Sjö listamenn og hljómsveitir hljóta Kraumsverðlaunin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. desember 2021 12:31 Kraumsverðlaunahafar 2021. Kraumur Sjö listamenn og hljómsveitir hlutu Kraumsverðlaunin í ár fyrir plötur sínar. Þetta er í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru afhent. Á meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa Kraumsverðlaun frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 má nefna Hildi Guðnadóttur, Daníel Bjarnason, Hjaltalín, Lay Low, FM Belfast, Retro Stefson, Moses Hightower og Sóley. Kraumsverðlaunin eru veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Mikil fjölbreytni einkennir verðlaunahafa ársins sem koma úr ýmsum áttum íslensk tónlistarlífs. Verðlaunaplöturnar spanna m.a. litróf popp og öfgarokks, pönk og jazz, house og danstónlistar. Kraumsverðlaunin 2021 hljóta: BSÍ - Stundum þunglynd ...en alltaf andfasísk Ekdikēsis - Canvas Of A New Dawn Eva808 – Sultry Venom Inspector Spacetime - Inspector Spacetime Skrattar - Hellraiser IV Sucks to be you, Nigel - Tína blóm Tumi Árnason - H L Ý N U N „Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2013, og annað sinn í sögu Kraumsverðlaunanna, sem sjö listamenn og hljómsveitir hljóta verðlaunin. Hefð er fyrir því að sex plötur séu verðlaunaðar, en dómnefndin í ár sá hins vegar ástæðu fyrir því að verðlauna sjö plötur í ár - sem er til marks um þá miklu grósku sem einkennir íslnenskt tónlistarlíf í dag,“ segir í tilkynningu um verðlaunin. Kraumsverðlaunum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Alls hafa rúmlega sjötíu listamenn og hljómsveitir hlotið verðlaunin fyrir plötur sínar, flestir snemma á ferli sínum. Dúettinn Ultraflex tekur við Kraumsverðlaunum 2020.Aðsent Kraumsverðlaunin eru valin af níu manna dómnefnd skipuð fólki með margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður dómnefndar), Arnar Eggert Thoroddsen, Helga Þórey Jónsdóttir, Lovísa Rut Kristjánsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Óli Dóri, Rósa Birgitta Ísfeld, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. „Aðstandandi Kraumslistans og Kraumsverðlaunanna er Aurora velgerðasjóður sem styður þróun og menningu hérlendis sem erlendis í gegnum margvísleg verkefni sem er ætlað að örva samfélög á sjálfbæran máta.“ Tónlist Tengdar fréttir Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna 2021 tilkynntar Kraumsverðlaunin verða afhent í fjórtánda sinn síðar í þessum mánuði þar sem verðlaun verða veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. 1. desember 2021 16:31 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Á meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa Kraumsverðlaun frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 má nefna Hildi Guðnadóttur, Daníel Bjarnason, Hjaltalín, Lay Low, FM Belfast, Retro Stefson, Moses Hightower og Sóley. Kraumsverðlaunin eru veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Mikil fjölbreytni einkennir verðlaunahafa ársins sem koma úr ýmsum áttum íslensk tónlistarlífs. Verðlaunaplöturnar spanna m.a. litróf popp og öfgarokks, pönk og jazz, house og danstónlistar. Kraumsverðlaunin 2021 hljóta: BSÍ - Stundum þunglynd ...en alltaf andfasísk Ekdikēsis - Canvas Of A New Dawn Eva808 – Sultry Venom Inspector Spacetime - Inspector Spacetime Skrattar - Hellraiser IV Sucks to be you, Nigel - Tína blóm Tumi Árnason - H L Ý N U N „Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2013, og annað sinn í sögu Kraumsverðlaunanna, sem sjö listamenn og hljómsveitir hljóta verðlaunin. Hefð er fyrir því að sex plötur séu verðlaunaðar, en dómnefndin í ár sá hins vegar ástæðu fyrir því að verðlauna sjö plötur í ár - sem er til marks um þá miklu grósku sem einkennir íslnenskt tónlistarlíf í dag,“ segir í tilkynningu um verðlaunin. Kraumsverðlaunum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Alls hafa rúmlega sjötíu listamenn og hljómsveitir hlotið verðlaunin fyrir plötur sínar, flestir snemma á ferli sínum. Dúettinn Ultraflex tekur við Kraumsverðlaunum 2020.Aðsent Kraumsverðlaunin eru valin af níu manna dómnefnd skipuð fólki með margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður dómnefndar), Arnar Eggert Thoroddsen, Helga Þórey Jónsdóttir, Lovísa Rut Kristjánsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Óli Dóri, Rósa Birgitta Ísfeld, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. „Aðstandandi Kraumslistans og Kraumsverðlaunanna er Aurora velgerðasjóður sem styður þróun og menningu hérlendis sem erlendis í gegnum margvísleg verkefni sem er ætlað að örva samfélög á sjálfbæran máta.“
Tónlist Tengdar fréttir Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna 2021 tilkynntar Kraumsverðlaunin verða afhent í fjórtánda sinn síðar í þessum mánuði þar sem verðlaun verða veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. 1. desember 2021 16:31 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna 2021 tilkynntar Kraumsverðlaunin verða afhent í fjórtánda sinn síðar í þessum mánuði þar sem verðlaun verða veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. 1. desember 2021 16:31