Þar geta dyggir áhorfendur kosið um það sem mest hefur borið á góma hjá GameTíví, í alls sex flokkum.
Kosið verður um leik ársins, versta leik ársins, hvað stóð upp úr á leikjaárinu, vonbrigði ársins, Twitch-klippu ársins og loks meme ársins. Hægt er að kjósa hér.
Þátturinn verður í beinni útsendingu klukkan 19 annað kvöld, 2. janúar, á Stöð 2 Esport, Twitch og vefsíðu GameTíví.