Gunnar: Eins og kylfingur sem slær vel og kemur sér í góð færi en setur ekki púttin niður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2021 22:12 Gunnar Magnússon segist ekki vera farinn að örvænta þrátt fyrir rýra uppskeru Aftureldingar í Olís-deild karla. vísir/vilhelm Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, er orðinn vanur að mæta í viðtöl eftir jafna leiki sem hans menn fá lítið sem ekkert út úr. Í kvöld töpuðu Mosfellingar fyrir Haukum, 30-29, í hörkuleik. „Það liggur við að það sé hægt að brosa að þessu. Þetta er saga okkar í vetur. Við erum að spila vel. Núna vorum við án beggja línumannanna okkar [Þrándar Gíslasonar Roth og Einars Inga Hrafnssonar] og svo fékk Þorsteinn Leó [Gunnarsson] rautt spjald. Þarna eru þrír þristar farnir en við náðum samt að leysa það. Við gerðum margt vel og það er það sama í vetur,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er hundfúll með þessi tólf stig sem við erum með. Það eru mikil vonbrigði. En ég hefði áhyggjur ef við værum ekki inni í leikjunum. En sannleikurinn er sá að við eigum tækifæri nánast í hverjum leik en náum ekki að klára þá. Við værum með jafn mörg stig og Haukar bara ef við hefðum klárað leikina sem hafa verið jafnir.“ Gunnar vonast til að dæmið snúist við eftir áramót og Afturelding fari að vinna jöfnu leikina. „Við erum kannski búnir að spila þrjá til fjóra lélega leiki sem er svipað og toppliðin. Við erum í færi í nánast hverjum einasta leik til að taka eitt eða tvö stig en erum ekki að klára þetta í lokin. Þetta er eins og kylfingur sem slær vel og kemur sér í góð færi á hverri holu en setur ekki púttin niður,“ sagði Gunnar. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en stundum er þetta þannig að maður þarf bara að brjóta ísinn, gera þetta einu sinni og fá sjálfstraust. Ég hefði miklar áhyggjur ef við værum að spila illa og værum ekki inni í leikjum en auðvitað er ekki auðvelt að vera þjálfari og fara í leik eftir leik, vera inni í þessu og fá ekkert fyrir það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Afturelding 30-29 | Haukar sluppu með skrekkinn Haukar unnu Aftureldingu með minnsta mun, 30-29, í síðustu umferð Olís-deildar karla fyrir jólafrí. 17. desember 2021 21:50 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Sjá meira
„Það liggur við að það sé hægt að brosa að þessu. Þetta er saga okkar í vetur. Við erum að spila vel. Núna vorum við án beggja línumannanna okkar [Þrándar Gíslasonar Roth og Einars Inga Hrafnssonar] og svo fékk Þorsteinn Leó [Gunnarsson] rautt spjald. Þarna eru þrír þristar farnir en við náðum samt að leysa það. Við gerðum margt vel og það er það sama í vetur,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er hundfúll með þessi tólf stig sem við erum með. Það eru mikil vonbrigði. En ég hefði áhyggjur ef við værum ekki inni í leikjunum. En sannleikurinn er sá að við eigum tækifæri nánast í hverjum leik en náum ekki að klára þá. Við værum með jafn mörg stig og Haukar bara ef við hefðum klárað leikina sem hafa verið jafnir.“ Gunnar vonast til að dæmið snúist við eftir áramót og Afturelding fari að vinna jöfnu leikina. „Við erum kannski búnir að spila þrjá til fjóra lélega leiki sem er svipað og toppliðin. Við erum í færi í nánast hverjum einasta leik til að taka eitt eða tvö stig en erum ekki að klára þetta í lokin. Þetta er eins og kylfingur sem slær vel og kemur sér í góð færi á hverri holu en setur ekki púttin niður,“ sagði Gunnar. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en stundum er þetta þannig að maður þarf bara að brjóta ísinn, gera þetta einu sinni og fá sjálfstraust. Ég hefði miklar áhyggjur ef við værum að spila illa og værum ekki inni í leikjum en auðvitað er ekki auðvelt að vera þjálfari og fara í leik eftir leik, vera inni í þessu og fá ekkert fyrir það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Afturelding 30-29 | Haukar sluppu með skrekkinn Haukar unnu Aftureldingu með minnsta mun, 30-29, í síðustu umferð Olís-deildar karla fyrir jólafrí. 17. desember 2021 21:50 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - Afturelding 30-29 | Haukar sluppu með skrekkinn Haukar unnu Aftureldingu með minnsta mun, 30-29, í síðustu umferð Olís-deildar karla fyrir jólafrí. 17. desember 2021 21:50