Víðir segir að Víkingur og Breiðablik hafi tekið mjög stórt skref í þróun fótboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 11:00 Víðir Sigurðsson með nýjustu bókina sína. Íslensk Knattspyrna 2021 var að koma út en þetta er fertugasta bókin sem Víðir kemur að. Vísir/Sigurjón Gaupi fékk Víði Sigurðsson meðal annars til að velja þann besta í 40 ára sögu bókaflokksins Íslenskar knattspyrnu þegar hann hitti reyndasta íþróttafréttamanna Íslands fyrr og síðar. Bókin Íslensk knattspyrna 2021 er komin út. Höfundurinn Víðir Sigurðsson stendur á tímamótum því hann varð á dögunum sá fyrsti í sögu Samtaka íþróttafréttamanna sem nær því að vera meðlimur í fjóra áratugi. Víðir var því að kjósa Íþróttamanns ársins í 41. sinn á dögunum en hann gekk í samtökin árið 1981 og kaus þá í fyrsta sinn. Víðir var þá einn af sjö meðlimum samtakanna en það hefur fjölgað mikið í hópnum síðan þá. Tímamótin eru þó ekki upptalin því á sama tíma er að koma út fertugasta bókin sem hann skrifar í bókaflokknum Íslensk knattspyrna. Bókin var fyrst gefin út árið 1981 en Víðir kom inn 1982 og hefur séð um bókina einn frá árinu 1983. Klippa: Víðir Sigurðsson gefur út bók á stórum tímamótum Guðjón Guðmundsson ræddi við Víði um nýju bókina og um leið um stöðu íslenskar knattspyrnu í dag. Vorum að komast af mölinni inn á grasið af alvöru Það voru ákveðin tímamót í boltanum þegar bókin kom út í fyrsta sinn árið 1981. Víðir Sigurðsson ræðir við Guðjón Guðmundsson.S2 Sport „Þarna upp úr 1980 þá er Ísland að stíga inn á þetta alþjóðlega svið. Hér heima erum við að komast af mölinni inn á grasið af alvöru. Landsliðið er byrjað að ná eftirtektarverðum úrslitum af og til. Við erum líka búin að eignast flotta fulltrúa í Evrópufótboltanum eins og Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen og Atla Eðvaldsson sem dæmi. Þarna eru hlutirnir byrjaði að breytast og þróast,“ sagði Víðir Sigurðsson. „Það er gríðarlega margt búið að gerast. Við höfum séð landsliðin okkar, sérstaklega eftir sem árin hafa liðið, þroskast upp í það að vera að komast í fremstu röð. Kvennalandsliðið fyrst og svo karlalandsliðið óvænt eins og það gerði,“ sagði Víðir. „Við höfum séð alltaf inn á milli áhugaverð úrslit hjá okkar liðum í Evrópuleikjum og svo allt þetta afreksfólk okkar sem hefur náð góðum árangri með félagsliðum erlendis. Það er miðað við höfðatöluna lygilegur fjöldi sem hefur gert það gott þar,“ sagði Víðir. Fótboltann að taka miklum breytingum Karlalandsliðið fer í átta liða úrslit Evrópumótsins og í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Það sá líklega enginn fyrir. Íslensk knattspyrna 2021 er komin út.S2 Sport „Við létum okkur dreyma um þetta um tíma Þegar Gaui Þórðar var að næstum því búinn að koma liðinu í úrslitin á EM. Einu sinni áður vorum við líka aðeins farin að finna þef af þessu en ekki á þennan hátt eins síðar gerðist. Það var algjört ævintýri,“ sagði Víðir. Gaupi vildi meina að íslensk knattspyrnu standi á ákveðnum krossgötum i dag og Víðir tók undir það. „Hún gerir það að mörgu leyti, hvort sem að við horfum á fótboltann sjálfan sem er að taka miklum breytingum. Ef við horfum á karlafótboltann hérna heima í ár þá sáum við Víking og Breiðablik vera að taka mjög stórt skref í þróun fótboltans, í að spila annan og betri fótbolta en við höfum kannski séð. Síðan á alþjóðavettvangi þá er mikið að gerast og mikið að breytast,“ sagði Víðir. „Við erum að sjá kvennalandsliðið okkar fara í fjórða sinn á EM. Það er hægt að týna fleira til af þessu. Við erum að sjá gríðarlega endurnýjun hjá karlalandsliðinu okkar. Þar eru miklar breytingar sem urðu að óvæntum ástæðum á þessu ári. Það er margt sem hefur verið að gerast,“ sagði Víðir. Tveir sem standa upp úr og annar örlitlu skrefi á undan Gaupi vildi fá að vita hver sé besti knattspyrnumaður Íslands á þessum fjörutíu árum sem Víðir hefur verið í þessu. „Það er alltaf erfitt að gera upp á milli manna en það eru alltaf tveir sem koma upp í hugann. Að mínu mati er Ásgeir Sigurvinsson númer eitt, örlitlu skrefi á undan Eiði Smára Guðjohnsen, þessum tveimur bestu fótboltamönnum okkar,“ sagði Víðir. Alltaf sú nýjasta En Gaupi vildi líka fá Víði til að gera upp á milli bókanna sinna fjörutíu. „Hvaða bók er best af þessum fjörutíu,“ spurði Guðjón. „Það er alltaf sú nýjasta,“ svaraði Víðir en þrátt fyrir að bækurnar séu líkar í útliti þá eru þær líka mjög ólíkar. „Maður reynir alltaf að finna eitthvað nýtt á hverju ári. Núna eru það Víkingarnir sem eru á kápunni. Stóra myndin er af þeim enda unnu þeir magnað afrek að verða tvöfaldir meistarar í karlaflokki. Bæði Íslands- og bikarmeistarar eftir að hafa beðið í þrjátíu ár eftir Íslandsmeistaratitlinum. Þeir áttu alveg magnaðan endasprett þar sem þeir vinna síðustu tíu leikina og tryggja sér þessa tvo titla á mjög dramatískan hátt,“ sagði Víðir. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Sjá meira
Bókin Íslensk knattspyrna 2021 er komin út. Höfundurinn Víðir Sigurðsson stendur á tímamótum því hann varð á dögunum sá fyrsti í sögu Samtaka íþróttafréttamanna sem nær því að vera meðlimur í fjóra áratugi. Víðir var því að kjósa Íþróttamanns ársins í 41. sinn á dögunum en hann gekk í samtökin árið 1981 og kaus þá í fyrsta sinn. Víðir var þá einn af sjö meðlimum samtakanna en það hefur fjölgað mikið í hópnum síðan þá. Tímamótin eru þó ekki upptalin því á sama tíma er að koma út fertugasta bókin sem hann skrifar í bókaflokknum Íslensk knattspyrna. Bókin var fyrst gefin út árið 1981 en Víðir kom inn 1982 og hefur séð um bókina einn frá árinu 1983. Klippa: Víðir Sigurðsson gefur út bók á stórum tímamótum Guðjón Guðmundsson ræddi við Víði um nýju bókina og um leið um stöðu íslenskar knattspyrnu í dag. Vorum að komast af mölinni inn á grasið af alvöru Það voru ákveðin tímamót í boltanum þegar bókin kom út í fyrsta sinn árið 1981. Víðir Sigurðsson ræðir við Guðjón Guðmundsson.S2 Sport „Þarna upp úr 1980 þá er Ísland að stíga inn á þetta alþjóðlega svið. Hér heima erum við að komast af mölinni inn á grasið af alvöru. Landsliðið er byrjað að ná eftirtektarverðum úrslitum af og til. Við erum líka búin að eignast flotta fulltrúa í Evrópufótboltanum eins og Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen og Atla Eðvaldsson sem dæmi. Þarna eru hlutirnir byrjaði að breytast og þróast,“ sagði Víðir Sigurðsson. „Það er gríðarlega margt búið að gerast. Við höfum séð landsliðin okkar, sérstaklega eftir sem árin hafa liðið, þroskast upp í það að vera að komast í fremstu röð. Kvennalandsliðið fyrst og svo karlalandsliðið óvænt eins og það gerði,“ sagði Víðir. „Við höfum séð alltaf inn á milli áhugaverð úrslit hjá okkar liðum í Evrópuleikjum og svo allt þetta afreksfólk okkar sem hefur náð góðum árangri með félagsliðum erlendis. Það er miðað við höfðatöluna lygilegur fjöldi sem hefur gert það gott þar,“ sagði Víðir. Fótboltann að taka miklum breytingum Karlalandsliðið fer í átta liða úrslit Evrópumótsins og í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Það sá líklega enginn fyrir. Íslensk knattspyrna 2021 er komin út.S2 Sport „Við létum okkur dreyma um þetta um tíma Þegar Gaui Þórðar var að næstum því búinn að koma liðinu í úrslitin á EM. Einu sinni áður vorum við líka aðeins farin að finna þef af þessu en ekki á þennan hátt eins síðar gerðist. Það var algjört ævintýri,“ sagði Víðir. Gaupi vildi meina að íslensk knattspyrnu standi á ákveðnum krossgötum i dag og Víðir tók undir það. „Hún gerir það að mörgu leyti, hvort sem að við horfum á fótboltann sjálfan sem er að taka miklum breytingum. Ef við horfum á karlafótboltann hérna heima í ár þá sáum við Víking og Breiðablik vera að taka mjög stórt skref í þróun fótboltans, í að spila annan og betri fótbolta en við höfum kannski séð. Síðan á alþjóðavettvangi þá er mikið að gerast og mikið að breytast,“ sagði Víðir. „Við erum að sjá kvennalandsliðið okkar fara í fjórða sinn á EM. Það er hægt að týna fleira til af þessu. Við erum að sjá gríðarlega endurnýjun hjá karlalandsliðinu okkar. Þar eru miklar breytingar sem urðu að óvæntum ástæðum á þessu ári. Það er margt sem hefur verið að gerast,“ sagði Víðir. Tveir sem standa upp úr og annar örlitlu skrefi á undan Gaupi vildi fá að vita hver sé besti knattspyrnumaður Íslands á þessum fjörutíu árum sem Víðir hefur verið í þessu. „Það er alltaf erfitt að gera upp á milli manna en það eru alltaf tveir sem koma upp í hugann. Að mínu mati er Ásgeir Sigurvinsson númer eitt, örlitlu skrefi á undan Eiði Smára Guðjohnsen, þessum tveimur bestu fótboltamönnum okkar,“ sagði Víðir. Alltaf sú nýjasta En Gaupi vildi líka fá Víði til að gera upp á milli bókanna sinna fjörutíu. „Hvaða bók er best af þessum fjörutíu,“ spurði Guðjón. „Það er alltaf sú nýjasta,“ svaraði Víðir en þrátt fyrir að bækurnar séu líkar í útliti þá eru þær líka mjög ólíkar. „Maður reynir alltaf að finna eitthvað nýtt á hverju ári. Núna eru það Víkingarnir sem eru á kápunni. Stóra myndin er af þeim enda unnu þeir magnað afrek að verða tvöfaldir meistarar í karlaflokki. Bæði Íslands- og bikarmeistarar eftir að hafa beðið í þrjátíu ár eftir Íslandsmeistaratitlinum. Þeir áttu alveg magnaðan endasprett þar sem þeir vinna síðustu tíu leikina og tryggja sér þessa tvo titla á mjög dramatískan hátt,“ sagði Víðir. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Sjá meira