Bjarki gekk í raðir Lemgo frá Füchse Berlin 2019 og hefur átt góðu gengi að fagna hjá liðinu. Tímabilið 2019-20 var hann markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar og á síðasta tímabili varð hann bikarmeistari með Lemgo og fjórði markahæstur í þýsku deildinni. Bjarki er núna markahæstur í þýsku deildinni ásamt Niklas Ekberg, leikmanni Kiel.
„Ákvörðunin að fara frá félaginu eftir tímabilið var ekki auðveld því Lemgo er mér mjög kært. En á þessum tíma vil ég fá nýja áskorun,“ sagði Bjarki á heimasíðu Lemgo.
Eine weitere Personalmeldung zum Wochenstart: Bjarki Már #Elísson wird sich ab dem Sommer einer neuen Herausforderung stellen. Nachfolger auf Linksaußen wird der Schweizer Nationalspieler Samuel #Zehnder.
— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) January 3, 2022
https://t.co/TFiFT7NbXH
#tbvlemgolippe #handball #GemeinsamStark pic.twitter.com/t6KNT6Vx1g
Lemgo er búið að finna eftirmann Bjarka. Sá heitir Samuel Zehnder, 21 árs svissneskur landsliðsmaður sem leikur undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar hjá Kadetten Schäffhausen.
Bjarki er nú með íslenska landsliðinu sem hefur í dag formlegan undirbúning fyrir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu.