Hvernig kjaftasögur og umtal hafa áhrif á starfsfólk Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. janúar 2022 07:00 Kjaftasögur, umtal og neikvæðar fréttir geta haft áhrif á það hvernig okkur líður í vinnunni eða gagnvart vinnustaðnum og vinnuveitendum. Ekki síst ef sögusagnirnar snúast um einhvern sem við þekkjum eða tengist vinnustaðnum okkar. Vísir/Getty Í jafn litlu samfélagi eins og Ísland er, geta alls kyns kjaftasögur, umtal og neikvæðar fréttir haft áhrif á það hvernig okkur líður í vinnunni. Til dæmis ef umtalið snýst um einhvern sem við þekkjum eða tengist vinnustaðnum okkar; Samstarfsfólk, eigendur, stjórnarmenn eða aðrir. Á mannauðssíðunni SHRM má finna nokkur atriði sem sögð eru þau atriði sem neikvæðustu áhrifin hafa, en í SHRM telja um þrjúhundruð þúsund mannauðsstjórar í 165 löndum. Þessi atriði eru: Kjaftasögur og umtal geta dregið úr trausti starfsfólks og haft neikvæð áhrif á starfsanda vinnustaðarins Kjaftasögur, umtal og neikvæðar fréttir geta dregið úr afköstum starfsfólks Þá getur umtal aukið á kvíðatilfinningu starfsfólks. Sérstaklega ef starfsfólk upplifir sig illa upplýst eða að upplýsingar til þeirra séu óljósar Kjaftasögur, umtal og neikvæðar fréttir geta skipt góðri liðsheild í mismunandi lið. Þetta gerist oft ósjálfrátt því fólk tekur afstöðu með eða á móti þeirra er málið varðar, sem aftur leiðir til þess að starsfólk skiptist í lið Margt starfsfólk upplifir neikvætt umtal og fréttir særandi fyrir hönd vinnustaðarins og lítur svo á að orðspor vinnustaðarins sé að skaðast vegna umtalsins Neikvætt umtal, kjaftasögur og neikvæðar fréttir fjölmiðla um aðila á vinnustaðnum eða honum tengdum, geta haft þau áhrif að starfsfólk íhugar að skipta um vettvang. Að beita þöggun eða láta eins og ekkert sé, eru verstu viðbrögð stjórnenda þegar kjaftasögur, umtal eða neikvæðar fréttir eru í gangi sem tengjast með beinum eða óbeinum hætti vinnustaðnum.Vísir/Getty Til að draga úr neikvæðum áhrifum kjaftasagna á vinnustað eða starfsanda geta viðbrögð stjórnenda skipt sköpum. HÉR eru nokkur góð ráð til stjórnenda. 1. Gefðu færi á samtali Stjórnendur sem vilja vera með puttann á púlsinum eru alltaf með dyrnar opnar fyrir samtal. Þetta þýðir að þegar starfsfólk veit að það getur alltaf leitað til stjórnenda til að ræða áhyggjur sínar eða vangaveltur, til dæmis varðandi starfshópinn í heild sinni, þarf það að upplifa yfirmanninn þannig að hann/hún gefi færi á þessu samtali. Sömuleiðis er stjórnendum bent á að taka af skarið og sýna frumkvæði; spyrjast fyrir ef fólk telur að kjaftasögur út í bæ séu að hafa áhrif á starfsfólk. 2. Gefðu upplýsingar Það versta sem stjórnandi getur gert er þöggun eða að gefa engar upplýsingar. Oft verða þessi viðbrögð til þess að kjaftasögurnar hafa enn neikvæðari áhrif á starfshópinn en ella þyrfti að vera. Stjórnandi þarf því að reyna að gefa skýr svör eins fljótt og auðið er, óháð því í hvað svörunum felst. 3. Ekki gera ekki neitt Það versta sem stjórnandi gerir er að gera ekki neitt, ef ástæða er til að ætla að kjaftasögur séu að hafa áhrif á starfshópinn. Til dæmis ef kjaftasögur eru í gangi sem með beinum eða óbeinum hætti, tengjast vinnustaðnum. Betra er að stjórnendur bregðist við með einhverjum hætti. 4. Hrós og jákvæðni skipta máli Ef það eru sögusagnir í gangi sem snerta einhvern einn á vinnustaðnum er mælt með því að stjórnendur taki ekki afstöðu með þessum eina aðila, heldur tryggi hrós og jákvæða endurgjöf til allra. Það getur dregið úr áhrifum umtals ef fólk finnur að það er vel metið á vinnustaðnum. 5. Hlutverkaskipan þarf að vera skýr Þá skiptir máli að stjórnandi sé skýr í tali um hvert hlutverkaskipan hvers og eins á vinnustaðnum er. Að vera skýr í máli hvað þetta varðar, eykur líkurnar á að umtal dragi um of úr afköstum eða að starfsfólk sé að skipta sér í mismunandi lið. 6. Vertu góð fyrirmynd Síðast en ekki síst þarf stjórnandinn að líta í eiginn barm og vanda sig við að vera fyrirmynd. Það hvernig stjórnandinn bregst við, hegðar sér eða talar, hefur mikið um það að segja hvernig áhrif umtalsins verða á traust, siðferði eða starfsandann almennt. Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Orðstír fæst ekki keyptur og oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Orðsporskrísur hafa alltaf afleiðingar segir Andrés Jónsson en Elísabet Sveinsdóttir telur að þessar afleiðingar mættu vera meiri því fólk sé of fljótt að gleyma. 13. maí 2020 09:00 Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26. júlí 2021 07:01 Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00 Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér. 19. ágúst 2020 11:00 Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. 21. maí 2021 07:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Til dæmis ef umtalið snýst um einhvern sem við þekkjum eða tengist vinnustaðnum okkar; Samstarfsfólk, eigendur, stjórnarmenn eða aðrir. Á mannauðssíðunni SHRM má finna nokkur atriði sem sögð eru þau atriði sem neikvæðustu áhrifin hafa, en í SHRM telja um þrjúhundruð þúsund mannauðsstjórar í 165 löndum. Þessi atriði eru: Kjaftasögur og umtal geta dregið úr trausti starfsfólks og haft neikvæð áhrif á starfsanda vinnustaðarins Kjaftasögur, umtal og neikvæðar fréttir geta dregið úr afköstum starfsfólks Þá getur umtal aukið á kvíðatilfinningu starfsfólks. Sérstaklega ef starfsfólk upplifir sig illa upplýst eða að upplýsingar til þeirra séu óljósar Kjaftasögur, umtal og neikvæðar fréttir geta skipt góðri liðsheild í mismunandi lið. Þetta gerist oft ósjálfrátt því fólk tekur afstöðu með eða á móti þeirra er málið varðar, sem aftur leiðir til þess að starsfólk skiptist í lið Margt starfsfólk upplifir neikvætt umtal og fréttir særandi fyrir hönd vinnustaðarins og lítur svo á að orðspor vinnustaðarins sé að skaðast vegna umtalsins Neikvætt umtal, kjaftasögur og neikvæðar fréttir fjölmiðla um aðila á vinnustaðnum eða honum tengdum, geta haft þau áhrif að starfsfólk íhugar að skipta um vettvang. Að beita þöggun eða láta eins og ekkert sé, eru verstu viðbrögð stjórnenda þegar kjaftasögur, umtal eða neikvæðar fréttir eru í gangi sem tengjast með beinum eða óbeinum hætti vinnustaðnum.Vísir/Getty Til að draga úr neikvæðum áhrifum kjaftasagna á vinnustað eða starfsanda geta viðbrögð stjórnenda skipt sköpum. HÉR eru nokkur góð ráð til stjórnenda. 1. Gefðu færi á samtali Stjórnendur sem vilja vera með puttann á púlsinum eru alltaf með dyrnar opnar fyrir samtal. Þetta þýðir að þegar starfsfólk veit að það getur alltaf leitað til stjórnenda til að ræða áhyggjur sínar eða vangaveltur, til dæmis varðandi starfshópinn í heild sinni, þarf það að upplifa yfirmanninn þannig að hann/hún gefi færi á þessu samtali. Sömuleiðis er stjórnendum bent á að taka af skarið og sýna frumkvæði; spyrjast fyrir ef fólk telur að kjaftasögur út í bæ séu að hafa áhrif á starfsfólk. 2. Gefðu upplýsingar Það versta sem stjórnandi getur gert er þöggun eða að gefa engar upplýsingar. Oft verða þessi viðbrögð til þess að kjaftasögurnar hafa enn neikvæðari áhrif á starfshópinn en ella þyrfti að vera. Stjórnandi þarf því að reyna að gefa skýr svör eins fljótt og auðið er, óháð því í hvað svörunum felst. 3. Ekki gera ekki neitt Það versta sem stjórnandi gerir er að gera ekki neitt, ef ástæða er til að ætla að kjaftasögur séu að hafa áhrif á starfshópinn. Til dæmis ef kjaftasögur eru í gangi sem með beinum eða óbeinum hætti, tengjast vinnustaðnum. Betra er að stjórnendur bregðist við með einhverjum hætti. 4. Hrós og jákvæðni skipta máli Ef það eru sögusagnir í gangi sem snerta einhvern einn á vinnustaðnum er mælt með því að stjórnendur taki ekki afstöðu með þessum eina aðila, heldur tryggi hrós og jákvæða endurgjöf til allra. Það getur dregið úr áhrifum umtals ef fólk finnur að það er vel metið á vinnustaðnum. 5. Hlutverkaskipan þarf að vera skýr Þá skiptir máli að stjórnandi sé skýr í tali um hvert hlutverkaskipan hvers og eins á vinnustaðnum er. Að vera skýr í máli hvað þetta varðar, eykur líkurnar á að umtal dragi um of úr afköstum eða að starfsfólk sé að skipta sér í mismunandi lið. 6. Vertu góð fyrirmynd Síðast en ekki síst þarf stjórnandinn að líta í eiginn barm og vanda sig við að vera fyrirmynd. Það hvernig stjórnandinn bregst við, hegðar sér eða talar, hefur mikið um það að segja hvernig áhrif umtalsins verða á traust, siðferði eða starfsandann almennt.
Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Orðstír fæst ekki keyptur og oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Orðsporskrísur hafa alltaf afleiðingar segir Andrés Jónsson en Elísabet Sveinsdóttir telur að þessar afleiðingar mættu vera meiri því fólk sé of fljótt að gleyma. 13. maí 2020 09:00 Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26. júlí 2021 07:01 Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00 Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér. 19. ágúst 2020 11:00 Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. 21. maí 2021 07:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Orðstír fæst ekki keyptur og oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Orðsporskrísur hafa alltaf afleiðingar segir Andrés Jónsson en Elísabet Sveinsdóttir telur að þessar afleiðingar mættu vera meiri því fólk sé of fljótt að gleyma. 13. maí 2020 09:00
Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26. júlí 2021 07:01
Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00
Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér. 19. ágúst 2020 11:00
Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. 21. maí 2021 07:00