Sjö listamenn og hljómsveitir hljóta Kraumsverðlaunin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. desember 2021 12:31 Kraumsverðlaunahafar 2021. Kraumur Sjö listamenn og hljómsveitir hlutu Kraumsverðlaunin í ár fyrir plötur sínar. Þetta er í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru afhent. Á meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa Kraumsverðlaun frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 má nefna Hildi Guðnadóttur, Daníel Bjarnason, Hjaltalín, Lay Low, FM Belfast, Retro Stefson, Moses Hightower og Sóley. Kraumsverðlaunin eru veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Mikil fjölbreytni einkennir verðlaunahafa ársins sem koma úr ýmsum áttum íslensk tónlistarlífs. Verðlaunaplöturnar spanna m.a. litróf popp og öfgarokks, pönk og jazz, house og danstónlistar. Kraumsverðlaunin 2021 hljóta: BSÍ - Stundum þunglynd ...en alltaf andfasísk Ekdikēsis - Canvas Of A New Dawn Eva808 – Sultry Venom Inspector Spacetime - Inspector Spacetime Skrattar - Hellraiser IV Sucks to be you, Nigel - Tína blóm Tumi Árnason - H L Ý N U N „Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2013, og annað sinn í sögu Kraumsverðlaunanna, sem sjö listamenn og hljómsveitir hljóta verðlaunin. Hefð er fyrir því að sex plötur séu verðlaunaðar, en dómnefndin í ár sá hins vegar ástæðu fyrir því að verðlauna sjö plötur í ár - sem er til marks um þá miklu grósku sem einkennir íslnenskt tónlistarlíf í dag,“ segir í tilkynningu um verðlaunin. Kraumsverðlaunum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Alls hafa rúmlega sjötíu listamenn og hljómsveitir hlotið verðlaunin fyrir plötur sínar, flestir snemma á ferli sínum. Dúettinn Ultraflex tekur við Kraumsverðlaunum 2020.Aðsent Kraumsverðlaunin eru valin af níu manna dómnefnd skipuð fólki með margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður dómnefndar), Arnar Eggert Thoroddsen, Helga Þórey Jónsdóttir, Lovísa Rut Kristjánsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Óli Dóri, Rósa Birgitta Ísfeld, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. „Aðstandandi Kraumslistans og Kraumsverðlaunanna er Aurora velgerðasjóður sem styður þróun og menningu hérlendis sem erlendis í gegnum margvísleg verkefni sem er ætlað að örva samfélög á sjálfbæran máta.“ Tónlist Tengdar fréttir Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna 2021 tilkynntar Kraumsverðlaunin verða afhent í fjórtánda sinn síðar í þessum mánuði þar sem verðlaun verða veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. 1. desember 2021 16:31 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Á meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa Kraumsverðlaun frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 má nefna Hildi Guðnadóttur, Daníel Bjarnason, Hjaltalín, Lay Low, FM Belfast, Retro Stefson, Moses Hightower og Sóley. Kraumsverðlaunin eru veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Mikil fjölbreytni einkennir verðlaunahafa ársins sem koma úr ýmsum áttum íslensk tónlistarlífs. Verðlaunaplöturnar spanna m.a. litróf popp og öfgarokks, pönk og jazz, house og danstónlistar. Kraumsverðlaunin 2021 hljóta: BSÍ - Stundum þunglynd ...en alltaf andfasísk Ekdikēsis - Canvas Of A New Dawn Eva808 – Sultry Venom Inspector Spacetime - Inspector Spacetime Skrattar - Hellraiser IV Sucks to be you, Nigel - Tína blóm Tumi Árnason - H L Ý N U N „Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2013, og annað sinn í sögu Kraumsverðlaunanna, sem sjö listamenn og hljómsveitir hljóta verðlaunin. Hefð er fyrir því að sex plötur séu verðlaunaðar, en dómnefndin í ár sá hins vegar ástæðu fyrir því að verðlauna sjö plötur í ár - sem er til marks um þá miklu grósku sem einkennir íslnenskt tónlistarlíf í dag,“ segir í tilkynningu um verðlaunin. Kraumsverðlaunum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Alls hafa rúmlega sjötíu listamenn og hljómsveitir hlotið verðlaunin fyrir plötur sínar, flestir snemma á ferli sínum. Dúettinn Ultraflex tekur við Kraumsverðlaunum 2020.Aðsent Kraumsverðlaunin eru valin af níu manna dómnefnd skipuð fólki með margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður dómnefndar), Arnar Eggert Thoroddsen, Helga Þórey Jónsdóttir, Lovísa Rut Kristjánsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Óli Dóri, Rósa Birgitta Ísfeld, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. „Aðstandandi Kraumslistans og Kraumsverðlaunanna er Aurora velgerðasjóður sem styður þróun og menningu hérlendis sem erlendis í gegnum margvísleg verkefni sem er ætlað að örva samfélög á sjálfbæran máta.“
Tónlist Tengdar fréttir Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna 2021 tilkynntar Kraumsverðlaunin verða afhent í fjórtánda sinn síðar í þessum mánuði þar sem verðlaun verða veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. 1. desember 2021 16:31 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna 2021 tilkynntar Kraumsverðlaunin verða afhent í fjórtánda sinn síðar í þessum mánuði þar sem verðlaun verða veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. 1. desember 2021 16:31