Þægilegra að sýna trúðslæti en sína réttu hlið Ritstjórn Albúmm.is skrifar 14. janúar 2022 13:30 Ötula Indí tvíeikið Pale Moon sprettur nú fram með sína nýju smáskífu, Clown og er þetta sjötta lagið sem kemur út af þeirra væntanlegu breiðskífu sem kemur út síðar á árinu. Hljómsveitin átti einnig að stíga á stokk á Eurosonic tónlistarhátíðinni í Gröningen í Hollandi núna í janúar en hátíðin verður með breyttu sniði í ár. „Lagið fjallar um hvernig við verjum okkur oft með gríni eða trúðslátum gagnvart erfiðum aðstæðum. Hvernig það er oft auðveldara að djóka en að vera alvörugefin,“ segir Natalia Sushchenko annar meðlimur Pale Moon um nýja lagið. „Stundum finnst mér þægilegra að grínast og vera með trúðslæti frekar en að sýna mikla tilfinningasemi eða mína réttu hlið,“ viðurkennir hún kímin. Nata segist kanna stundum textalega persónuleika sinn og er það hennar leið til að fást við lífið á oft kaldhæðnislegan eða gamansaman hátt. Pale Moon samanstendur af Natalia Sushchenko sem er fædd og uppalin í litlum námubæ í miðri Síberíu og garðbæingnum Árna Guðjónssyni. Nata umbreytir upplifunum sínum í texta og laglínur á meðan Árni umbreytir skáldskapnum í tónlist. Af dálæti þeirra af tónlist úr „Sjöunni” og hljóðheim indí hljómsveita okkar tíma, þróa þau sinn stíl í afar flauelsmjúka og notalega átt, þar sem hljóðfæraleikur á áþreifanleg hljóðfæri fær uppreist æru. Árni segir að fyrsta uppkastið af laginu var innblásið af hljómsveitinni Doors en ekki er mikið eftir af þeirri útsetningu fyrir utan, Riders on the storm, hljómaganginn í brúnni fyrir viðlag. „Restin er gegnsósa af þeim hljóðheimi sem Pale Moon hefur mótað sér,“ segir Árni og bætir við að þetta er þeirra tilraunagjarnasta lag til þessa en er að sama skapi mjúkt og þægilegt. Pale Moon er ein þeirra íslensku hljómsveita sem áttu að stíga á stokk í Gröningen, Hollandi á Eurosonic tónlistarhátíðinni núna í janúar en vegna alkunnra aðstæðna þá var hátíðin færð á netið alfarið. Pale Moon mun stíga á netstokk Föstudaginn 21. janúar næstkomandi klukkan 21:00 á rás ESNS 02 sem verður aðgengileg á síðu hátíðarinnar esns.nl Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið
Hljómsveitin átti einnig að stíga á stokk á Eurosonic tónlistarhátíðinni í Gröningen í Hollandi núna í janúar en hátíðin verður með breyttu sniði í ár. „Lagið fjallar um hvernig við verjum okkur oft með gríni eða trúðslátum gagnvart erfiðum aðstæðum. Hvernig það er oft auðveldara að djóka en að vera alvörugefin,“ segir Natalia Sushchenko annar meðlimur Pale Moon um nýja lagið. „Stundum finnst mér þægilegra að grínast og vera með trúðslæti frekar en að sýna mikla tilfinningasemi eða mína réttu hlið,“ viðurkennir hún kímin. Nata segist kanna stundum textalega persónuleika sinn og er það hennar leið til að fást við lífið á oft kaldhæðnislegan eða gamansaman hátt. Pale Moon samanstendur af Natalia Sushchenko sem er fædd og uppalin í litlum námubæ í miðri Síberíu og garðbæingnum Árna Guðjónssyni. Nata umbreytir upplifunum sínum í texta og laglínur á meðan Árni umbreytir skáldskapnum í tónlist. Af dálæti þeirra af tónlist úr „Sjöunni” og hljóðheim indí hljómsveita okkar tíma, þróa þau sinn stíl í afar flauelsmjúka og notalega átt, þar sem hljóðfæraleikur á áþreifanleg hljóðfæri fær uppreist æru. Árni segir að fyrsta uppkastið af laginu var innblásið af hljómsveitinni Doors en ekki er mikið eftir af þeirri útsetningu fyrir utan, Riders on the storm, hljómaganginn í brúnni fyrir viðlag. „Restin er gegnsósa af þeim hljóðheimi sem Pale Moon hefur mótað sér,“ segir Árni og bætir við að þetta er þeirra tilraunagjarnasta lag til þessa en er að sama skapi mjúkt og þægilegt. Pale Moon er ein þeirra íslensku hljómsveita sem áttu að stíga á stokk í Gröningen, Hollandi á Eurosonic tónlistarhátíðinni núna í janúar en vegna alkunnra aðstæðna þá var hátíðin færð á netið alfarið. Pale Moon mun stíga á netstokk Föstudaginn 21. janúar næstkomandi klukkan 21:00 á rás ESNS 02 sem verður aðgengileg á síðu hátíðarinnar esns.nl Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið