Sjötíu milljónir frá Rauða krossinum til Afganistan og Sómalíu Heimsljós 5. janúar 2022 09:46 Rauði krossinn Stuðningurinn skiptir sköpum fyrir þá sem verst standa. Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að veita rúmum 70 milljónum króna til mannúðaraðgerða í Afganistan og Sómalíu með stuðningi utanríkisráðuneytisins, Tombólubarna og Mannvina Rauða krossins. „Þessi stuðningur skiptir sköpum fyrir þá sem verst standa í Afganistan og sýnir hvernig íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn geta tekið höndum saman og komið til móts við þarfir þeirra sem þjást vegna ofbeldis, vopnaðra átaka og hungurs,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. Stuðningur við mannúðarstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Afganistan nemur um 28,5 milljónum króna. Auk þeirra erfiðleika sem hafa fylgt valdatöku Talibana ríkja í landinu miklir þurrkar og stór hluti þjóðarinnar býr við matarskort og hungur sem gæti aukist mikið verði ekki brugðist hratt við. „Við fögnum heildstæðri nálgun íslenskra stjórnvalda en eins og kunnugt er buðu íslensk stjórnvöld tugum Afgana alþjóðlega vernd á Íslandi eftir valdatöku Talibana í ágúst síðastliðnum en að auki hafa stjórnvöld stutt mannúðarstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í landinu um tæpar 70 milljónir króna,“ segir Atli Viðar. Hann bendir á að vegna ástandsins í Afganistan hafi mjög fá ef nokkur hjálparsamtök jafn greitt aðgengi að þolendum og geti veitt þeim mannúðaraðstoð eins og Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn. Ástandið í Sómalíu er einnig mjög slæmt að sögn Atla, þótt það fái ekki mikla athygli í fjölmiðlum. Samkvæmt skýrslu Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC World Disaster Report 2020) er Sómalía það ríki heimsins sem er viðkvæmast fyrir loftslagsbreytingum sem koma ofan í viðkvæmt ástand í landinu vegna átaka sem þar hafa ríkt undanfarin ár. Áhrif loftslagsbreytinga má þegar finna og í strandbæjum getur fólk ekki lengur treyst á grunn lífsviðurværi, fiskveiðar og búfjárrækt. Nærri þrjár milljónir Sómala búa við mikið fæðuóöryggi, auk þess að kljást við útbreiðslu erfiðra sjúkdóma á við kóleru, mislinga, malaríu og COVID-19. Sómalíski Rauði hálfmáninn, með stuðningi alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans, hefur brugðist við með beinum stuðningi við lífsviðurværi íbúa, heilbrigðisþjónustu og bætt aðgengi að vatni og hreinlæti auk þess að huga að vernd hinna viðkvæmustu í öllu starfi sínu. Stuðningur við starfið nemur um 28.5 milljónum króna. Auk þess verður varið um 15 milljónum í verkefni sómalíska Rauði hálfmánans sem snýr að aukinni viðbragðsgetu Rauða hálfmánans svo hann geti betur tekist á við áskoranirnar sem fylgja COVID-19 ofan á þær áskoranir sem fyrir voru. „Þess má geta að við erum ofboðslega stolt af því að Tombólubörn á Íslandi studdu jafnaldra sína í Sómalíu sem standa frammi fyrir hungri með framlögum sínum á árinu 2021 sem námu alls tæpum 95 þúsund krónum,“ segir í frétt frá Rauða krossinum. Rauði krossinn þakkar utanríkisráðuneytinu, Tombólubörnum og Mannvinum Rauða krossins fyrir stuðninginn. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Sómalía Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent
Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að veita rúmum 70 milljónum króna til mannúðaraðgerða í Afganistan og Sómalíu með stuðningi utanríkisráðuneytisins, Tombólubarna og Mannvina Rauða krossins. „Þessi stuðningur skiptir sköpum fyrir þá sem verst standa í Afganistan og sýnir hvernig íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn geta tekið höndum saman og komið til móts við þarfir þeirra sem þjást vegna ofbeldis, vopnaðra átaka og hungurs,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. Stuðningur við mannúðarstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Afganistan nemur um 28,5 milljónum króna. Auk þeirra erfiðleika sem hafa fylgt valdatöku Talibana ríkja í landinu miklir þurrkar og stór hluti þjóðarinnar býr við matarskort og hungur sem gæti aukist mikið verði ekki brugðist hratt við. „Við fögnum heildstæðri nálgun íslenskra stjórnvalda en eins og kunnugt er buðu íslensk stjórnvöld tugum Afgana alþjóðlega vernd á Íslandi eftir valdatöku Talibana í ágúst síðastliðnum en að auki hafa stjórnvöld stutt mannúðarstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í landinu um tæpar 70 milljónir króna,“ segir Atli Viðar. Hann bendir á að vegna ástandsins í Afganistan hafi mjög fá ef nokkur hjálparsamtök jafn greitt aðgengi að þolendum og geti veitt þeim mannúðaraðstoð eins og Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn. Ástandið í Sómalíu er einnig mjög slæmt að sögn Atla, þótt það fái ekki mikla athygli í fjölmiðlum. Samkvæmt skýrslu Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC World Disaster Report 2020) er Sómalía það ríki heimsins sem er viðkvæmast fyrir loftslagsbreytingum sem koma ofan í viðkvæmt ástand í landinu vegna átaka sem þar hafa ríkt undanfarin ár. Áhrif loftslagsbreytinga má þegar finna og í strandbæjum getur fólk ekki lengur treyst á grunn lífsviðurværi, fiskveiðar og búfjárrækt. Nærri þrjár milljónir Sómala búa við mikið fæðuóöryggi, auk þess að kljást við útbreiðslu erfiðra sjúkdóma á við kóleru, mislinga, malaríu og COVID-19. Sómalíski Rauði hálfmáninn, með stuðningi alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans, hefur brugðist við með beinum stuðningi við lífsviðurværi íbúa, heilbrigðisþjónustu og bætt aðgengi að vatni og hreinlæti auk þess að huga að vernd hinna viðkvæmustu í öllu starfi sínu. Stuðningur við starfið nemur um 28.5 milljónum króna. Auk þess verður varið um 15 milljónum í verkefni sómalíska Rauði hálfmánans sem snýr að aukinni viðbragðsgetu Rauða hálfmánans svo hann geti betur tekist á við áskoranirnar sem fylgja COVID-19 ofan á þær áskoranir sem fyrir voru. „Þess má geta að við erum ofboðslega stolt af því að Tombólubörn á Íslandi studdu jafnaldra sína í Sómalíu sem standa frammi fyrir hungri með framlögum sínum á árinu 2021 sem námu alls tæpum 95 þúsund krónum,“ segir í frétt frá Rauða krossinum. Rauði krossinn þakkar utanríkisráðuneytinu, Tombólubörnum og Mannvinum Rauða krossins fyrir stuðninginn. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Sómalía Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent