Snorri Steinn Guðjónsson: Við náðum í tvö stig Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. desember 2021 22:48 Snorri Steinn var ekki nógu ánægður með frammistöðu liðsins, en sáttur við stigin tvö. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals var feginn með sigur liðs síns á HK í kvöld. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Íslands- og bikarmeistarar Vals, 29-31, í hörkuleik í Kórnum. „Við náðum í tvö stig. Ég er ekki nógu ánægður með frammistöðuna. HK gerði okkur Erfitt fyrir og voru flottir í dag og hafa verið flottir í undanförnum leikjum. Ég er mjög ánægður með að hafa unnið leikinn og maður getur svo sem ekki fengið meira en tvö stig.“ Mikið álag hefur verið á Valsliðinu á tímabilinu og liðið ekki spilað eins vel undan farnar vikur líkt og í byrjun tímabils. „Heilt yfir kannski ekki okkar besti leikur og svona undanfarnir leikir kannski verið svolítið þungir hjá okkur. Kannski að einhverju leyti við búið. Eitthvað sem ég að einhverju leyti reiknaði með, en við komumst í gegnum það og gerðum það þokkalega og náðum að safna þessum stigum sem gerir það að verkum að við erum allavegana í toppbaráttunni. Það er gott. Fyrri hlutinn (af tímabilinu) er ég bara mjög ánægður með. Það var náttúrulega mikil keyrsla á okkur í upphafi og svo kvarnaðist aðeins úr hópnum, en við komumst í gegnum það á góðan hátt.“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals þekkir handboltadagatalið vel af fyrri reynslu og er sáttur með að komast í jólafrí. „Ég er alveg sáttur að fara inn í smá jólafrí. Þetta er búið að vera törn og það er alveg gott að anda, en ef ég þekki mig rétt þá svona fljótlega í janúar verður maður farinn að ókyrrast og vill bara byrja þetta. Maður svo sem þekkir ekkert annað. Það er stórmót í janúar á hverju ári og yfirleitt alltaf er Ísland með á þessum mótum. Þannig að fara í pásu í janúar er ekkert nýtt, en janúar er ekkert skemmtilegasti mánuðurinn fyrir drengina. Æfingarnar verða þungar.“ Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 29-31 | Stórleikur Einars Braga dugði ekki til Í kvöld fékk HK Val í heimsókn í Kórinn í þrettándu umferð Olís-deildar karla í handbolta, sem er jafnframt síðasta umferðin sem verður leikin á árinu 2021. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Íslands- og bikarmeistarar Vals, 29-31, í hörku leik. 17. desember 2021 22:34 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
„Við náðum í tvö stig. Ég er ekki nógu ánægður með frammistöðuna. HK gerði okkur Erfitt fyrir og voru flottir í dag og hafa verið flottir í undanförnum leikjum. Ég er mjög ánægður með að hafa unnið leikinn og maður getur svo sem ekki fengið meira en tvö stig.“ Mikið álag hefur verið á Valsliðinu á tímabilinu og liðið ekki spilað eins vel undan farnar vikur líkt og í byrjun tímabils. „Heilt yfir kannski ekki okkar besti leikur og svona undanfarnir leikir kannski verið svolítið þungir hjá okkur. Kannski að einhverju leyti við búið. Eitthvað sem ég að einhverju leyti reiknaði með, en við komumst í gegnum það og gerðum það þokkalega og náðum að safna þessum stigum sem gerir það að verkum að við erum allavegana í toppbaráttunni. Það er gott. Fyrri hlutinn (af tímabilinu) er ég bara mjög ánægður með. Það var náttúrulega mikil keyrsla á okkur í upphafi og svo kvarnaðist aðeins úr hópnum, en við komumst í gegnum það á góðan hátt.“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals þekkir handboltadagatalið vel af fyrri reynslu og er sáttur með að komast í jólafrí. „Ég er alveg sáttur að fara inn í smá jólafrí. Þetta er búið að vera törn og það er alveg gott að anda, en ef ég þekki mig rétt þá svona fljótlega í janúar verður maður farinn að ókyrrast og vill bara byrja þetta. Maður svo sem þekkir ekkert annað. Það er stórmót í janúar á hverju ári og yfirleitt alltaf er Ísland með á þessum mótum. Þannig að fara í pásu í janúar er ekkert nýtt, en janúar er ekkert skemmtilegasti mánuðurinn fyrir drengina. Æfingarnar verða þungar.“
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 29-31 | Stórleikur Einars Braga dugði ekki til Í kvöld fékk HK Val í heimsókn í Kórinn í þrettándu umferð Olís-deildar karla í handbolta, sem er jafnframt síðasta umferðin sem verður leikin á árinu 2021. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Íslands- og bikarmeistarar Vals, 29-31, í hörku leik. 17. desember 2021 22:34 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 29-31 | Stórleikur Einars Braga dugði ekki til Í kvöld fékk HK Val í heimsókn í Kórinn í þrettándu umferð Olís-deildar karla í handbolta, sem er jafnframt síðasta umferðin sem verður leikin á árinu 2021. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Íslands- og bikarmeistarar Vals, 29-31, í hörku leik. 17. desember 2021 22:34