliðinu því Brasilíumaðurinn Frederico Saraiva skoraði átta mörk fyrir liðið í Lengjudeildinni síðasta sumar. Það virðist líka vera straumur frá Venesúela til Íslands því Blikar sömdu við Juan Camilo Pérez á dögunum. Pepsi Max-deild karla Fram Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira
Knattspyrnudeild Fram samdi við hinn 23 ára gamla Jesús Yendis frá Venesúela en þetta er vinstri bakvörður sem jafnframt getur leikið sem kantmaður. Hann kemur til Fram frá CD Hermanos Colmenarez í heimalandinu. Samningurinn Jesús Yendis við Fram er til tveggja ára og gildir því út keppnistímabilið 2023. „Jesús er sókndjarfur og beinskeyttur bakvörður sem býr yfir miklum hraða. Hann er góður á boltanum og með góðar fyrirgjafir en jafnframt öflugur varnarmaður. Þrátt fyrir ungan aldur býr Jesús yfir mikilli reynslu úr deildinni í Venesúela,“ segir í fréttatilkynningu Framara um nýja leikmanninn. Jón Sveinsson þjálfari Fram er ánægður með að hafa tryggt sér þjónustu Jesús Yendis næstu tvö árin: „Jesús er spennandi viðbót við góðan hóp hjá okkur. Hraður og kröftugur vinstri bakvörður sem mun styrkja okkur,“ sagði Jón. Í fréttatilkynningu Framara kemur einnig fram að Jesús sé spenntur fyrir tækifærinu að koma til Íslands að leika knattspyrnu. „Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til þess að skapa mér nafn utan Venesúela. Ég er mjög ánægður og spenntur yfir þessu tækifæri og stoltur af því trausti sem að Fram sýnir mér. Ég mun leggja mig allan fram fyrir félagið og stuðningsmennina,“ sagði Jesús Yendis. Jesús Yendis er ekki eini Suður-Ameríkumaðurinn í Framliðinu því Brasilíumaðurinn Frederico Saraiva skoraði átta mörk fyrir liðið í Lengjudeildinni síðasta sumar. Það virðist líka vera straumur frá Venesúela til Íslands því Blikar sömdu við Juan Camilo Pérez á dögunum.
Pepsi Max-deild karla Fram Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira