Í tilefni settu þeir saman lagalista með öllu þrjátíu og einu topplagi árslista þáttanna frá upphafi. Þar má að einhverju leyti greina tíðarandann hverju sinni og þó flest séu erlend þá lauma sér nokkur íslensk í toppsætið inn á milli, til dæmis Moods með Davíð & Hjalta frá 2016, Looped með Kiasmos árið 2014 og Ain't Got Nobody með Sísí Ey 2012.
Hér að neðan má hlusta á lagalistann til að hita upp fyrir árslistann nýja annað kvöld.