Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2022 13:27 Dýrast er að leigja í Vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/Egill Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020. Talið er að aukin kaupgeta fólks, einkum vegna vaxtalækkana, skýri þessa þróun en hlutfall fyrstu kaupenda á húsnæðismarkaði hefur aldrei mælst hærra. Við þær aðstæður dróst eftirspurn eftir leiguhúsnæði saman á sama tíma og minna var um skammtímaleigu til erlendra ferðamanna eftir að þeim fækkaði. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans en samkvæmt nýjustu gögnum Þjóðskrár um leiguverð sem ná til þinglýstra samninga á höfuðborgarsvæðinu í nóvember hækkaði leiguverð þar um 1,2% milli mánaða. Þetta er talsvert meiri hækkun en á síðustu mánuðum en í október stóð verðið í stað og í september lækkaði það örlítið. Tólf mánaða hækkun leiguverðs mælist 3,4% á sama tíma og kaupverð íbúða í fjölbýli hefur hækkað um 16%. „Til samanburðar hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,0%. Raunhækkun leigu, þ.e. hækkun á leigu umfram annað verðlag, mælist því innan við hálft prósentustig, sem hefur einkennt stöðuna núna fjóra mánuði í röð. Það má því segja að stöðugleiki ríki á leigumarkaði þar sem leiga þróist í takt við annað verðlag, ólíkt því sem hefur sést á íbúðamarkaði undanfarið,“ segir í Hagsjánni. Munurinn á þróun leigu- og kaupverðs hafi aldrei mælst jafn mikill og nú og bendi til þess að hækkanir íbúðaverðs séu komnar fram úr því sem æskilegt geti talist. Verð lækkað í Hafnarfirði og Garðabæ Það sem af er ári hefur að jafnaði 547 leigusamningum verið þinglýst í hverjum mánuði. Það er heldur færra en í fyrra þegar 590 samningum var að jafnaði þinglýst, en þá hafði fjöldinn aukist talsvert frá fyrra ári. Samanburður á fermetraverði samkvæmt nýjum þinglýstum samningum í nóvember gefur til kynna að fermetraverð tveggja herbergja íbúða sé hæst í vesturhluta Reykjavíkur. Þar leigist slík íbúð að meðaltali á 3.441 krónur á fermetra og hækkar um 4% frá því í nóvember í fyrra. Lægsta fermetraverð tveggja herbergja íbúða á höfuðborgarsvæðinu er að finna í Garðabæ og Hafnarfirði, eða 2.679 krónur á fermetra að meðaltali. Lækkar verð þar um 9% milli ára samkvæmt þeim samningum sem þinglýst var í nóvember. Fasteignamarkaður Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Talið er að aukin kaupgeta fólks, einkum vegna vaxtalækkana, skýri þessa þróun en hlutfall fyrstu kaupenda á húsnæðismarkaði hefur aldrei mælst hærra. Við þær aðstæður dróst eftirspurn eftir leiguhúsnæði saman á sama tíma og minna var um skammtímaleigu til erlendra ferðamanna eftir að þeim fækkaði. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans en samkvæmt nýjustu gögnum Þjóðskrár um leiguverð sem ná til þinglýstra samninga á höfuðborgarsvæðinu í nóvember hækkaði leiguverð þar um 1,2% milli mánaða. Þetta er talsvert meiri hækkun en á síðustu mánuðum en í október stóð verðið í stað og í september lækkaði það örlítið. Tólf mánaða hækkun leiguverðs mælist 3,4% á sama tíma og kaupverð íbúða í fjölbýli hefur hækkað um 16%. „Til samanburðar hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,0%. Raunhækkun leigu, þ.e. hækkun á leigu umfram annað verðlag, mælist því innan við hálft prósentustig, sem hefur einkennt stöðuna núna fjóra mánuði í röð. Það má því segja að stöðugleiki ríki á leigumarkaði þar sem leiga þróist í takt við annað verðlag, ólíkt því sem hefur sést á íbúðamarkaði undanfarið,“ segir í Hagsjánni. Munurinn á þróun leigu- og kaupverðs hafi aldrei mælst jafn mikill og nú og bendi til þess að hækkanir íbúðaverðs séu komnar fram úr því sem æskilegt geti talist. Verð lækkað í Hafnarfirði og Garðabæ Það sem af er ári hefur að jafnaði 547 leigusamningum verið þinglýst í hverjum mánuði. Það er heldur færra en í fyrra þegar 590 samningum var að jafnaði þinglýst, en þá hafði fjöldinn aukist talsvert frá fyrra ári. Samanburður á fermetraverði samkvæmt nýjum þinglýstum samningum í nóvember gefur til kynna að fermetraverð tveggja herbergja íbúða sé hæst í vesturhluta Reykjavíkur. Þar leigist slík íbúð að meðaltali á 3.441 krónur á fermetra og hækkar um 4% frá því í nóvember í fyrra. Lægsta fermetraverð tveggja herbergja íbúða á höfuðborgarsvæðinu er að finna í Garðabæ og Hafnarfirði, eða 2.679 krónur á fermetra að meðaltali. Lækkar verð þar um 9% milli ára samkvæmt þeim samningum sem þinglýst var í nóvember.
Fasteignamarkaður Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira