Benzema sá um Athletic Bilbao Arnar Geir Halldórsson skrifar 22. desember 2021 22:36 Benzema sjóðheitur. vísir/Getty Real Madrid styrkti stöðu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með sterkum útisigri á Athletic Bilbao í Baskalandi í kvöld. Leikurinn byrjaði með flugeldasýningu því franski markahrókurinn Karim Benzema skoraði tvö mörk á fyrstu sjö mínútum leiksins. Heimamenn vildu vera með í fjörinu því Oihan Sancet minnkaði muninn á 10.mínútu. Eftir þessar hressilegu upphafsmínútur voru ekki skoruð fleiri mörk og 1-2 sigur Madridinga staðreynd. Hafa þeir nú átta stiga forystu á toppi deildarinnar en Bilbao í 10.sæti. Spænski boltinn
Real Madrid styrkti stöðu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með sterkum útisigri á Athletic Bilbao í Baskalandi í kvöld. Leikurinn byrjaði með flugeldasýningu því franski markahrókurinn Karim Benzema skoraði tvö mörk á fyrstu sjö mínútum leiksins. Heimamenn vildu vera með í fjörinu því Oihan Sancet minnkaði muninn á 10.mínútu. Eftir þessar hressilegu upphafsmínútur voru ekki skoruð fleiri mörk og 1-2 sigur Madridinga staðreynd. Hafa þeir nú átta stiga forystu á toppi deildarinnar en Bilbao í 10.sæti.
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn